Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 395 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær hæfir skel kjafti?

Upprunalega spurningin hljóðaði svo: Er það ekki rétt hjá mér að þegar sagt er að 'skel hæfi kjafti', þá sé það yfirleitt í neikvæðri merkingu? Og af hverju er orðatiltækið dregið? Orðasambandið þar hæfir skel kjafti er í þessari mynd kunnugt frá 19. öld. Fleiri afbrigði eru til af því og er hið elsta í Ritm...

category-iconHugvísindi

Voru stóumenn skeytingarlausir um allt nema dygðina?

Stóumenn kenndu að ekkert væri gott nema dygðin og ekkert væri illt nema löstur, eins og lesa má um í svari sama höfundar við spurningunni Hvað er stóuspeki? En voru þeir þá skeytingarlausir um allt annað? Svarið við þeirri spurningu er nei. Enda þótt einungis dygðin hafi raunverulegt gildi (axia) og sé eftirsókna...

category-iconTrúarbrögð

Hvenær byrjar kirkjuárið og hvers vegna?

Kirkjuárið er byggt upp í samræmi við hugmyndir kristninnar um ævi Jesú Krists á jörðu og líf kirkju hans eftir að hann steig upp til himna. Þess vegna byrjar kirkjuárið með aðventunni, þegar við bíðum þess að Jesúbarnið fæðist á jólum....

category-iconVísindavefurinn

Er allt rétt sem þið svarið á Vísindavefnum?

Þetta er góð og þörf spurning. Stutta svarið við henni er „já". Við reynum eftir bestu getu að tryggja að svörin séu „rétt“ í þeirri merkingu sem yfirleitt er beitt í vísindum, það er að segja að þau séu í samræmi við það sem best er vitað þegar þau eru skrifuð. En þegar spurt er til dæmis um splunkunýja þekki...

category-iconHugvísindi

Af hverju er orðið kóngur skrifað með ó, ætti ng-reglan ekki að koma í veg fyrir það?

Almenna reglan um sérhljóða á undan -ng- og -nk- er að rita a, e, i, y, u og ö þótt framburðurinn sé á, ei, í, ú, og au. Aðrir sérhljóðar á undan -ng- og -nk- eins og -é- í héngu,-ó- í kónguló, -o- í bongótromma og -æ- í vængur eru ritaðir í samræmi við framburð (Stafsetningarorðabókin 2006: 701). Þannig er því ei...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig á að beygja erlend nöfn og íslensk ættarnöfn í eignarfalli?

Oft er fólk í vafa um beygingu erlendra nafna og íslenskra ættarnafna í eignarfalli. Mælt er með eftirfarandi reglum (sjá nánar um þetta efni rit Ingólfs Pálmasonar, Um ættarnöfn og erlend mannanöfn í íslensku, 1987): Ættarnöfn kvenna, innlend sem erlend, eru að jafnaði ekki beygð: að sögn Sigríðar Snævarr, þáttu...

category-iconFöstudagssvar

Hvers vegna er Andrés Önd alltaf með handklæði vafið utan um sig þegar hann kemur úr sturtu?

Vissulega kemur þessi blygðunarkennd Andrésar undarlega fyrir sjónir, í ljósi þess að hann er alla jafna berrassaður. Sumir hafa haldið því fram að teiknarinn setji handklæðið þarna til að gera lesendum Andrésblaðsins það ljóst að Andrés sé að koma úr sturtu. Ef hann væri teiknaður nakinn gæti lesandinn haldið að ...

category-iconHugvísindi

Hvort er réttara að segja snjókoma og hríð var á heiðinni eða snjókoma og hríð voru á heiðinni?

Tölubeyging sagnar er einfalt mál ef frumlagið er einfalt, til dæmis snjókoma, en málið getur vandast þegar það er samsett, til dæmis snjókoma og hríð. Svo gæti virst í fljótu bragði sem hér ætti einfaldlega að gilda samlagning („einn plús einn eru tveir“), samanber dæmi á borð við penninn og blýanturinn eru í tös...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna er ekki hægt að beygja sögnina 'að vinna' í boðhætti?

Boðháttur í íslensku er myndaður á tvo vegu. Í fyrsta lagi er hann stýfður, það er eins og nafnháttur að frádreginni endingunni, -a, nema í veikum sögnum sem enda á -aði í þátíð. Dæmi:lesa, bh. les (þú)bera, bh. ber (þú)skrifa, bh. skrifa (þú)færa, bh. fær (þú)lemja, bh. lem (þú)flytja, bh. flyt (þú)vinna, bh. ...

category-iconVeðurfræði

Í hvaða hæð frá jörðu er vindhraði mældur?

Öll spurningin hljóðaði svona: Í hvaða hæð frá jörðu er vindhraði mældur? Skiptir máli í hvaða hæð hann er mældur? Vindhraði er að jafnaði mældur í 10 metra hæð yfir jörðu og er það í samræmi við reglur Alþjóðaveðurfræðistofnunar Sameinuðu þjóðanna. Það kostar töluvert að koma vindhraðamæli upp í 10 metra h...

category-iconLögfræði

Gæti Íslendingur tekið trú sem leyfir fjölkvæni og stundað það?

Árið 1995 voru ýmis ákvæði tengd mannréttindum tekin upp í stjórnarskrána svo að hún myndi samræmast mannréttindasáttmála Evrópu sem Ísland er aðili að. Eitt af þessum ákvæðum er í 63. grein um trúfélög en hún hljómar svo:Allir eiga rétt á að stofna trúfélög og iðka trú sína í samræmi við sannfæringu hvers og eins...

category-iconLögfræði

Hvernig hljóðar starfslýsing umboðsmanns Alþingis?

Um umboðsmann Alþingis fjalla lög nr. 85/1997, en 2. gr. þeirra laga hljóðar svo:Hlutverk umboðsmanns er að hafa í umboði Alþingis eftirlit með stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga á þann hátt sem nánar greinir í lögum þessum og tryggja rétt borgaranna gagnvart stjórnvöldum landsins. Skal hann gæta þess að jafnræði ...

category-iconLögfræði

Mega dyraverðir á skemmtistöðum taka skilríki af einstaklingum?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hafa dyraverðir á skemmtistöðum rétt til þess að taka skilríki af einstaklingum? Telst það ekki vera þjófnaður?Reglur sem fjalla um eftirlit á skemmtistöðum er að finna víða í lögum og reglugerðum. Meginreglurnar eru í reglugerð nr. 587/1987 um löggæslu á skemmtunum og um sl...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er langt í það að unnt verði að setja tæki inn í sykursjúka?

Hægt hefur verið að græða sjálfvirka insúlíndælur inn í sykursjúka að minnsta kosti síðastliðin 20 ár. Þetta er þó sjaldan gert og þykir ekki betri kostur en að sprauta sig 4 sinnum á dag eða að hafa tölvustýrða dælu utan á líkamanum. Gallinn við þessar sjálfvirku dælur er að enn hefur ekki tekist að láta þær mæla...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hétu vikudagarnir öðrum nöfnum til forna líkt og mánuðirnir?

Talið er að vikudagarnir hafi borið eftirfarandi nöfn á Íslandi fram á 12. öld.  sunnudagur  mánadagur  týsdagur  óðinsdagur  þórsdagur  frjádagur  þvottdagur/laugardagur Þessi nöfn eru í samræmi við daganöfn annars staðar í Norður-Evrópu. Uppruna þessara nafna er að finna hjá Rómverjum sem töldu að ...

Fleiri niðurstöður