Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 110 svör fundust
Hvað merkir 'lon og don' og hvaðan kemur orðasambandið?
Uppruni orðasambandsins lon og don er ókunnur. Elst dæmi um það eru í söfnum Orðabókar Háskólans frá miðri 19. öld. Í skáldsögu Jóns Thoroddsens, Manni og konu, segir prestsfrúin til dæmis við bróður sinn: „þú situr lon og don yfir lestrinum“ og hefði orðasambandið tæplega verið notað hefði það ekki verið vel skil...
Hver voru tíu vinsælustu svörin á Vísindavefnum í maí 2013?
Samkvæmt vefmælingu Modernusar voru tíu vinsælustu svör maímánaðar á Vísindavefnum árið 2013 þessi hér: Hvað ef Þjóðverjar hefðu verið á undan að hernema Ísland, væri þá menning okkar og kannski mál öðruvísi í dag? Hvenær hófst kaffidrykkja í heiminum og hvernig breiddist hún út? Ungt fólk sem ég hef átt í sa...
Hvernig á alheimurinn eftir að þróast og hvernig mun heimsmyndin breytast við það?
Í dag telja menn að heimurinn hafi hafist í Miklahvelli. Miklihvellur var sprenging sem varð alls staðar í öllu rúminu á sama tíma. Hann var ekki sprenging í hefðbundnum skilningi, með eldi og reyk, heldur tölum við um sprengingu vegna þess hve ótrúlega mikið heimurinn þandist út á örskömmum tíma. Upp frá þessu he...
Af hverju kemur nótt á jörðinni?
Jörðin snýst í sífellu um möndul sinn eins og skopparakringla. Ísland snýr þá ýmist að sólu eða frá henni. Þegar við snúum að henni er dagur en þegar við snúum frá henni er nótt; við erum þá í skugga jarðarinnar. Þetta nefnist dægraskipti. Á hverjum tíma er nótt á helmingi jarðarinnar, það er að segja á þeirri ...
Hvernig verða norðurljós til?
Frá sólinni berst í sífellu svonefndur sólvindur sem er straumur rafhlaðinna agna. Þegar vindurinn nálgast jörðina hrindir segulsvið jarðarinnar honum frá sér nema í kringum segulpólana. Þar sleppur eitthvað af ögnunum inn í segulsviðið. Þegar eindirnar rekast á lofthjúp jarðar, í um 100-250 km hæð örvast sa...
Hver er minnsti tindur Vatnajökuls og hvað er hann stór?
Svona spurningum er yfirleitt ekki hægt að svara af því að orðið "tindur" hefur ekki nógu skýra merkingu til þess. Með öðrum orðum: Ef Anna segir að þessi tindur A sé minnstur þá getur Bjarni andmælt því með því að benda á einhverja þúst B sem er minni en A. Þannig geta þau haldið áfram því sem næst endalaust ...
Hversu gömul verða ský?
Dæmigerður líftími skýja er á bilinu 10 mínútur til klukkustundar. Ský eru sýnilegur hluti uppstreymis, sá hluti þar sem dropar eða ískristallar hafa myndast þegar loft kólnar við að lyftast. Uppstreymið er síbreytilegt en á sér oftast stað í smáum og skammlífum einingum sem ekki lifa nema í nokkrar mínútur hv...
Eru kindur í Færeyjum með mislangar lappir, til að geta staðið betur í hlíðunum þar?
Í Færeyjum eru tvö sauðfjárkyn. Annað er með lengri vinstri lappir, hitt með lengri hægri lappir. Það fyrra snýr alltaf hægri hliðinni upp í hlíðina, hitt vinstri hliðinni. Það fyrra fer í sífellu réttsælis kringum eyjuna, hitt rangsælis. Þetta er kallað aðlögun í þróunarfræðinni. Bændur þurfa að gæta þess vel ...
Hvaða tilgangi þjónar kertaþráður og af hverju er stundum notaður tvöfaldur þráður í kertum?
Kertaþráðurinn dregur fljótandi vax upp í kertalogann þar sem það brennur og hverfur út í loftið í kring. Ef einfaldur þráður yrði of mjór til að draga vaxið nógu ört má hafa hann tvöfaldan. Kertaþráðurinn þjónar því hlutverki að draga fljótandi vax upp í kveikinn þar sem það brennur, það er að segja gengur...
Hvað eru til mörg nöfn yfir djöfulinn á íslensku og hver eru þau?
Erfitt er að segja með vissu hversu mörg orð eru til yfir djöfulinn í íslensku. Flest þeirra heita sem þekkjast hafa orðið til við það að ekki þótti við hæfi að nefna djöfulinn og því var það gert með því að nota umritanir eða gæluorð. Í Íslenskri samheitabók eru þessi talin upp undir flettiorðinu fjandi:andskotia...
Hvað eru slímsveppir?
Slímsveppir (e. slime molds) eru frumdýr (protozoa) af fylkingunni Myxomycota. Þeir minna um margt á amöbur sem er annar hópur frumdýra en einnig svipar þeim til sveppa enda draga þeir nafn sitt af þeim. Ein gerð fullorðinna slímsveppa er með líkamsbyggingu sem á fræðimáli nefnist plasmodium. Plasmodia eru a...
Hver er munurinn á miðbaug og hádegisbaug?
Upphaflega spurningin var sem hér segir:Af hverju er miðbaugur kallaður hádegisbaugur?Miðbaugur er alls ekki kallaður hádegisbaugur enda er hér um tvo mismunandi hluti að ræða. Miðbaugur (e. equator) skiptir jörðinni í tvo hluta, norðurhvel og suðurhvel, og samsíða honum liggja breiddarbaugarnir. Nánar má lesa ...
Af hverju er lífið til?
Sums staðar í náttúrunni eru aðstæður þannig að mikið verður til af nýjum efnum. Þannig geta myndast efnasúpur með mörgum frumefnum í og þar myndast í sífellu nýjar og nýjar sameindir, það er að segja ný efnasambönd. Þessi efnasmíð örvast enn frekar til dæmis ef eldingar eru algengar á staðnum og önnur náttúruöfl ...
Af hverju er tunglið ekki uppi á daginn og sólin á nóttunni?
Stutta svarið er: Af því að þá mundi ríkja dagsbirta á nóttunni og náttmyrkur á daginn, því að sólin er svo miklu bjartari en tunglið. En auðvitað getur enginn bannað okkur að kalla nóttina dag og daginn nótt ef það væri til dæmis samþykkt með miklum meirihluta í þjóðaratkvæði. En líklega er það ekki þetta sem spy...
Mig langar að vita af hverju stjörnurnar skína.
Þetta er mikil og merkileg spurning sem menn hafa velt fyrir sér frá alda öðli, en kannski ekki vitað neitt að marki um svarið fyrr en á seinni helmingi tuttugustu aldar. Svarið er fólgið djúpt inni í stjörnunum. Efnið er þar gífurlega heitt sem þýðir að eindir þess eru á mikilli hreyfingu og rekast harkalega h...