Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 86 svör fundust

Hverjar eru elstu fornleifar sem fundist hafa á Íslandi?

Einnig var spurt: Hafa fundist einhverjar fornleifar frá Rómarveldi á Íslandi? Svo sem peningar eða önnur ummerki um að áhrif Rómarveldis hafi náð til landsins með einhverjum hætti? Elstu fornleifar sem hér hafa fundist eru rómverskir peningar. Þeirra á meðal er rómverskur koparpeningur sem sleginn var í Li...

Nánar

Af hverju tala menn um peninga sem 'kall', eins og fimmhundruðkall?

Í óformlegu tali um peninga er oft notaður síðari liðurinn -kall, fimmkall, tíkall, fimmtíukall, hundraðkall og svo framvegis, -kall er framburðarmynd af karl. Þessi notkun þekkist í málinu að minnsta kosti frá því um aldamótin 1900. Hún er líklegast komin úr dönsku þar sem orðin femkarl og tikarl voru notuð áður ...

Nánar

Hvað er eitt mexíkóskt pesó margar krónur?

Gjaldmiðill Mexíkó heitir nú formlega nuevo peso en er yfirleitt bara kallaður peso, eða pesó, á íslensku. Nafnið er ýmist notað í hvorugkyni eða karlkyni. Þegar þetta er skrifað, 19. mars 2001, fást um 9,20 íslenskar krónur fyrir hvert pesó. Frekara lesefni á Vísindavefnum: Hvaða gjaldmiðill er verðminn...

Nánar

Hvað heitir egypski gjaldmiðillinn?

Gjaldmiðill Egyptalands er kallaður pund og skiptist hvert pund í 100 pjöstrur. Þegar þetta er skrifað, 20. júlí 2001, fást um 25 krónur íslenskar fyrir hvert egypskt pund. Frekara lesefni á Vísindavefnum: Hver er algengasti gjaldmiðill heims? eftir Gylfa Magnússon Hvað myndi gerast ef gjaldmiðill eins...

Nánar

Hvers vegna er munur á kaup- og sölugengi gjaldmiðla?

Skýringin á þessu er í raun sú sama og á því að smásöluverð er alla jafna hærra en heildsöluverð á vörum. Það fylgir því einhver kostnaður að versla með allar vörur og sá kostnaður rekur fleyg milli kaup- og söluverðs. Hversu stór þessi fleygur er fer eftir ýmsu, til dæmis því hve erfið vara er í meðförum, hve stó...

Nánar

Hvað er mikið af peningum á jörðinni?

Ef við tökum þá stærð sem kölluð er peningamagn og almennt sparifé (M2 á fræðimáli) í öllum löndum heims, sem tölur eru til fyrir, umreiknum yfir í krónur með því að miða við kaupmátt hvers gjaldmiðils, og leggjum saman þá fæst að árið 1996 var þessi upphæð um 1,8 milljónir milljarða króna. Sjá einnig svar sama...

Nánar

Hver er skilgreiningin á orðinu peningur?

Á árum áður var orðið peningur aðallega notað yfir húsdýr eins og kýr, hesta og kindur. Eitt og sér er orðið ekki oft notað í þessari merkingu lengur, heldur segjum við í staðinn búpeningur þegar við viljum tala um húsdýr. Í dag notum við orðið yfir mismunandi gjaldmiðla, það er að segja hluti sem við borgum me...

Nánar

Af hverju er verðbólga og hvað er verðbólga?

Við getum skýrt verðbólgu út svona: Ef ísinn sem við kaupum í ísbúðinni í dag kostar 500 krónur, en sams konar ís kostaði 250 krónur í gær og aðrar vörur hækka einnig, þá er verðbólga. Orðið skýrir sig að einhverju leyti sjálft, verðið á hlutum sem við kaupum með peningunum bólgnar. Gylfi Magnússon skrifar ágæt...

Nánar

Hvernig eykst magn peninga í umferð í heiminum?

Peningar eru gefnir út af seðlabönkum og því verða þeir í þrengsta skilningi til við það að seðlabanki lætur prenta seðla eða slá mynt og setur í umferð. Til dæmis gæti þetta gerst þannig að ríkissjóður tekur lán í seðlabanka og fær það greitt í seðlum sem ríkissjóður notar svo til að kaupa fyrir vörur eða þjónust...

Nánar

Hvað er að vera krunk þegar maður er blankur?

Í Orðabók um slangur, slettur, bannorð og annað utangarðsmál frá 1982 er lýsingarorðið krunk fletta og merkingin sögð ‘peningalaus, blankur, krúkk’. Ekki er vísað til uppruna orðsins. Lýsingarorðið krúkk, sem vísað var til, er einnig fletta í slangurbókinni. Það er sagt tökuorð úr dönsku kruk í merkingunni ‘pening...

Nánar

Fleiri niðurstöður