Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 11 svör fundust
Hvað verður um rótina þegar maður missir tönn?
Fyrsta fullorðinstönnin kemur við 6 ára aldurinn. Langoftast er það svokallaður sex ára jaxl sem kemur fyrir aftan barnatennurnar. Hvorki sex ára jaxlinn né jaxlarnir þar fyrir aftan koma í staðinn fyrir barnatennur. Hins vegar myndast framtennur, augntennur og framjaxlar undir rótum eða á milli róta barnatann...
Af hverju kallast bilið sem myndast milli framtannanna í efra gómi „frekjuskarð“?
Frekjuskarð er skarð milli framtanna í efra gómi. Það er líka nefnt skáldaskarð en skáldaskarð er þó oftar haft um hökuskarð. Hvaðan þessi heiti eru runnin er óvíst. Sú trú hefur fylgt hökuskarði að sá sem þannig fæðist verði skáldmæltur. Þangað er sótt orðið skáldaskarð. Hugsanlegt er að einhver ónafngreindu...
Hvað verða refir gamlir?
Þegar aldurinn fer að færast yfir villt dýr taka tennur að slitna og gulna og á það við um íslenska melrakkann sem önnur dýr. Þegar refir nálgast að fylla tug ára hefur tönnum fækkað og sérstaklega er algengt að framtennur vanti. Vígtennur eru orðnar slitnar og algengt er að krónan sé horfin við 10 ára aldur. Illa...
Hvað hafa ljón stórar tennur?
Ljón (Panthera leo), líkt og önnur kattardýr, eru rándýr og veiða sér önnur dýr til matar. Tennur þeirra eru því sérhæfðar til kjötáts og veiða. Fullorðin ljón hafa 30 tennur: 12 framtennur (6 í hvorum gómi), 4 vígtennur og 14 jaxla, 8 í efri góm en 6 í þeim neðri. Í þessu svari er gert ráð fyrir að spyrjendur ...
Er mjólkurneysla tannskemmandi?
Mjólk er af flestum ekki talin valda tannátu, jafnvel í mörgum tilvikum talin draga úr henni. Aftur á móti er alþekkt að ungbörn sem sofa með pela, fá tannskemmdir framan á framtennur efrigóms. Mjög fáar bitastæðar rannsóknir eru til þar sem áhrif mjólkurdrykkju á tannátu í fólki eru könnuð, enda er erfitt eða ...
Hvað er Cohen-heilkenni?
Cohen-heilkenni er ástand sem stafar af víkjandi stökkbreytingu á litningi átta sem er einn af líkamslitningunum. Til að heilkennið komi fram þarf barn að erfa stökkbreytta genið frá báðum foreldrum. Ekki er vitað hvaða prótín þetta gen geymir upplýsingar um en það er gallað eða óstarfhæft í einstaklingum með Cohe...
Er hættulegt að vera bitinn til blóðs af villtri íslenskri mús?
Öll spurningin hljóðaði svona: Er bit húsamúsa hættuleg? Hvað skal gera ef maður er bitinn til blóðs af villtri íslenskri mús? Stutta og einfalda svarið við spurningunni er já. Rétt er að ganga út frá því að bit dýra og manna sé slæmt og geti haft áhrif á heilsu okkar, sérstaklega ef bitið er til blóðs. ...
Hvaða risaeðlur fyrir utan grameðlur, ef einhverjar, átu nashyrningseðlur?
Nashyrningseðlan (e. triceratops, Triceratops horridus) var uppi seint á krítartímabilinu (fyrir um 72-65 miljónum ára). Hún var plöntuæta og hafði þrjú horn, tvö sem sköguðu fram á við ofan við augun og voru allt að einn metri á lengd, og eitt minna sem stóð upp frá efri kjálkanum líkt og hjá nashyrningum í dag. ...
Hvert var fyrsta spendýrið?
Þegar fjallað er um tilkomu og þróun nýrra hópa lífvera þá verður að hafa í huga að slíkt gerist ekki í einu vetfangi heldur eru breytingarnar hægfara. Sérkenni spendýra (Mammalia) eru afleiðing ármilljóna þróunar. Eins og fram kemur hér á eftir eru flestir steingervingafræðingar sammála um hvert var fyrsta „sanna...
Getið þið sagt mér frá vampírum, til dæmis leðurblökuvampírum og iglum?
Lesa má um iglur í svari sama höfundar við spurningunni Hvað lifa iglur (blóðsugur) lengi og hvernig fjölga þær sér? Hér verður því einvörðungu sagt frá vampíruleðurblökum.Leðurblökur (Chiroptera) hafa þróað með sér afar mismunandi leiðir við fæðuöflun. Fjölmargar tegundir éta ávexti og fræ og gegna mikilvægu hlut...
Viltu segja mér allt um merði?
Merðir eða marðardýr (Mustelidae) er stærsta ættin innan ættbálks rándýra. Núlifandi marðardýrum er skipt í fimm undirættir; otra (Lutrinae), greifingja (Melinae), hunangsgreifingja (Mellivorinae), merði (Mustelinae) og sléttugreifingja (Taxidiinae). Þessar undirættir skiptast síðan í 24 ættkvíslir og 56 tegundir....