Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Af hverju er skrift til?

Ian Watson

Í mörgum menningarsamfélögum þar sem ritmál var óþekkt lifði fólk samt sem áður góðu og innihaldsríku lífi. Jafnvel nú þegar nær allir jarðarbúar hafa einhverja reynslu af ritmáli er til fólk sem hvorki getur lesið né skrifað, en þar á meðal eru margar milljónir barna.

Í samfélögum án ritmáls myndast oft hefð fyrir munnlegri geymd og á fólk þar oft auðveldara með að leggja á minnið sögur og aðrar munnlegar upplýsingar sem síðan ganga mann fram af manni. Þessi hæfileiki virðist ekki jafn algengur í menningarsamfélögum þar sem ritað mál er mikið notað. Lögsögumenn á Alþingi til forna þurftu til dæmis að læra öll lög landsins og þylja þau upp eftir minni. Lesa má meira um þetta í svari Unnars Árnasonar við spurningunni: Báru lögsögumenn á Alþingi til forna einhvern hlut sem merki um stöðu sína? Líkt og biskupar báru bagal?


Númeraplötur á bílum eru eitt margra dæma um notkun ritmáls í nútímasamfélagi.

Þróun ritmáls bauð fólki hins vegar upp á ýmsa möguleika sem annars hefðu ekki staðið þeim til boða. Með ritmáli geta upplýsingar geymst yfir langan tíma, til að mynda á styttum og minnismerkjum. Það gerir fólki kleift að skrásetja samninga og annað samkomulag milli manna. Daglegt líf byggir líka að miklu leyti á notkun ritmáls, meðal annars í bókhaldi, skáldsögum, uppskriftum, dagbókum, lyfseðlum, legsteinum, bílnúmerum, stöðumælasektum, internetinu og í menntakerfinu. Mögulega mætti fullnægja sömu þörfum án ritaðs máls, en með hjálp þess má gera það á styttri tíma og með minni fyrirhöfn.

Hvert samfélag hefur yfirleitt sameiginlegt ritmál þar sem samkomuleg hefur myndast um merkingu hvers tákns. Jafnan eru þessar skriftarvenjur kenndar í skólum sem hluti af grunnmenntun. Þetta tryggir að rituð samskipti gangi snuðrulaust fyrir sig og fólk getur verið öruggt um að aðrir skilji allt sem það skrifar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Mynd


Hér má einnig finna sama svar á ensku.

Höfundur

aðjúnkt í félagsvísinda- og hagfræðideild Viðskiptaháskólans á Bifröst

Útgáfudagur

15.11.2006

Spyrjandi

Veronica Sjöfn, f. 1996

Tilvísun

Ian Watson. „Af hverju er skrift til?“ Vísindavefurinn, 15. nóvember 2006. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6381.

Ian Watson. (2006, 15. nóvember). Af hverju er skrift til? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6381

Ian Watson. „Af hverju er skrift til?“ Vísindavefurinn. 15. nóv. 2006. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6381>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju er skrift til?
Í mörgum menningarsamfélögum þar sem ritmál var óþekkt lifði fólk samt sem áður góðu og innihaldsríku lífi. Jafnvel nú þegar nær allir jarðarbúar hafa einhverja reynslu af ritmáli er til fólk sem hvorki getur lesið né skrifað, en þar á meðal eru margar milljónir barna.

Í samfélögum án ritmáls myndast oft hefð fyrir munnlegri geymd og á fólk þar oft auðveldara með að leggja á minnið sögur og aðrar munnlegar upplýsingar sem síðan ganga mann fram af manni. Þessi hæfileiki virðist ekki jafn algengur í menningarsamfélögum þar sem ritað mál er mikið notað. Lögsögumenn á Alþingi til forna þurftu til dæmis að læra öll lög landsins og þylja þau upp eftir minni. Lesa má meira um þetta í svari Unnars Árnasonar við spurningunni: Báru lögsögumenn á Alþingi til forna einhvern hlut sem merki um stöðu sína? Líkt og biskupar báru bagal?


Númeraplötur á bílum eru eitt margra dæma um notkun ritmáls í nútímasamfélagi.

Þróun ritmáls bauð fólki hins vegar upp á ýmsa möguleika sem annars hefðu ekki staðið þeim til boða. Með ritmáli geta upplýsingar geymst yfir langan tíma, til að mynda á styttum og minnismerkjum. Það gerir fólki kleift að skrásetja samninga og annað samkomulag milli manna. Daglegt líf byggir líka að miklu leyti á notkun ritmáls, meðal annars í bókhaldi, skáldsögum, uppskriftum, dagbókum, lyfseðlum, legsteinum, bílnúmerum, stöðumælasektum, internetinu og í menntakerfinu. Mögulega mætti fullnægja sömu þörfum án ritaðs máls, en með hjálp þess má gera það á styttri tíma og með minni fyrirhöfn.

Hvert samfélag hefur yfirleitt sameiginlegt ritmál þar sem samkomuleg hefur myndast um merkingu hvers tákns. Jafnan eru þessar skriftarvenjur kenndar í skólum sem hluti af grunnmenntun. Þetta tryggir að rituð samskipti gangi snuðrulaust fyrir sig og fólk getur verið öruggt um að aðrir skilji allt sem það skrifar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Mynd


Hér má einnig finna sama svar á ensku....