Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hvað er ísöld og hvenær myndast hún?

Sigurður Steinþórsson

Ísöld nefnist það þegar loftslag kólnar svo mjög um alla jörðina að jöklar þekja stór svæði sem ella væru auð, bæði á norður- og suðurhveli. Miðað er við að síðasta ísöld hafi hafist fyrir um 2,6 milljón árum (þó jöklar á norðlægum slóðum hafi tekið að vaxa fyrr), og þegar hún var í hámarki náðu heimskautajöklar langt suður í Þýskaland og Bretland; Ísland og landgrunnið var sennilega jökli hulið og í Norður-Ameríku var jökulröndin við vötnin miklu á landamærum Kanada og Bandaríkjanna. Svo mikið vatn var bundið í jöklum að sjávarborð stóð tugum metra neðar en nú.

Á ísaldartímabilum er Jörðin að stórum hluta þakin jöklum sem annars væru ekki til staðar. Myndin er tekin úr alþjóðlegu geimstöðinni og sýnir Greyjökul í Síle.

Ísöldinni lauk fyrir um 10.000 árum. Ekki var hún þó einn fimbulvetur, heldur skiptust á kuldaskeið og hlýskeið — hér á landi eru merki um einar 24 slíkar lotur, þar sem kuldaskeiðin kunna að hafa varað um 100.000 ár en hlýskeiðin mun skemur. Enn skilja menn ekki gerla hvað veldur ísöldum, enda telja sumir að ísöldinni sé ekki lokið og að nú sé hlýskeið sem brátt muni ljúka og nýtt kuldaskeið hefjast. Kenningar um ísaldir telja hátt á annað hundrað, en meðal helstu þátta sem þar koma við sögu eru einkum þessir:

  1. Geislun sólar breytist reglubundið.

  2. Afstaða jarðar og sólar breytist reglubundið — það heitir Milankovic-sveifla.

  3. Efni frá eldgosum, einkum brennisteinn í gosgufum, geta hindrað inngeislun sólarljóssins.

  4. Kerfi hafstrauma getur breyst skyndilega, þannig að hafsvæði eins og Norður-Atlantshaf, sem nú nýtur varma frá suðrænum hafstraumum, gæti breyst á skömmum tíma í íshaf. Ýmsar vísbendingar eru um að Golfstraumurinn hafi einmitt beinst þvert yfir Atlantshafið frá Karíbahafi til Portúgals á kuldaskeiðum ísaldarinnar, en norður í höf á hlýskeiðunum.

  5. Enn fremur eru vísbendingar um að þegar saman fara lítil geislun sólar, óheppileg afstaða jarðar og sólar, og mikil tíðni eldgosa, verði loftslag svo kalt að jafnvel geti leitt til kuldaskeiðs eða ísaldar.

Í jarðsögunni má sjá merki um margar ísaldir, en þó verða þær að teljast til undantekninga þannig að ísöld hefur ríkt tiltölulega mjög stuttan tíma í ævi jarðar.

Mynd:

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

8.8.2000

Spyrjandi

Jón Sævar Brynjólfsson, f. 1992

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hvað er ísöld og hvenær myndast hún?“ Vísindavefurinn, 8. ágúst 2000. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=750.

Sigurður Steinþórsson. (2000, 8. ágúst). Hvað er ísöld og hvenær myndast hún? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=750

Sigurður Steinþórsson. „Hvað er ísöld og hvenær myndast hún?“ Vísindavefurinn. 8. ágú. 2000. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=750>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er ísöld og hvenær myndast hún?
Ísöld nefnist það þegar loftslag kólnar svo mjög um alla jörðina að jöklar þekja stór svæði sem ella væru auð, bæði á norður- og suðurhveli. Miðað er við að síðasta ísöld hafi hafist fyrir um 2,6 milljón árum (þó jöklar á norðlægum slóðum hafi tekið að vaxa fyrr), og þegar hún var í hámarki náðu heimskautajöklar langt suður í Þýskaland og Bretland; Ísland og landgrunnið var sennilega jökli hulið og í Norður-Ameríku var jökulröndin við vötnin miklu á landamærum Kanada og Bandaríkjanna. Svo mikið vatn var bundið í jöklum að sjávarborð stóð tugum metra neðar en nú.

Á ísaldartímabilum er Jörðin að stórum hluta þakin jöklum sem annars væru ekki til staðar. Myndin er tekin úr alþjóðlegu geimstöðinni og sýnir Greyjökul í Síle.

Ísöldinni lauk fyrir um 10.000 árum. Ekki var hún þó einn fimbulvetur, heldur skiptust á kuldaskeið og hlýskeið — hér á landi eru merki um einar 24 slíkar lotur, þar sem kuldaskeiðin kunna að hafa varað um 100.000 ár en hlýskeiðin mun skemur. Enn skilja menn ekki gerla hvað veldur ísöldum, enda telja sumir að ísöldinni sé ekki lokið og að nú sé hlýskeið sem brátt muni ljúka og nýtt kuldaskeið hefjast. Kenningar um ísaldir telja hátt á annað hundrað, en meðal helstu þátta sem þar koma við sögu eru einkum þessir:

  1. Geislun sólar breytist reglubundið.

  2. Afstaða jarðar og sólar breytist reglubundið — það heitir Milankovic-sveifla.

  3. Efni frá eldgosum, einkum brennisteinn í gosgufum, geta hindrað inngeislun sólarljóssins.

  4. Kerfi hafstrauma getur breyst skyndilega, þannig að hafsvæði eins og Norður-Atlantshaf, sem nú nýtur varma frá suðrænum hafstraumum, gæti breyst á skömmum tíma í íshaf. Ýmsar vísbendingar eru um að Golfstraumurinn hafi einmitt beinst þvert yfir Atlantshafið frá Karíbahafi til Portúgals á kuldaskeiðum ísaldarinnar, en norður í höf á hlýskeiðunum.

  5. Enn fremur eru vísbendingar um að þegar saman fara lítil geislun sólar, óheppileg afstaða jarðar og sólar, og mikil tíðni eldgosa, verði loftslag svo kalt að jafnvel geti leitt til kuldaskeiðs eða ísaldar.

Í jarðsögunni má sjá merki um margar ísaldir, en þó verða þær að teljast til undantekninga þannig að ísöld hefur ríkt tiltölulega mjög stuttan tíma í ævi jarðar.

Mynd:

...