Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 375 svör fundust
Hvað er fjörulalli?
Fjörulalli er íslensk kynjaskepna sem getið er um í þjóðsögum. Hún er sögð halda sig í sjónum en ganga stundum á land. Fjörulalli sést yfirleitt á ferli í skjóli nætur. Önnur heiti yfir kvikindið eru fjörudýr, fjörulabbi, lalli og skeljalabbi eða skeljalalli. Samkvæmt samantekt um íslenskar kynjaskepnur í þjóðsögu...
Hvernig eru stjörnur og reikistjörnur á litinn?
Hér er svarað eftirfarandi spurningum: Hvernig eru stjörnur á litinn? (Þórhildur) Hvernig eru reikistjörnur á litinn? (Stella Rut) Þegar maður horfir upp í himinninn á stjörnubjartri nóttu lægi ef til vill beint við að álykta að stjörnur séu hvítar á litinn; þannig koma þær allavega okkur flestum fyrir sjón...
Hæ Vísindavefur, getum við klárað allar íslenskar kennitölur?
Svarið við þessari spurningu er nei. Kennitölurnar klárast ekki, nema fæðingar á Íslandi verða fleiri en 79 á dag. Kennitala er 10 stafa tala. Fyrstu sex tölurnar eru búnar til úr fæðingardeginum, það er dagur, mánuður og ár (stytt í tvo tölustafi.) Næst kemur raðtala sem er tveir tölustafir, úthlutað frá og me...
Hvernig er einfaldast að skrifa íslenskar gæsalappir í tölvu?
Á Vísindavefnum er til eldra og mun ítarlegra svar við sambærilegri spurningu. En líf íslenskra tölvunotenda hefur einfaldast þó nokkuð síðan þá, að minnsta kosti hvað gæsalappir varðar. Í Microsoft Word 2010 er nefnilega mun auðveldara en áður að gera íslenskrar gæsalappir. Leiðbeiningarnar í þessu svari miðast ...
Af hverju eru sumar kindur styggar en aðrar ekki?
Breytileikinn er eitt af því sem einkennir lífið á jörðinni. Einstaklingar af sömu tegund eru mismunandi og það er mikilvæg forsenda fyrir því að lífið þróist. Þannig getur náttúruvalið farið að verka með því að þeir einstaklingar veljast úr sem hafa hagstæða eiginleika í því samhengi sem við á hverju sinni. Breyt...
Hver er skýringin á króknum á neðri skolti laxa?
Krókurinn sem vex upp úr neðri skolti á karlfiskum laxfiska, hængunum, er merki um karlmennsku þeirra. Krókurinn er notaður til að kyngreina lax en erfitt getur verið að kyngreina smáan nýgenginn lax (1-1,5 kg) því þá er goggurinn lítill. Krókurinn fer stækkandi í hlutfalli við stærð laxins. Þegar haustar og ...
Hvað eru til margar íslenskar fuglategundir hér á landi?
Á Íslandi eru um 80 tegundir varpfugla en það er litlu meira en á Suðurheimskautinu. Þar eru um 65 fuglategundir. Flestar fuglategundir eru í Suður-Ameríku, um 3.700 talsins. Hægt er að lesa meira um fuglategundir í svörum við spurningunum:Hvað eru til margar fuglategundir?Hvað eru margar dýrategundir á Ísla...
Af hverju virðast æðarnar á okkur bláar þótt blóðið sé rautt?
Blóðið í æðum okkar er yfirleitt rautt að lit. Þetta vita flestir sem hafa fengið sár sem blæðir úr. Rauði liturinn stafar af svokölluðu hemóglóbíni (e. hemoglobin), eða blóðrauða. Hemóglóbín sér um að flytja súrefni um líkamann með því að binda súrefnið við járn. Við þessa bindingu verður blóðið ljósrautt, en í s...
Hvað eru jöklabréf?
Jöklabréf (e. glacier bonds) er heiti sem notað er yfir skuldabréf sem erlendir aðilar hafa gefið út í íslenskum krónum. Þessi útgáfa hófst í ágúst árið 2005 og hefur vaxið mjög hratt síðan. Í grundvallaratriðum er enginn munur á jöklabréfum og skuldabréfi sem íslenskur banki hefur gefið út í sömu mynt, nema hv...
Hvers vegna eru stjörnurnar hvítar?
Í raun eru stjörnurnar ekki allar hvítar. Þær virðast aðeins vera það vegna þess að þær eru of litlar og daufar til að augu okkar greini litina í þeim. Augljósasta sannindamerkið um það að stjörnur eru ekki allar hvítar blasir við á himninum. Sólin okkar er stjarna og eins og allir vita er hún gul á l...
Hver er íslenska þýðingin á „leopard lizard“ og hvað getið þið sagt mér um hana?
Það sem á ensku kallast „leopard lizard“ er ekki ein tegund eðlna heldur þrjár sem allar tilheyra ættinni Crotaphytida og ættkvíslinni Gambelia. Þetta eru tegundirnar: Gambelia wislizenii (e. Long-nosed leopard lizard)Gambelia copei (e. Cope's leopard lizard)Gambelia sila (e. Blunt-nosed leopard lizard) Eins og fl...
Íslenskar gæsalappir eru „svona“, en hvar finn ég '„' á íslenska lyklaborðinu?
Athugasemd ritstjórnar: Glöggur lesandi benti okkur á hvernig fá má fram íslenskar gæsalappir í Macintosh OS X. Fyrri gæsalappirnar („) fást með því að halda inni ALT-hnappi lyklaborðsins og ýta um leið á 'Ð'. Hinar seinni (“) má fá með því að gera slíkt hið sama, en halda einnig inni skiptihnappi (e. shift). S...
Hver voru tíu vinsælustu svörin á Vísindavefnum árið 2012?
Samkvæmt vefmælingu Modernus voru tíu vinsælustu svör ársins 2012 á Vísindavefnum þessi hér: Er hægt að deyja úr leiðindum, til dæmis í dönskutíma? Hver er eðlilegur blóðþrýstingur? Hvað er „vanvirkur skjaldkirtill“ og hvað er til ráða? Hvað er gyllinæð og hvernig er hægt að losna við hana? Hver er meginupp...
Hvað merkir hugtakið fornbókmenntir?
Hugtakið fornbókmenntir er notað um tvennt, annars vegar fornar bókmenntir og hins vegar íslenskar bókmenntir fyrir siðaskipti, aðallega fyrir 14. öld. Hugtakið fornar bókmenntir er síðan aðallega notað um klassískar bókmenntir Grikkja og Rómverja en einnig mætti nota það um bókmenntir annarra þjóða. Af sama to...
Hvert er nýjasta spendýrið sem menn hafa fundið?
Margir núlifandi dýrafræðingar hefðu vafalaust viljað vera uppi á síðustu öld þegar menn voru enn að uppgötva nýjar tegundir spendýra í stórum stíl. Menn fóru inn í myrkviði Afríku og Suður-Ameríku og færðu heim upplýsingar um ótrúlegustu dýrategundir, þar á meðal mannapa. Þeir dagar eru liðnir og koma aldrei aftu...