Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Landnám jarðar - útbreiðsla mannkyns síðustu tvær milljónir ára

Ritstjórn Vísindavefsins

Í tilefni af tíu ára afmæli Vísindavefsins verður almenningi boðið á fjóra fyrirlestra um vísindi, næstu fjóra laugardaga.

Fyrirlestrarnir verða í sal 132 í Öskju, klukkan 13:00-14:30.

Fyrsti fyrirlesturinn verður haldinn laugardaginn 30. janúar. Þá mun Orri Vésteinsson, lektor í fornleifafræði við HÍ, fjalla um landnám jarðar.

Erindið er hluti af fyrirlestraröðinni Vísindaeyjan: Landnám, loftslag og haf.

Hér er hægt að sækja fyrirlesturinn Landnám jarðar - útbreiðsla mannkyns síðustu tvær milljónir ára á pdf-sniði.

Hægt er að fá nánari upplýsingar um fyrirlesturinn á þessari Fasbókar-síðu. Þar er einnig hægt að tilkynna komu sína á erindið.

Ekkert landdýr hefur jafnmikla útbreiðslu á jörðinni og menn. Þeirri miklu útbreiðslu var náð löngu fyrir daga nútímasamgöngutækni. Fyrir tíu þúsund árum höfðu allar heimsálfur, að Suðurskautslandinu undanskildu, verið numdar og fyrir Kristburð höfðu menn sest að í öllum helstu vistkerfum jarðar. Þegar hinir svokölluðu landafundir Evrópumanna hófust í lok 15. aldar voru engin byggileg lönd eftir sem ekki höfðu verið þegar numin af mönnum.

Ýmsar hugmyndir hafa verið settar fram til að skýra þessa miklu útbreiðslu en þeim má gróflega skipta í tvo flokka. Annarsvegar snúast þær um eðli mannsins, að forvitni og ferðaþrá (Wanderlust) sé honum eðlislæg, og hinsvegar um tækni, til dæmis vald yfir eldi, siglingatækni eða veiðiaðferðir, sem hafi gert menn hæfari en aðrar dýrategundir til að dreifa sér um alla jörðina. Misjafnt er síðan hvort talið er að þessir þættir dugi einir og sér til að reka fólk af stað eða hvort til þurfi að koma til dæmis breytingar í umhverfi.

Slíkar skýringar má auðveldlega gagnrýna og í erindinu verður fjallað um kosti þeirra og galla og gerð tillaga um aðra nálgun.


Fyrirlesturinn var hluti af 10 ára afmæli Vísindavefsins og lokahátíð YOSCIWEB-verkefnisins

Útgáfudagur

25.1.2010

Spyrjandi

Ritstjórn

Efnisorð

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Landnám jarðar - útbreiðsla mannkyns síðustu tvær milljónir ára.“ Vísindavefurinn, 25. janúar 2010, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=70817.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2010, 25. janúar). Landnám jarðar - útbreiðsla mannkyns síðustu tvær milljónir ára. Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=70817

Ritstjórn Vísindavefsins. „Landnám jarðar - útbreiðsla mannkyns síðustu tvær milljónir ára.“ Vísindavefurinn. 25. jan. 2010. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=70817>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Landnám jarðar - útbreiðsla mannkyns síðustu tvær milljónir ára
Í tilefni af tíu ára afmæli Vísindavefsins verður almenningi boðið á fjóra fyrirlestra um vísindi, næstu fjóra laugardaga.

Fyrirlestrarnir verða í sal 132 í Öskju, klukkan 13:00-14:30.

Fyrsti fyrirlesturinn verður haldinn laugardaginn 30. janúar. Þá mun Orri Vésteinsson, lektor í fornleifafræði við HÍ, fjalla um landnám jarðar.

Erindið er hluti af fyrirlestraröðinni Vísindaeyjan: Landnám, loftslag og haf.

Hér er hægt að sækja fyrirlesturinn Landnám jarðar - útbreiðsla mannkyns síðustu tvær milljónir ára á pdf-sniði.

Hægt er að fá nánari upplýsingar um fyrirlesturinn á þessari Fasbókar-síðu. Þar er einnig hægt að tilkynna komu sína á erindið.

Ekkert landdýr hefur jafnmikla útbreiðslu á jörðinni og menn. Þeirri miklu útbreiðslu var náð löngu fyrir daga nútímasamgöngutækni. Fyrir tíu þúsund árum höfðu allar heimsálfur, að Suðurskautslandinu undanskildu, verið numdar og fyrir Kristburð höfðu menn sest að í öllum helstu vistkerfum jarðar. Þegar hinir svokölluðu landafundir Evrópumanna hófust í lok 15. aldar voru engin byggileg lönd eftir sem ekki höfðu verið þegar numin af mönnum.

Ýmsar hugmyndir hafa verið settar fram til að skýra þessa miklu útbreiðslu en þeim má gróflega skipta í tvo flokka. Annarsvegar snúast þær um eðli mannsins, að forvitni og ferðaþrá (Wanderlust) sé honum eðlislæg, og hinsvegar um tækni, til dæmis vald yfir eldi, siglingatækni eða veiðiaðferðir, sem hafi gert menn hæfari en aðrar dýrategundir til að dreifa sér um alla jörðina. Misjafnt er síðan hvort talið er að þessir þættir dugi einir og sér til að reka fólk af stað eða hvort til þurfi að koma til dæmis breytingar í umhverfi.

Slíkar skýringar má auðveldlega gagnrýna og í erindinu verður fjallað um kosti þeirra og galla og gerð tillaga um aðra nálgun.


Fyrirlesturinn var hluti af 10 ára afmæli Vísindavefsins og lokahátíð YOSCIWEB-verkefnisins...