Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 229 svör fundust

Eru eða hafa einhvern tímann verið til svartir ísbirnir?

Einu svörtu ísbirnirnir (Ursus maritimus) sem höfundi er kunnugt um, voru á viðvörunarskiltum á Svalbarða. Samkvæmt nýjustu fréttum eru þeir ísbirnir meira að segja orðnir hvítir! Eftir rannsóknum að dæma greindust ísbirnir frá brúnbjörnum (skógarbjörnum, Ursus arctos) fyrir rúmlega 100 þúsund árum á ísöld (ple...

Nánar

Af hverju lýsa sjálflýsandi armbönd og þess háttar?

Sjálflýsandi armbönd og ‘annað þess háttar’ byggja á efnahvörfum sem leiða til útgeislunar frá orkuríkum sameindum eða frumeindum. Slíkt nefnist hvarfljómun (e. chemiluminescence). Svonefnd útvermin (e. exothermic) efnahvörf valda orkumyndun jafnt sem nýmyndun efna. Dæmi um slík efnahvörf er til dæmis bruni...

Nánar

Hvað ræður því hvernig ljós er á litinn? Hvers vegna sjáum við til dæmis ljós í sama lit hvort sem við erum í vatni eða í lofti?

Almennt er litur ljóss tengdur við öldulengd ljóssins. Þetta er ekki skýrasti kostur í stöðunni, eins og spurningin ber með sér, því öldulengd ljóssins breytist með hraða ljóssins, þegar það fer úr einu efni í annað. Öldulengdarbreytingin stjórnast af stærð \(n\) sem kallast brotstuðull efnis og er hlutfall hraða...

Nánar

Eru tennurnar bein?

Tennur eru ekki bein, en þær sitja í beini. Tennur eru gerðar úr fjórum vefjum. Ysti vefurinn er svokallaður glerungur (e. enamel) sem er harðasta efni líkamans. Meginefni hans eða um 96% eru ólífræn steinefni, en afgangurinn er vatn og lífræn efni. Eðlilegur litur glerungs er allt frá ljósgulum til gráhvíts, en s...

Nánar

Af hverju er mjólkin hvít?

Einn spyrjandi spurði sérstaklega: Ég er leikskólakennari og fékk þessa spurningu, af hverju er mjólkin hvít? Ástæða þess að mjólk er hvít er að hún endurkastar öllu ljósi. Litir sem hlutir taka á sig fara eftir því hversu mikið ljós þeir draga í sig. Ef hlutur dregur allt ljós í sig og endurkastar engu þá ...

Nánar

Hversu stóran hluta Íslands þekja nútímahraun?

Nútímahraun eru hraun sem runnið hafa á Íslandi á jarðsögutímabilinu nútíma og ísaldarjökull hefur ekki gengið yfir. Skil á milli ísaldar og nútíma eru fyrir um 11.500 árum, þegar framrás ísaldarjökulsins lauk. Rétt er að hafa í huga að það tók jökulinn nokkur þúsund ár að hörfa og þess vegna er stundum gerður gre...

Nánar

Af hverju eru bananar gulir?

Til eru meira en 1000 afbrigði af banönum og koma þeir í ýmsum stærðum og litum. Afbrigðið sem Evrópubúar kannast best við kallast Cavendish. Cavendish-bananar eru upphaflega grænir vegna litarefnisins blaðgrænu í grænukornum frumna hýðisins. Þegar fræ banananna, sem eru inni í aldinkjötinu (þeim hluta banananna s...

Nánar

Af hverju eru spendýr ekki eins litskrúðug og margar aðrar dýrategundir?

Almennt er lítið um litadýrð meðal spendýra, til dæmis eru engin eiginleg græn spendýr til en sá litur finnst hins vegar víða meðal fugla, fiska, skriðdýra og skordýra, eins og fram kemur í svari við spurningunni Eru til græn spendýr? Liturinn á feldi spendýra ræðst af litarefninu melaníni. Það eru til tvö afb...

Nánar

Er hægt að búa til svart ljós?

Litur venjulegra hluta ræðst af ljósinu sem þeir endurkasta eins og nánar er lýst í nýlegu svari okkar við spurningunni Af hverju varpast skuggar ekki í lit? Þannig eru hlutir svartir af því að þeir senda ekkert ljós frá sér. Í fyrrnefndu svari er líka bent á að allir hlutir verða svartir í myrkri. Við tölum of...

Nánar

Getur komið jarpt afkvæmi undan brúnni meri og rauðum hesti?

Í mjög stuttu máli er svarið við þessari spurningu já: Það getur komið jarpt afkvæmi undan brúnu og rauðu. En skoðum málið aðeins nánar til að skilja hvers vegna. Aðallitir í hrossum og jafnframt þeir algengustu eru brúnn, jarpur og rauður. Tvö aðalefni ráða litnum, annað svart en hitt rautt eða rauðgult. ...

Nánar

Vaxa vatnsmelónur á trjám eða í jörðinni?

Vatnsmelóna er ávöxtur vatnsmelónuplöntunnar (Citrullus lanatus) en hún er af graskeraætt (Cucurbitaceae) eins og agúrkur, eggaldin og grasker. Vatnsmelónuplantan vex jarðlægt, og hefur vafningslegar greinar sem geta orðið allt að 10 metra langar. Vatnsmelónuplanta með stórar og þroskaðar melónur. Vatnsmelón...

Nánar

Hvað táknar serbneski fáninn?

Eins og mörg ríki hefur Serbía haft þónokkra fána en sá nýjasti varð til árið 2004. Fáninn er blár, rauður og hvítur. Litirnir liggja lárétt og er rauður efstur, næst kemur blár og hvítur er neðstur. Vinstra megin á fánanum er svo serbneska skjaldarmerkið en það samanstendur af tvíhöfða hvítum erni með rauðan lit ...

Nánar

Hvernig er alheimurinn á litinn?

Alheimurinn nær til alls sem við þekkjum, og er þar með það litríkasta sem hugsast getur! Við sjáum þó ekki alla þessa litadýrð frá jörðinni. Plánetan jörð er í grennd við sólina, sem er hluti af stjörnuþokunni okkar sem kallast Vetrarbrautin. Utan um þessi fyrirbæri alheimsins er gashjúpur sem gleypir suma lit...

Nánar

Af hverju eru flæmingjar bleikir?

Einhvers staðar segir 'þú ert það sem þú étur'. Þetta má vel heimfæra á flamingóa, eða flæmingja eins og þeir eru líka kallaðir á íslensku, því bleiki eða ljósrauði liturinn sem einkennir þá er tilkominn vegna fæðunnar sem þeir innbyrða. Í reynd eru flæmingjar ljósgráleitir þegar þeir koma úr eggi og fá ekki þenna...

Nánar

Hver eru helstu einkenni skriðdýra?

Skriðdýr (Reptilia) eru hryggdýr með misheitt blóð. Mörg þeirra hafa tvö pör af ganglimum og hefur hver ganglimur fimm tær með grófgerðum klóm. Slöngur og nokkrar eðlur hafa enga ganglimi og sæskjaldbökur hafa bægsli í stað ganglima. Skriðdýr hafa ekki tálkn, en vísi að þeim má þó sjá á fósturstigi, heldur anda m...

Nánar

Fleiri niðurstöður