Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvað er búddismi?

Haukur Már Helgason

Búddismi er trúarkenning og heimspeki boðuð í Indlandi af Gautama Buddha sem var uppi fyrir um 2500 árum (menn deila um nákvæmar dagsetningar en almennt er litið svo á að hann hafi fæðst um 563 og dáið um 483 fyrir Krist.)

Búddistar líta svo á að allt í heiminum sé hverfult. Ekki bara líkami mannsins heldur hann allur eigi takmarkaða tilvist í tíma og raunar sé einstaklingurinn, sjálfið, tilbúningur. Tilvist manns er líkt við logandi bál: Eldurinn er ekki eins neinar tvær stundir – þú hefur ekki fyrr litið á loga en hann er farinn – en við getum þó nefnt bálið sama nafni meðan það brennur.

Hér víkur Búdda af vegi þeirrar indversku heimspeki sem fyrir var en boðskapur hans á sér helst hliðstæðu í Grikkjanum Herakleitosi sem var nálega samtímamaður hans: Veröldin á sér enga endanlega undirstöðu. Í henni er allt síbreytilegt, ekki bara maðurinn. Allt í heiminum kemur og fer, verður til og hverfur. Þess vegna er mannleg tilvist sársaukafull. Einstaklingseðlið felur í sér takmarkanir; takmarkanir leiða af sér langanir og langanir valda áþján vegna þess að bæði maðurinn og það sem hann sækist eftir varir skamma stund, breytist og hverfur.

Búddismi er þá annars vegar fólginn í kenningu um heiminn af þessum meiði en hins vegar í því sem Gautama Búdda kenndi að væri lausn frá áþján heimsins, til þess sem meðal annars er nefnt nirvana. Lausnin er fólgin í hinum áttfalda vegi. Hann felst í eftirfarandi atriðum: Réttum viðhorfum, réttum ásetningi, réttri ræðu, réttri breytni, réttu líferni, réttri áreynslu, réttu hugarfari og réttri hugleiðslu.

Markmiðið, nirvana eða uppljómun, felst í að losa sig undan tímabundnum áhyggjum og áþjánum heimsins, uppræta losta, reiði og blekkingu. Nirvana er þó ekki ástand doða, ekki svo að sá uppljómaði sé bara „út úr heiminum." Gautama Búdda var mjög andsnúinn löngunum til deyfingar, slokknunar eða dauða. Í uppljómuninni er fólgið bjargræði.

Mörgum spurningum svaraði Gautama Búdda ekki en sagði að nirvana væri raunverulegt, því yrði ekki fulllýst með orðum í tungumáli, en menn gætu haft reynslu af því.

Mörg afbrigði búddisma hafa orðið til á þeim 2500 árum sem liðin eru frá því Gautama gekk. Þau afbrigði og ævi hans eru áhugaverð en verða ekki nánar rakin hér.

Heimild: Britannica.com

Höfundur

heimspekingur og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

26.9.2000

Spyrjandi

Arnljótur Sigurðsson, Arna Hlín Sigurðardóttir

Efnisorð

Tilvísun

Haukur Már Helgason. „Hvað er búddismi?“ Vísindavefurinn, 26. september 2000. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=938.

Haukur Már Helgason. (2000, 26. september). Hvað er búddismi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=938

Haukur Már Helgason. „Hvað er búddismi?“ Vísindavefurinn. 26. sep. 2000. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=938>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er búddismi?
Búddismi er trúarkenning og heimspeki boðuð í Indlandi af Gautama Buddha sem var uppi fyrir um 2500 árum (menn deila um nákvæmar dagsetningar en almennt er litið svo á að hann hafi fæðst um 563 og dáið um 483 fyrir Krist.)

Búddistar líta svo á að allt í heiminum sé hverfult. Ekki bara líkami mannsins heldur hann allur eigi takmarkaða tilvist í tíma og raunar sé einstaklingurinn, sjálfið, tilbúningur. Tilvist manns er líkt við logandi bál: Eldurinn er ekki eins neinar tvær stundir – þú hefur ekki fyrr litið á loga en hann er farinn – en við getum þó nefnt bálið sama nafni meðan það brennur.

Hér víkur Búdda af vegi þeirrar indversku heimspeki sem fyrir var en boðskapur hans á sér helst hliðstæðu í Grikkjanum Herakleitosi sem var nálega samtímamaður hans: Veröldin á sér enga endanlega undirstöðu. Í henni er allt síbreytilegt, ekki bara maðurinn. Allt í heiminum kemur og fer, verður til og hverfur. Þess vegna er mannleg tilvist sársaukafull. Einstaklingseðlið felur í sér takmarkanir; takmarkanir leiða af sér langanir og langanir valda áþján vegna þess að bæði maðurinn og það sem hann sækist eftir varir skamma stund, breytist og hverfur.

Búddismi er þá annars vegar fólginn í kenningu um heiminn af þessum meiði en hins vegar í því sem Gautama Búdda kenndi að væri lausn frá áþján heimsins, til þess sem meðal annars er nefnt nirvana. Lausnin er fólgin í hinum áttfalda vegi. Hann felst í eftirfarandi atriðum: Réttum viðhorfum, réttum ásetningi, réttri ræðu, réttri breytni, réttu líferni, réttri áreynslu, réttu hugarfari og réttri hugleiðslu.

Markmiðið, nirvana eða uppljómun, felst í að losa sig undan tímabundnum áhyggjum og áþjánum heimsins, uppræta losta, reiði og blekkingu. Nirvana er þó ekki ástand doða, ekki svo að sá uppljómaði sé bara „út úr heiminum." Gautama Búdda var mjög andsnúinn löngunum til deyfingar, slokknunar eða dauða. Í uppljómuninni er fólgið bjargræði.

Mörgum spurningum svaraði Gautama Búdda ekki en sagði að nirvana væri raunverulegt, því yrði ekki fulllýst með orðum í tungumáli, en menn gætu haft reynslu af því.

Mörg afbrigði búddisma hafa orðið til á þeim 2500 árum sem liðin eru frá því Gautama gekk. Þau afbrigði og ævi hans eru áhugaverð en verða ekki nánar rakin hér.

Heimild: Britannica.com

...