Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er taugahnoða?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Taugahnoð (e. ganglion) eða taugahnoðu (hnoða er hvorugkynsorð og beygist eins og auga) eru svæði í úttaugakerfinu, þar sem taugabolir og stundum stuttir taugaþræðir taugunga liggja þétt saman. Taugahnoð eru milliliðir í boðflutningi milli svæða í taugakerfinu, til dæmis milli miðtaugakerfis og úttaugakerfis eða milli miðtaugakerfis og líffæra líkamans.

Í stórum dráttum má skipta taugahnoðum í tvo flokka. Annars vegar eru skyntaugahnoðu og hins vegar sjálfvirk taugahnoðu. Algengustu taugahnoðun eru bakrótarhnoðu en þau eru greinileg á öllum mænutaugum rétt fyrir utan mænuna. Mænutaugar eru allar blandaðar taugar með bæði skyn- og hreyfitaugunga. Rétt fyrir utan mænuna greinist hver mænutaug í kviðrót með hreyfitaugaþráðum og bakrót með skyntaugaþráðum. Á bakrót hverrar mænutaugar er taugahnoða þar sem taugabolir allra skyntaugunga í tauginni liggja þétt saman og mynda greinilegt þykkildi.

Á bakrót hverrar mænutaugar er taugahnoða þar sem taugabolir allra skyntaugunga í tauginni liggja þétt saman og mynda greinilegt þykkildi.

Heilataugahnoðu eru önnur gerð af skyntaugahnoðum. Þau eru sambærileg við bakrótarhnoðu nema að þau eru á heilataugum. Rætur tauga þeirra eru fyrir innan höfuðkúpuna en hnoðun sjálf eru fyrir utan hana. Sem dæmi má nefna að þrenndartaugahnoðað er fyrir utan gagnaugabein höfuðkúpu en taug þess er tengd við miðbrúarsvæði heilastofns.

Hinn meginflokkur taugahnoða tilheyrir sjálfvirka taugakerfinu sem skiptist í drif- og seftaugakerfi. Sjálfvirku hnoðun eru við líffærin sem þau stýra eða jafnvel inni í þeim. Í driftaugakerfinu tengjast taugahnoðu í keðju meðfram hryggnum (e. sympathetic chain ganglia). Einnig eru þrjú hnoðu fyrir ofan keðjuhnoðun, í hálsinum (paravertebral ganglia) og önnur þrjú fyrir framan hrygginn (e. prevertebral ganglia). Þessi hnoðu taka við boðum frá allri mænu nema neðsta hlutanum og senda áfram til líffæra í hálsi, höfði, brjóst-, kviðar- og mjaðmaholi til að stjórna drifþáttum samvægisferla.

Annar hópur sjálfvirkra taugahnoða eru endahnoðun (e. terminal ganglia) sem taka við boðum frá heilataugum og neðstu mænutaugum (frá spjaldhryggnum) og stjórna sefþáttum samvægisferla líkamans. Þessi tvö sett af sjálfvirkum taugahnoðum, drif- og sef-, tengjast sömu líffærum - annað boðið er frá keðjuhnoðunum og hitt frá endahnoðunum - og stjórna saman starfsemi tiltekins líffæris. Þannig fær hjartað til dæmis tvenns konar boð, annað sem eykur hjartsláttartíðni og hitt sem dregur úr henni.

Svipuð fyrirbæri og taugahnoðu koma einnig fyrir í miðtaugakerfinu en kallast yfirleitt kjarnar (e. nuclei) þar. Sem dæmi má nefna grunnkjarna djúpt í hvelaheila. Vanstarfsemi þeirra leiðir til Parkinson-sjúkdómsins. Eins og taugahnoð eru kjarnar milliliðir í boðflutningi milli svæða í taugakerfinu.

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

13.5.2014

Spyrjandi

Sigurbjörg Jónsdóttir, Ragnheiður Eyjólfsdóttir

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað er taugahnoða?“ Vísindavefurinn, 13. maí 2014, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=65835.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2014, 13. maí). Hvað er taugahnoða? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=65835

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað er taugahnoða?“ Vísindavefurinn. 13. maí. 2014. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=65835>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er taugahnoða?
Taugahnoð (e. ganglion) eða taugahnoðu (hnoða er hvorugkynsorð og beygist eins og auga) eru svæði í úttaugakerfinu, þar sem taugabolir og stundum stuttir taugaþræðir taugunga liggja þétt saman. Taugahnoð eru milliliðir í boðflutningi milli svæða í taugakerfinu, til dæmis milli miðtaugakerfis og úttaugakerfis eða milli miðtaugakerfis og líffæra líkamans.

Í stórum dráttum má skipta taugahnoðum í tvo flokka. Annars vegar eru skyntaugahnoðu og hins vegar sjálfvirk taugahnoðu. Algengustu taugahnoðun eru bakrótarhnoðu en þau eru greinileg á öllum mænutaugum rétt fyrir utan mænuna. Mænutaugar eru allar blandaðar taugar með bæði skyn- og hreyfitaugunga. Rétt fyrir utan mænuna greinist hver mænutaug í kviðrót með hreyfitaugaþráðum og bakrót með skyntaugaþráðum. Á bakrót hverrar mænutaugar er taugahnoða þar sem taugabolir allra skyntaugunga í tauginni liggja þétt saman og mynda greinilegt þykkildi.

Á bakrót hverrar mænutaugar er taugahnoða þar sem taugabolir allra skyntaugunga í tauginni liggja þétt saman og mynda greinilegt þykkildi.

Heilataugahnoðu eru önnur gerð af skyntaugahnoðum. Þau eru sambærileg við bakrótarhnoðu nema að þau eru á heilataugum. Rætur tauga þeirra eru fyrir innan höfuðkúpuna en hnoðun sjálf eru fyrir utan hana. Sem dæmi má nefna að þrenndartaugahnoðað er fyrir utan gagnaugabein höfuðkúpu en taug þess er tengd við miðbrúarsvæði heilastofns.

Hinn meginflokkur taugahnoða tilheyrir sjálfvirka taugakerfinu sem skiptist í drif- og seftaugakerfi. Sjálfvirku hnoðun eru við líffærin sem þau stýra eða jafnvel inni í þeim. Í driftaugakerfinu tengjast taugahnoðu í keðju meðfram hryggnum (e. sympathetic chain ganglia). Einnig eru þrjú hnoðu fyrir ofan keðjuhnoðun, í hálsinum (paravertebral ganglia) og önnur þrjú fyrir framan hrygginn (e. prevertebral ganglia). Þessi hnoðu taka við boðum frá allri mænu nema neðsta hlutanum og senda áfram til líffæra í hálsi, höfði, brjóst-, kviðar- og mjaðmaholi til að stjórna drifþáttum samvægisferla.

Annar hópur sjálfvirkra taugahnoða eru endahnoðun (e. terminal ganglia) sem taka við boðum frá heilataugum og neðstu mænutaugum (frá spjaldhryggnum) og stjórna sefþáttum samvægisferla líkamans. Þessi tvö sett af sjálfvirkum taugahnoðum, drif- og sef-, tengjast sömu líffærum - annað boðið er frá keðjuhnoðunum og hitt frá endahnoðunum - og stjórna saman starfsemi tiltekins líffæris. Þannig fær hjartað til dæmis tvenns konar boð, annað sem eykur hjartsláttartíðni og hitt sem dregur úr henni.

Svipuð fyrirbæri og taugahnoðu koma einnig fyrir í miðtaugakerfinu en kallast yfirleitt kjarnar (e. nuclei) þar. Sem dæmi má nefna grunnkjarna djúpt í hvelaheila. Vanstarfsemi þeirra leiðir til Parkinson-sjúkdómsins. Eins og taugahnoð eru kjarnar milliliðir í boðflutningi milli svæða í taugakerfinu.

Heimildir:

Mynd:

...