Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 260 svör fundust
Hvar finn ég orðskýringar á hvað hugtök á borð við „innflutningur, heildsala og smásala“ þýða, aðallega í lagalegu tilliti?
Best er að leita að lagalegri þýðingu einstakra orða í bókinni Lögfræðiorðabók með skýringum sem gefin var út af Bókaútgáfunni Codex og Lagastofnun Háskóla Íslands árið 2008 undir ritstjórn Páls Sigurðssonar prófessors. Ef orðið sem leitað er að er ekki að finna í því ágæta riti er hægt að fá almennari merkingu þe...
Er leyfilegt að taka mig upp án þess að ég veiti samþykki fyrir upptökunni?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Góðan dag. Má taka mig upp án míns samþykkis, hvort sem um er að ræða videó eða raddupptöku? Um hljóðupptökur gilda tilteknar reglur sem hægt er að skoða á vef Persónuverndar. Þar segir þetta: Einstaklingar mega almennt ekki taka upp samtöl manna á milli eða ræð...
Ef EES-reglugerð er vitlaust þýdd, gildir þá ranga þýðingin?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Ef EES-reglugerð er innleidd í íslensk lög í rangri þýðingu hvort gildir þá upprunalega reglugerðin eða ranga íslenska þýðingin? Lögfræði, líkt og margar aðrar fræðigreinar, leggur mikið upp úr skýringu hugtaka. Úrlausn dómsmála sem varða mikilsverða hagsmuni getur ...
Hvað er ritstuldur?
Erlend heiti um það sem við nefnum ritstuld eru dregin af latneskum stofni sem kemur fram í sögninni plagiare sem merkir bókstaflega að stela annarra manna þræl eða hneppa frjálsan mann í þrældóm. Á ensku er talað um 'plagiarism' og á frönsku 'plagiat' en þessi orð eru ekki eingöngu höfð um "stuld" eða misnotkun á...
Hver er lagaleg skilgreining á orðinu hjúskapur?
Í lögum er ekki að finna neina hnitmiðaða skilgreiningu á hjúskaparhugtakinu. Hins vegar má komast þannig að orði að hjúskapur sé samningur með stöðluðum samningsskilmálum. Nú geta borgararnir gert margvíslega samninga sín í milli. Oft koma einstaklingar sér saman um samningsskilmála, ýmist skriflega eða munnl...
Hvaða lagaleg réttindi hefur ljósmyndari á almannafæri?
Í heild sinni var spurningin svona: Hvaða lagalegu réttindi hefur ljósmyndari á almannafæri, til dæmis í verslunarkjörnum eða öðrum fjölförnum stöðum á Íslandi? Í svarinu hér á eftir er gert ráð fyrir að spyrjandi eigi við rétt ljósmyndara til að taka myndir af einstaklingum en ekki bara byggingum, styttum eða s...
Má taka upp samtöl við lögregluna, til dæmis ef maður er stoppaður?
Vöktun með leynd, hvort sem um er að ræða mynd- eða hljóðupptöku, er ekki heimil. Þetta þýðir að þeir sem sæta vöktun, til dæmis á vinnustað, verða að vita af því. Á þessu geta þó verið undantekningar. Í sumum tilfellum er lögreglu heimilt að taka upp samtöl án vitneskju þeirra sem eru á upptökunni. Skilyrði ...
Hvernig kemur maður hugmynd að tölvuleik á framfæri?
Fyrir nokkrum áratugum var leikjagerð tiltölulega einföld. Oft sá einn aðili um alla þætti framleiðslunnar: Hönnun, forritun, grafík og hljóð. Nú til dags er framleiðsluferli tölvuleikja töluvert frábrugðið. Á bak við hvern útkominn leik liggur oft á tíðum vinna hundruða, ef ekki þúsunda, manna og algengt er að ko...
Getur eitthvað verið eðlilegt án þess að eitthvað annað sé óeðlilegt?
Þessari spurningu er erfitt að svara meðal annars vegna þess að það er ekki fullljóst hvað orðin „eðlilegt“ og „óeðlilegt“ eiga að merkja nákvæmlega. Áður en við veltum því fyrir okkur hvort eitthvað geti verið eðlilegt án þess að eitthvað annað sé óeðlilegt er því við hæfi að íhuga aðeins merkingu orðanna. Í ein...
Getur verið að staðsetning öreindar tengist bylgjueiginleikum og hraði hennar eindaeiginleikum?
Spyrjandi bætir við að spurningin sé borin upp vegna hugleiðinga um óvissulögmál Heisenbergs.Svarið er nei; ef svo væri þá mætti einnig halda því fram að hraðann væri hægt að ákvarða eins nákvæmlega og við vildum með betri og betri mælingum. Spurningar sem þessi vakna oft þegar reynt er að horfa á skammtafræði ...
Hvað er ritskýring?
Hugtökin ritskýring og ritskýrendur vísa yfirleitt til skýringa fræðimanna á guðfræðilegum texta. Það er fyrst og fremst hefð sem veldur því. Í ritinu Hugtök og heiti í bókmenntafræði segir þetta um túlkunarfræði: Túlkunarfræði (hermeneutik) var upphaflega tengd ritskýringu Biblíunnar, en á nýöld þegar r...
Hvað er rafhleðsla?
Spyrjandi segir í skeyti til svarshöfundar:Ég var að lesa svar þitt við spurningunni: Hvað er rafmagn? á Vísindavefnum. Ég þakka svarið en fannst þú ekki komast að kjarnanum í spurningunni vegna þess að í svarinu gerir þú ráð fyrir að rafhleðslur séu staðall. Spurningin var hins vegar um hvað þetta fyrirbæri sé. Þ...
Hvað eru til mörg orð í öllum heiminum?
Þessari spurningu er alls ekki hægt að svara með neinni vissu. Fyrir því eru margar ástæður. Fyrir það fyrsta er alls ekki ljóst hvað við eigum við með hugtakinu orð. Í orðabókum er orð skilgreint eitthvað á þessa leið: 'eining sem sett er saman úr málhljóðum (bókstöfum) og hefur ákveðna merkingu'. Hvað eigum v...
Hver fann upp eða byrjaði að nota hugtakið kynlíf?
Við lestur valinna bóka á sviði kynheilbrigðismála sem komu út hér á landi á tímabilinu 1943 og fram til ársins 1948 má greina breytingar á notkun á því yfirhugtaki sem meðal annars nær yfir kynvitund og kynhegðun mannsins, það er hugtakið kynlíf. Farið er að nota hugtakið kynlíf um miðja síðustu öld. Í bókinn...
Hvað merkir hugtakið landslag?
Orðið landslag er rótgróið í íslenskri tungu. Samkvæmt íslenskri orðabók táknar það „heildarútlit landsvæðis, form náttúru á tilteknum stað“ (Mörður Árnason, 2007). Þessi merking orðsins vísar annars vegar til hlutbundinna eiginleika lands og lögunar, hins vegar til þess að landslag er sjónrænt. Samkvæmt Orðabók u...