Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 118 svör fundust

Hver er munurinn á sprungurein og sprungusveim?

Munurinn er eingöngu málfarslegur því að merkingin er hin sama: kerfi eða þyrping af samsíða sprungum. „Sprungusveimur" er bein þýðing úr ensku, „fissure swarm", en sumum finnst orðið „sveimur" fela í sér of mikla hreyfingu, samanber "flugnasveimur" = 'flugnager,' "sveim'"= 'reik,' 'rangl,' og "að sveima" = 'líða,...

Nánar

Hvort hafa fílar hala, skott, dindil eða rófu?

Spyrjandi bætir síðan við:Þetta hefur verið mikið umræðuefni á kaffistofunni þannig að gott væri að fá úr þessu skorið!Á ensku nefnist það sem hangir aftan á fílnum tail. Í íslensku er venja að kalla þennan afturliggjandi útlim hala líkt og hjá kúm. Nokkur hár eru á enda halans sem henta vel til að fæla burt f...

Nánar

Hvað er að guðlasta?

Í 125. grein almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með áorðnum breytingum, segir svo:Hver, sem opinberlega dregur dár að eða smánar trúarkenningar eða guðsdýrkun löglegs trúarbragðafélags, sem er hér á landi, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 3 mánuðum. Mál skal ekki höfða, nema að fyrirlagi saksóknara.Orðabók M...

Nánar

Beygist vefur ekki þannig: vefur - vef - vef - vefjar?

Jú, þetta er sú beyging sem ýmsar orðabækur sýna. Hins vegar finnst okkur eignarfallið "Vísindavefs" fara alveg eins vel og "Vísindavefjar" svo að við höfum hyllst til þess að nota báðar orðmyndirnar á víxl, bæði hér á vefsetrinu og í Morgunblaðinu. Við erum ekki þar með að leggja til að beygingu orðsins sé bre...

Nánar

Hvaðan fær Hvammstangi nafn sitt?

Hvammstangi. Hvammstangi er kauptún við austanverðan Miðfjörð í V-Húnavatnssýslu. Það er byggt við samnefndan tanga úr Hvammslandi, landi jarðanna Kirkjuhvamms og Syðsta-Hvamms, en stórir hvammar eru í hlíðum Vatnsnesfjalls ofan kaupstaðarins. Tanginn er rétt norðan við Hvammsána og er eini eiginlegi tanginn...

Nánar

Hvað þýðir „hæ” og hvaðan kemur það?

Hæ er kallorð (upphrópun), oftast notað í nútímamáli sem ávarp en í eldra máli einnig til að tjá fögnuð. Elstu dæmi um það í prentmáli eru frá 17. öld. Í dönsku er upphrópunin hej og er talin eiga rætur til lágþýsku hei [frb. hæ]. Upphrópunin er einnig gömul í háþýsku og hollensku sem hei. Enska upphrópunin hey...

Nánar

Hvernig á að fallbeygja orðið "banani" í fleirtölu?

Orðið banani fallbeygist svona: Eintala nf banani þf banana þgf banana ef banana Fleirtala nf bananar þf banana þgf banönum ef banana Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð ...

Nánar

Er til einhver skýring á því að svo ólík tungumál sem íslenska og finnska eiga það sameiginlegt að áhersla er alltaf á fyrsta atkvæði orðs?

Íslenska er germanskt mál af svokallaðri indóevrópskri málaætt. Talið er að áherslan hafi upprunalega verið frjáls innan indóevrópskra mála en með tímanum fest eftir ákveðnum reglum einstakra mála. Eitt einkenni germanskra mála í árdaga var að áhersla lá á fyrsta atkvæði. Þessu einkenni heldur íslenska enn. Fi...

Nánar

Hvers vegna heitir kirkja þessu nafni?

Orðið kirkja er eitt fjölmargra orða sem bárust í norrænan orðaforða fyrir áhrif frá kristni. Orðið er notað í öllum norrænum málum, í færeysku kirkja, dönsku og norsku kirke, í sænsku kyrka og nýnorsku kyrkje. Til Norðurlanda hefur það borist frá vestur-germönskum málum, sennilega úr fornensku cirice, cyrice (e....

Nánar

Hvernig segir maður 'íslensk rímorðasíða' á latínu og af hverju?

Hugtakið rím er ekki til í klassískri latínu. Rómverjar höfðu engan áhuga á rími og hugtakið varð sennilega ekki til fyrr en á miðöldum enda þótt lengi hefði tíðkast í mælskufræði að vekja athygli á orðum með svipaðar endingar. Það nefndu Grikkir homoiotelevton. Þá hefur sennilega ekki verið til neitt eitt orð fyr...

Nánar

Hvað eru til margir fossar á landinu sem heita Svartfoss?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Svartfoss er foss í Kollafirði á Ströndum. Hvað eru margir fossar á landinu með þetta nafn?Svartfoss er skammt frá Felli í Kollafirði í Strandasýslu. Hann sést langt að og notuðu sjófarendur hann fyrir mið (Þorsteinn Jósepsson og Steindór Steindórsson: Landið þitt Ísland I...

Nánar

Fleiri niðurstöður