Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 221 svör fundust

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Getur lofttæmi lyft loftskipi eins og vetni?

Svarið er já að því leyti að það er vel hægt að hugsa sér að lofttæmt ílát eða loftskip geti lyfst frá jörðu. Hins vegar höfum við prófað að leita að vacuum balloons á veraldarvefnum og niðurstöður þeirrar leitar benda til þess að mönnum hafi ekki tekist að smíða slíkt ílát og muni jafnvel aldrei takast það. Um...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Af hverju fær maður höfuðverk?

Höfuðverkur er sennilega algengasta sjúkdómseinkenni sem við þekkjum. Oftast er hann fylgifiskur sjúkdóma eða sótthita og er einungis örsjaldan merki um alvarlegan sjúkdóm í höfði. Höfuðverkur getur stafað frá ýmsum líffærahlutum, utan höfuðkúpu sem innan. Hann getur átt uppruna sinn í vöðvum og liðum á hálsi, kin...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Af hverju leitar sturtutjaldið inn að miðju sturtunnar þegar ég er í sturtu?

Vatnsdroparnir frá sturtuhausnum falla með vaxandi hraða á leið sinni niður á botninn eins og lýst er í svari sama höfundar við spurningunni Þegar hellt er úr glasi eða skrúfað frá krana, af hverju mjókkar bunan er neðar dregur og svo brotnar hún upp? Droparnir í sturtunni falla ekki í samfelldri bunu eins og k...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er snertiskyn?

Snertiskyn telst til húðskyns eins og varmaskyn (hitaskyn og kuldaskyn). Snertiskynið er elsta, frumstæðasta og þaulsetnasta skyn okkar. Það er fyrsta skynið sem við upplifum í móðurkviði og það síðasta sem við missum áður en við deyjum. Snerting er skynjuð þegar snertinemar í húðinni eða vefjum beint undir hen...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvers vegna krumpast tóm, lokuð plastflaska saman inni í ísskáp?

Í heild var spurningin svona:Hvers vegna krumpast lokaða plastflaskan saman (líkist lofttæmingu) ef hún stendur tóm í ísskápnum en ekki ef ég set þó ekki væri nema smávegis vökva í hana (né heldur ef smá op er á henni)? Svarið hefur með þéttingu lofts að gera þegar það er kælt niður. Loftið í kringum okkur er a...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hver er uppruni sólkerfis okkar?

Sólkerfið okkar byrjaði að myndast fyrir tæpum fimm milljörðum ára, þegar geysistórt gas- og rykský tók að falla saman. Er þrýstingur jókst í skýinu myndaðist frumsól í miðju þess og í efnisdisk umhverfis hana mynduðust reikistjörnur sólkerfisins. Fjallað er í rækilegra máli um uppruna sólkerfisins og reikistja...

category-iconJarðvísindi

Hvað er kvikuhlaup?

Kvikuhlaup er notað fyrir það fyrirbrigði þegar veggir kvikuhólfs í jarðskorpunni bresta vegna vaxandi þrýstings í hólfinu og kvikan leitar út í sprunguna sem myndast. Kvikufyllta sprungan (kvikugangurinn) getur lengst og víkkað og tekið til sín hluta af kvikunni í hólfinu. Þrýstingur í hólfinu fellur og getur það...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvernig fer ég að því að reikna út uppgufun úr sundlauginni okkar?

Spurningin öll hljóðaði svona: Við erum með sundlaug sem er 13 x 25 metrar sem er 29 gráður og vantar að vita hvað margir lítrar gufa upp á 24 tímum. Vatnsmagnið í lauginni er 400.000 lítrar. Ágætt væri að miða við ca 8 gráðu lofthita. Flestir hafa tekið eftir því að blautir hlutir þorna að lokum ef þeir er...

category-iconVeðurfræði

Hvað er loftvog og hvernig er hún notuð?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvað er barómetermælir og hvernig les maður úr þessum tveim vísum sem er í mælinum og af hverju heitir þetta barómeter? Loftvog er samheiti yfir tæki sem notuð eru til þess að mæla þrýsting loftsins. Neðstu loftlög hvíla undir þeim sem ofar liggja, hin efri þjappa hinum neðri s...

category-iconJarðvísindi

Hvernig myndast flóðbylgjur og af hverju?

Flóðbylgjur geta orðið til vegna jarðskjálfta en einnig vegna eldgosa og skriðufalla eða blöndu af þessu þrennu. Þegar flóðbylgja verður til vegna jarðskjálfta er það sökum lóðréttra hreyfinga á hafsbotninum. Við það kemst hreyfing á sjóinn og flóðbylgja fer af stað. Þegar jarðskjálfti á sér stað verða ekki alltaf...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hefur einræktaður (klónaður) einstaklingur eins fingraför og fyrirmyndin?

Í stuttu máli, nei. Eineggja tvíburar hafa ekki eins fingraför og því myndu einræktaðir einstaklingar ekki heldur hafa eins fingraför. Fingraför eineggja tvíbura eru reyndar mjög lík, en alls ekki eins. Ástæðan fyrir þessu er að mynstur fingrafara ræðst ekki eingöngu af erfðafræðilegum þáttum heldur líka því hv...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvers vegna eru loftbólur alveg kúlulaga en ekki sívalningslaga eða í laginu eins og regndropar?

Lögun loftbólna og regndropa byggist á samspili þriggja þátta, yfirborðsspennu, þrýstings og núnings. Í þessu svari verður gerð grein fyrir hvernig þessir þættir spila saman og hvaða form regndropar og loftbólur fá. Til að mynda kemur í ljós að regndropar eru sjaldnast í laginu eins og þeir eru oftast sýndir á tei...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Ef ég er um borð í hangandi lyftu og þrýsti höndum eða fótum með krafti á lyftugólfið, þyngist þá lyftan?

Hér er nauðsynlegt að gera sér fyrst skýra grein fyrir hvað átt er við með því að lyftan þyngist. Þyngd hlutar er sama og þyngdarkrafturinn sem verkar á hlutinn og er í beinu hlutfalli við massa hlutarins. Þyngd lyftuklefans breytist því ekki við nein uppátæki manna inni í lyftunni, og þyngd þeirra breytist ekki h...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað er kviksandur og hvernig verkar hann?

Kviksandur, kviksyndi eða sandbleyta er blanda af sandi og vatni. Hann getur hvorki myndast í kyrrstæðu vatni né haldist þar til lengdar því að þá fellur sandurinn til botns eins og við vitum, og við göngum á botninum eins og ekkert sé. Hins vegar getur kviksyndi myndast þar sem vatn sprettur upp undir sandi og ha...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Geta fiskar lifað í geimnum?

Fiskar geta ekki lifað í geimnum.Óvarðir og án útbúnaðar geta fiskar ekki lifað í geimnum, ekki frekar en menn. Fiskar draga súrefni úr vatni og það er ekkert vatn úti í geimnum. Jafnvel þótt fiskurinn fengi vatnsskál festa á hausinn á sér, eins og geimfarar eru með hjálma, myndi hinn lági þrýstingur í geimnum öru...

Fleiri niðurstöður