Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hvað einkennir svokallaða klámkynslóð?

Guðbjörg Hildur Kolbeins

Fræðimönnum ber ekki saman um hver hin eiginlega klámkynslóð sé, það er við hvaða aldur eigi að miða, en almennt er talið að hin svokallaða klámkynslóð sé ungt fólk sem elst upp við klám í umhverfi sínu. Klámið hafi síðan þau áhrif að ungmennin tileinki sér boðskap klámsins og þau viðhorf og lífsgildi sem í því séu falin.

Á síðasta áratug hefur klámmyndaiðnaðurinn fært sig af jaðrinum og inn í daglegt líf fólks í gegnum auglýsingar, sjónvarpsefni, tónlistarmyndbönd og internetið. Klámmyndaleikkonur leika í tónlistarmyndböndum og klámmyndaleikstjórar eru fengnir til að leikstýra myndböndum tónlistarmanna, svo sem Britney Spears, sem ungir aðdáendur líta upp til. Fyrir bragðið bera tónlistarmyndböndin þess merki að fólk úr klámmyndaiðnaðinum hafi komið þar nærri. Afleiðingarnar geta verið að ungt fólk tileinki sér þann klæðnað, ímyndir og tákn sem einkenna klám. Má nefna að á sænsku unglingasíðunni Snyggast, birta ungar stúlkur myndir af sér fáklæddum í eggjandi stellingum og bjóða gestum heimasíðunnar að gefa sér einkunn.



Á síðasta áratug hefur klámiðnaðurinn

fært sig inn í daglegt líf fólks

Þessi þróun hefur valdið yfirvöldum talsverðum áhyggjum og fór Norræna ráðherranefndin til dæmis fram á að áhrif kláms og klámnotkun ungs fólks á Norðurlöndunum yrði könnuð. Slík rannsókn var gerð árið 2005 og hér á landi svöruðu 323 unglingar á aldrinum 14 til 18 ára spurningalista. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að 96% stráka og 89% stelpna höfðu séð klám. Unglingarnir voru yfirleitt 11 til 12 ára þegar þeir sáu klám í fyrsta skipti. Hins vegar ber að taka fram að 60% svarenda höfðu séð klám gegn eigin vilja. Oftast höfðu unglingarnir séð klám í sjónvarpi, á netinu eða í klámblöðum. Athyglisvert er að ungmennin töldu sig einnig hafa séð klám í dagblöðum og almennum tímaritum.

Strákar höfðu séð klám mun oftar en stelpur. Einn af hverjum fimm strákum sagðist sjá klám daglega en aðeins 2% stelpnanna sögðust sjá klám það oft. Strákar skoðuðu klám yfirleitt sér til skemmtunar og til sjálfsfróunar og voru þá yfirleitt einir heima hjá sér, en stelpurnar skoðuðu klám af forvitni með vinum sínum, ýmist heima hjá sér eða hjá vinum. Stelpur töldu sig einnig oft sjá klám í sprettigluggum á netinu og í ruslpósti.

Mikill munur var á viðhorfum kynjanna til kláms. Stelpum fannst klámið yfirleitt ógeðslegt og þær töldu að það leiddi til nauðgana og vændis, en strákum fannst það skemmtilegt og töldu að það veitti þeim upplýsingar um kynlíf. Strákar voru einnig líklegri en stelpur til að hafa reynt eitthvað sem þeir höfðu séð í klámmyndum. Klámið gerði stelpur hins vegar óánægðar með líkama sína, en þar sem mörgum stelpnanna fannst klámmyndaleikkonur hafa stór brjóst og fallega líkama er ef til vill ekki skrýtið að klámið hafi haft þau áhrif. Einnig sögðu þær að klámið vekti með þeim ótta um að standa sig ekki nógu vel í rúminu.

Í rannsókninni kom einnig fram að 11,5% unglinganna höfðu haft endaþarmsmök og 7,7% haft samfarir við fleiri en einn í einu. Samband reyndist á milli klámnotkunar og að hafa haft kynmök við marga í einu; því oftar sem unglingurinn sá klám, því líklegri var hann til að hafa verið með mörgum í einu. Einnig voru tengsl á milli klámnotkunar og aldurs við fyrstu kynmök, það er að segja því fyrr sem unglingurinn hafði fyrst kynmök, því oftar sá hann klám.

Þess má geta að því oftar sem unglingarnir sáu klám þeim mun líklegri voru þeir til að segja að vinir þeirra notuðu klám, að strákar ræddu mikið um klám, að stelpur sem notuðu klám væri svalar, að það væri í lagi fyrir tvær stelpur að sofa saman og að mörgum stelpum og strákum fyndist kynlífið meira spennandi ef hinn aðilinn veitti smá mótspyrnu.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Mynd: Vera.is

Höfundur

doktor í fjölmiðlafræði

Útgáfudagur

11.12.2006

Spyrjandi

Birta Sæmundsdóttir

Tilvísun

Guðbjörg Hildur Kolbeins. „Hvað einkennir svokallaða klámkynslóð?“ Vísindavefurinn, 11. desember 2006. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6429..

Guðbjörg Hildur Kolbeins. (2006, 11. desember). Hvað einkennir svokallaða klámkynslóð? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6429.

Guðbjörg Hildur Kolbeins. „Hvað einkennir svokallaða klámkynslóð?“ Vísindavefurinn. 11. des. 2006. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6429.>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað einkennir svokallaða klámkynslóð?
Fræðimönnum ber ekki saman um hver hin eiginlega klámkynslóð sé, það er við hvaða aldur eigi að miða, en almennt er talið að hin svokallaða klámkynslóð sé ungt fólk sem elst upp við klám í umhverfi sínu. Klámið hafi síðan þau áhrif að ungmennin tileinki sér boðskap klámsins og þau viðhorf og lífsgildi sem í því séu falin.

Á síðasta áratug hefur klámmyndaiðnaðurinn fært sig af jaðrinum og inn í daglegt líf fólks í gegnum auglýsingar, sjónvarpsefni, tónlistarmyndbönd og internetið. Klámmyndaleikkonur leika í tónlistarmyndböndum og klámmyndaleikstjórar eru fengnir til að leikstýra myndböndum tónlistarmanna, svo sem Britney Spears, sem ungir aðdáendur líta upp til. Fyrir bragðið bera tónlistarmyndböndin þess merki að fólk úr klámmyndaiðnaðinum hafi komið þar nærri. Afleiðingarnar geta verið að ungt fólk tileinki sér þann klæðnað, ímyndir og tákn sem einkenna klám. Má nefna að á sænsku unglingasíðunni Snyggast, birta ungar stúlkur myndir af sér fáklæddum í eggjandi stellingum og bjóða gestum heimasíðunnar að gefa sér einkunn.



Á síðasta áratug hefur klámiðnaðurinn

fært sig inn í daglegt líf fólks

Þessi þróun hefur valdið yfirvöldum talsverðum áhyggjum og fór Norræna ráðherranefndin til dæmis fram á að áhrif kláms og klámnotkun ungs fólks á Norðurlöndunum yrði könnuð. Slík rannsókn var gerð árið 2005 og hér á landi svöruðu 323 unglingar á aldrinum 14 til 18 ára spurningalista. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að 96% stráka og 89% stelpna höfðu séð klám. Unglingarnir voru yfirleitt 11 til 12 ára þegar þeir sáu klám í fyrsta skipti. Hins vegar ber að taka fram að 60% svarenda höfðu séð klám gegn eigin vilja. Oftast höfðu unglingarnir séð klám í sjónvarpi, á netinu eða í klámblöðum. Athyglisvert er að ungmennin töldu sig einnig hafa séð klám í dagblöðum og almennum tímaritum.

Strákar höfðu séð klám mun oftar en stelpur. Einn af hverjum fimm strákum sagðist sjá klám daglega en aðeins 2% stelpnanna sögðust sjá klám það oft. Strákar skoðuðu klám yfirleitt sér til skemmtunar og til sjálfsfróunar og voru þá yfirleitt einir heima hjá sér, en stelpurnar skoðuðu klám af forvitni með vinum sínum, ýmist heima hjá sér eða hjá vinum. Stelpur töldu sig einnig oft sjá klám í sprettigluggum á netinu og í ruslpósti.

Mikill munur var á viðhorfum kynjanna til kláms. Stelpum fannst klámið yfirleitt ógeðslegt og þær töldu að það leiddi til nauðgana og vændis, en strákum fannst það skemmtilegt og töldu að það veitti þeim upplýsingar um kynlíf. Strákar voru einnig líklegri en stelpur til að hafa reynt eitthvað sem þeir höfðu séð í klámmyndum. Klámið gerði stelpur hins vegar óánægðar með líkama sína, en þar sem mörgum stelpnanna fannst klámmyndaleikkonur hafa stór brjóst og fallega líkama er ef til vill ekki skrýtið að klámið hafi haft þau áhrif. Einnig sögðu þær að klámið vekti með þeim ótta um að standa sig ekki nógu vel í rúminu.

Í rannsókninni kom einnig fram að 11,5% unglinganna höfðu haft endaþarmsmök og 7,7% haft samfarir við fleiri en einn í einu. Samband reyndist á milli klámnotkunar og að hafa haft kynmök við marga í einu; því oftar sem unglingurinn sá klám, því líklegri var hann til að hafa verið með mörgum í einu. Einnig voru tengsl á milli klámnotkunar og aldurs við fyrstu kynmök, það er að segja því fyrr sem unglingurinn hafði fyrst kynmök, því oftar sá hann klám.

Þess má geta að því oftar sem unglingarnir sáu klám þeim mun líklegri voru þeir til að segja að vinir þeirra notuðu klám, að strákar ræddu mikið um klám, að stelpur sem notuðu klám væri svalar, að það væri í lagi fyrir tvær stelpur að sofa saman og að mörgum stelpum og strákum fyndist kynlífið meira spennandi ef hinn aðilinn veitti smá mótspyrnu.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Mynd: Vera.is...