Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvaða aðstæður urðu til þess að kona gat orðið forseti á Íslandi 1980?

Björn Reynir Halldórsson

Allt frá stofnun lýðveldis á Íslandi hafa konur jafnt sem karlar mátt bjóða sig fram til forseta. Það liðu þó 36 ár frá lýðveldisstofnun og þar til Vigdís Finnbogadóttir var kjörinn forseti Íslands árið 1980. Þetta þóttu mikil tíðindi, hún var ekki aðeins fyrst kvenna til að gegna embætti forseta á Íslandi heldur fyrst kvenna í heiminum til að gegna embætti þjóðkjörins forseta.

Kjör Vigdísar kom í kjölfarið á annarri bylgju femínismans undir lok sjöunda áratugarins og á þeim áttunda. Rauðsokkuhreyfingin var stofnuð árið 1970 og barðist gegn kynjamisrétti, bæði augljósu og földu. Vöktu Rauðsokkur athygli á málum á borð við getnaðarvarnir, fóstureyðingar, heimilisstörf, barnauppeldi og önnur mál er vörðuðu daglegt líf kvenna. Rauðsokkur tóku einnig þátt í að skipuleggja kvennafrídaginn 24. október 1975 þegar íslenskar konur lögðu niður vinnu og flykktust á baráttufundi víðsvegar um landið. Í Reykjavík komu konur saman á Lækjartorgi og er talið að 25-30.000 manns hafi verið þar samankomin, aðallega konur.

Frá útifundi á Lækjartorgi á kvennafrídaginn 24. október 1975.

Konur sóttu fram á ýmsum sviðum á áttunda áratug 20. aldar. Frá því að kona tók fyrst sæti á Alþingi árið 1922 og fram til 1971 sat oftast ein kona á Alþingi, í mesta lagi tvær en þó komu tímabil þar sem engin kona var þingmaður. Allan áttunda áratuginn sátu hins vegar alltaf þrjár konur á þingi, lítið skef en í rétta átt. Árið 1970 varð Auður Auðuns fyrsta konan á Íslandi til að gegna ráðherraembætti, Auður Þorbergsdóttir varð fyrst kvenna skipuð borgardómari í Reykjavík og og Auður Eir Vilhjálmsdóttir hlaut prestsvígslu fyrst kvenna árið 1974. Þá má geta þess að árið 1976 voru sett lög um jafnrétti kvenna og karla og áttu þau að stuðla að jafnrétti og jafnri stöðu kynjanna.

Þegar ljóst var árið 1980 að Kristján Eldjárn forseti Íslands ætlaði ekki að sitja áfram fannst mörgum kominn tími til að kona yrði í framboði. Nafn Vigdísar Finnbogadóttur bar fljótt á góma en nokkur önnur nöfn voru líka nefnd. Framboð til forseta hafði hins vegar ekki hvarflað að Vigdísi og var hún mjög treg til að gefa kost á sér. Hún lét þó að lokum til leiðast, ekki síst eftir að hafa fengið skeyti frá áhöfninni á Guðbjarti ÍS þar sem hún var hvött til að bjóða sig fram.

Þrátt fyrir að kvennasamtök hefðu óformlega leitað að konu til að bjóða sig fram naut Vigdís aldrei formlegs stuðnings neinna slíkra samtaka. Það var afstaða margra femínista að kynferði ætti ekki að skipta máli og lýsti Kvenréttindafélag Íslands ekki yfir stuðning við neinn frambjóðanda af þeim sökum. Vigdís féllst á þau rök enda lagði hún sjálf áherslu á að fólk ætti ekki að kjósa hana vegna þess að hún væri kona, heldur vegna hennar eiginleika.

Auk Vigdísar buðu Guðlaugur Þorvaldsson ríkissáttasemjari, Albert Guðmundsson þingmaður og Pétur J. Thorsteinsson sendiherra, sig fram til forseta árið 1980. Guðlaugur þótti vænlegur til sigurs en Albert naut þó einnig töluverða vinsælda sem þingmaður en einnig sem gömul knattspyrnuhetja. Því var langt í frá sjálfsagt að Vigdís myndi vinna kosningarnar og bjóst hún sjálf ekki við sigri.

Frambjóðendur í forsetakjöri árið 1980; Vigdís Finnbogadóttir, Guðlaugur Þorvaldsson, Pétur Thorsteinsson og Albert Guðmundsson.

Ýmislegt var talið Vigdísi til foráttu, mismálefnalegt eins og gengur í kosningabaráttu. Mikið var gert úr því að hún væri einstæð móðir og ekki með maka sér við hlið. Hafði fólk áhyggjur af því að það væri fullt starf að vera forsetafrú, sinna heimilishaldi á Bessastöðum og taka á móti gestum. Hver ætti að sinna því? Vigdís svaraði því til að hún efaðist um að hún hefði farið í framboð með mann sér við hlið, slíkt væri ekki leggjandi á karl af hennar kynslóð. Þá var brjóstnám hennar gert að umtalsefni og var hún spurð að því hvort að hún gæti yfir höfuð sinnt embættisskyldum yrði hún kjörin. Vigdís svaraði þá að hún ætlaði sér ekki að hafa íslensku þjóðina á spena.

Vigdís sætti einnig töluverðri gagnrýni í kosningabaráttunni fyrir að hafa ávarpað Keflavíkurgöngu og skrifað undir yfirlýsingu gegn ákærum meðlima Varins lands á hendur herstöðvarandstæðingum vegna meiðyrða. Einnig var það notað gegn henni að hafa sett upp leikritið Æskuvini eftir Svövu Jakobsdóttur, sem var ádeila á hersetuna. Þannig var reynt að gera hana tortryggilega sem forseta en Vigdís svaraði því ávallt á þann veg að hún teldi forsetaembættið yfir slíkar deilur hafnar og mundi þar að auki ekki taka sér nein völd um málefni sem slík enda væru þau í höndum ríkisstjórnarinnar.

Vigdísi tókst þannig að snúa vörn í sókn með jákvæðu viðmóti og góðri framkomu í fjölmiðlum, enda þótti geisla af henni í kosningabaráttunni. Eflaust hefur það líka hjálpað Vigdísi að hún var þekktur menningarfrömuður á Íslandi. Hún hafði nýlega látið af störfum sem leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur og þá var hún einnig þekkt fyrir frönskukennslu í sjónvarpinu. Jafnframt hafði hafði hún lítil sem engin tengsl við stjórnmálaflokka. Segja má því að hún hafi haft svipaðan bakgrunn og Kristján Eldjárn sem naut mikillar virðingar í embætti og kom það henni til góða.

Vigdís var álitin frambjóðandi fólksins. Guðlaugur naut opinbers stuðnings stjórnmálamanna úr öllum áttum, Albert sat á þingi þó að vísu hann væri þar sinn eigin herra, og Pétur hafði lengi starfað í utanríkisþjónustunni. Vigdís naut því enn meiri sérstöðu á meðal frambjóðenda. Þar af leiðandi beindist langmesta fjölmiðlaathyglin að framboði hennar, bæði jákvæð og neikvæð.

Vigdís Finnbogadóttir forseti Íslands 1980-1996.

Þegar nær dró kosningum bentu skoðanakannanir alfarið til þess að baráttan yrði á milli Vigdísar og Guðlaugs. Því héldu stuðningsmenn Guðlaugs því fram að eini möguleikinn til þess að Vigdís yrði ekki kjörin forseti væri að kjósa hann. Þeim málflutningi undu Albert og Pétur illa. Báðir reyndu þeir að halda fram sérstöðu á meðal frambjóðenda, Albert vísaði til þess að hann væri sá eini sem ekki kæmi úr yfirstétt og Pétur lagði áherslu á áralangra reynslu úr utanríkisþjónustunni. Svo fór að lokum að Vigdís stóð uppi sem sigurvegari með 33,8% atkvæða, einu og hálfu prósentustigi á undan Guðlaugi. Albert Guðmundsson hlaut 19,9% atkvæða en Pétur J. Thorsteinsson 14,1%.

Þegar uppi er staðið má segja að kvennabaráttan ártuginn á undan hafi haft sitt að segja þegar kom að kjöri Vigdísar – jarðvegurinn hafði verið undirbúinn og hvatning var til staðar fyrir konu til að bjóða sig fram. Hins vegar er þar aðeins hálf sagan sögð enda þurfti Vigdís að heyja stöðuga baráttuna til að hljóta kjör á sínum eigin forsendum. Þrátt fyrir sókn kvenna á áttunda áratugnum voru aðstæður á Íslandi enn þannig að það þóttu góð og gild rök gegn Vigdísi að hún væri kona og þá sérstaklega að hún væri einstæð móðir. Rauðsokkur orðuðu það í raun þannig að Vigdís hefði orðið forseti ekki vegna þess að hún væri kona heldur þrátt fyrir að hún var kona.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Útgáfudagur

24.3.2015

Spyrjandi

Anna Kristín Gísladóttir

Tilvísun

Björn Reynir Halldórsson. „Hvaða aðstæður urðu til þess að kona gat orðið forseti á Íslandi 1980?“ Vísindavefurinn, 24. mars 2015. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=63285.

Björn Reynir Halldórsson. (2015, 24. mars). Hvaða aðstæður urðu til þess að kona gat orðið forseti á Íslandi 1980? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=63285

Björn Reynir Halldórsson. „Hvaða aðstæður urðu til þess að kona gat orðið forseti á Íslandi 1980?“ Vísindavefurinn. 24. mar. 2015. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=63285>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða aðstæður urðu til þess að kona gat orðið forseti á Íslandi 1980?
Allt frá stofnun lýðveldis á Íslandi hafa konur jafnt sem karlar mátt bjóða sig fram til forseta. Það liðu þó 36 ár frá lýðveldisstofnun og þar til Vigdís Finnbogadóttir var kjörinn forseti Íslands árið 1980. Þetta þóttu mikil tíðindi, hún var ekki aðeins fyrst kvenna til að gegna embætti forseta á Íslandi heldur fyrst kvenna í heiminum til að gegna embætti þjóðkjörins forseta.

Kjör Vigdísar kom í kjölfarið á annarri bylgju femínismans undir lok sjöunda áratugarins og á þeim áttunda. Rauðsokkuhreyfingin var stofnuð árið 1970 og barðist gegn kynjamisrétti, bæði augljósu og földu. Vöktu Rauðsokkur athygli á málum á borð við getnaðarvarnir, fóstureyðingar, heimilisstörf, barnauppeldi og önnur mál er vörðuðu daglegt líf kvenna. Rauðsokkur tóku einnig þátt í að skipuleggja kvennafrídaginn 24. október 1975 þegar íslenskar konur lögðu niður vinnu og flykktust á baráttufundi víðsvegar um landið. Í Reykjavík komu konur saman á Lækjartorgi og er talið að 25-30.000 manns hafi verið þar samankomin, aðallega konur.

Frá útifundi á Lækjartorgi á kvennafrídaginn 24. október 1975.

Konur sóttu fram á ýmsum sviðum á áttunda áratug 20. aldar. Frá því að kona tók fyrst sæti á Alþingi árið 1922 og fram til 1971 sat oftast ein kona á Alþingi, í mesta lagi tvær en þó komu tímabil þar sem engin kona var þingmaður. Allan áttunda áratuginn sátu hins vegar alltaf þrjár konur á þingi, lítið skef en í rétta átt. Árið 1970 varð Auður Auðuns fyrsta konan á Íslandi til að gegna ráðherraembætti, Auður Þorbergsdóttir varð fyrst kvenna skipuð borgardómari í Reykjavík og og Auður Eir Vilhjálmsdóttir hlaut prestsvígslu fyrst kvenna árið 1974. Þá má geta þess að árið 1976 voru sett lög um jafnrétti kvenna og karla og áttu þau að stuðla að jafnrétti og jafnri stöðu kynjanna.

Þegar ljóst var árið 1980 að Kristján Eldjárn forseti Íslands ætlaði ekki að sitja áfram fannst mörgum kominn tími til að kona yrði í framboði. Nafn Vigdísar Finnbogadóttur bar fljótt á góma en nokkur önnur nöfn voru líka nefnd. Framboð til forseta hafði hins vegar ekki hvarflað að Vigdísi og var hún mjög treg til að gefa kost á sér. Hún lét þó að lokum til leiðast, ekki síst eftir að hafa fengið skeyti frá áhöfninni á Guðbjarti ÍS þar sem hún var hvött til að bjóða sig fram.

Þrátt fyrir að kvennasamtök hefðu óformlega leitað að konu til að bjóða sig fram naut Vigdís aldrei formlegs stuðnings neinna slíkra samtaka. Það var afstaða margra femínista að kynferði ætti ekki að skipta máli og lýsti Kvenréttindafélag Íslands ekki yfir stuðning við neinn frambjóðanda af þeim sökum. Vigdís féllst á þau rök enda lagði hún sjálf áherslu á að fólk ætti ekki að kjósa hana vegna þess að hún væri kona, heldur vegna hennar eiginleika.

Auk Vigdísar buðu Guðlaugur Þorvaldsson ríkissáttasemjari, Albert Guðmundsson þingmaður og Pétur J. Thorsteinsson sendiherra, sig fram til forseta árið 1980. Guðlaugur þótti vænlegur til sigurs en Albert naut þó einnig töluverða vinsælda sem þingmaður en einnig sem gömul knattspyrnuhetja. Því var langt í frá sjálfsagt að Vigdís myndi vinna kosningarnar og bjóst hún sjálf ekki við sigri.

Frambjóðendur í forsetakjöri árið 1980; Vigdís Finnbogadóttir, Guðlaugur Þorvaldsson, Pétur Thorsteinsson og Albert Guðmundsson.

Ýmislegt var talið Vigdísi til foráttu, mismálefnalegt eins og gengur í kosningabaráttu. Mikið var gert úr því að hún væri einstæð móðir og ekki með maka sér við hlið. Hafði fólk áhyggjur af því að það væri fullt starf að vera forsetafrú, sinna heimilishaldi á Bessastöðum og taka á móti gestum. Hver ætti að sinna því? Vigdís svaraði því til að hún efaðist um að hún hefði farið í framboð með mann sér við hlið, slíkt væri ekki leggjandi á karl af hennar kynslóð. Þá var brjóstnám hennar gert að umtalsefni og var hún spurð að því hvort að hún gæti yfir höfuð sinnt embættisskyldum yrði hún kjörin. Vigdís svaraði þá að hún ætlaði sér ekki að hafa íslensku þjóðina á spena.

Vigdís sætti einnig töluverðri gagnrýni í kosningabaráttunni fyrir að hafa ávarpað Keflavíkurgöngu og skrifað undir yfirlýsingu gegn ákærum meðlima Varins lands á hendur herstöðvarandstæðingum vegna meiðyrða. Einnig var það notað gegn henni að hafa sett upp leikritið Æskuvini eftir Svövu Jakobsdóttur, sem var ádeila á hersetuna. Þannig var reynt að gera hana tortryggilega sem forseta en Vigdís svaraði því ávallt á þann veg að hún teldi forsetaembættið yfir slíkar deilur hafnar og mundi þar að auki ekki taka sér nein völd um málefni sem slík enda væru þau í höndum ríkisstjórnarinnar.

Vigdísi tókst þannig að snúa vörn í sókn með jákvæðu viðmóti og góðri framkomu í fjölmiðlum, enda þótti geisla af henni í kosningabaráttunni. Eflaust hefur það líka hjálpað Vigdísi að hún var þekktur menningarfrömuður á Íslandi. Hún hafði nýlega látið af störfum sem leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur og þá var hún einnig þekkt fyrir frönskukennslu í sjónvarpinu. Jafnframt hafði hafði hún lítil sem engin tengsl við stjórnmálaflokka. Segja má því að hún hafi haft svipaðan bakgrunn og Kristján Eldjárn sem naut mikillar virðingar í embætti og kom það henni til góða.

Vigdís var álitin frambjóðandi fólksins. Guðlaugur naut opinbers stuðnings stjórnmálamanna úr öllum áttum, Albert sat á þingi þó að vísu hann væri þar sinn eigin herra, og Pétur hafði lengi starfað í utanríkisþjónustunni. Vigdís naut því enn meiri sérstöðu á meðal frambjóðenda. Þar af leiðandi beindist langmesta fjölmiðlaathyglin að framboði hennar, bæði jákvæð og neikvæð.

Vigdís Finnbogadóttir forseti Íslands 1980-1996.

Þegar nær dró kosningum bentu skoðanakannanir alfarið til þess að baráttan yrði á milli Vigdísar og Guðlaugs. Því héldu stuðningsmenn Guðlaugs því fram að eini möguleikinn til þess að Vigdís yrði ekki kjörin forseti væri að kjósa hann. Þeim málflutningi undu Albert og Pétur illa. Báðir reyndu þeir að halda fram sérstöðu á meðal frambjóðenda, Albert vísaði til þess að hann væri sá eini sem ekki kæmi úr yfirstétt og Pétur lagði áherslu á áralangra reynslu úr utanríkisþjónustunni. Svo fór að lokum að Vigdís stóð uppi sem sigurvegari með 33,8% atkvæða, einu og hálfu prósentustigi á undan Guðlaugi. Albert Guðmundsson hlaut 19,9% atkvæða en Pétur J. Thorsteinsson 14,1%.

Þegar uppi er staðið má segja að kvennabaráttan ártuginn á undan hafi haft sitt að segja þegar kom að kjöri Vigdísar – jarðvegurinn hafði verið undirbúinn og hvatning var til staðar fyrir konu til að bjóða sig fram. Hins vegar er þar aðeins hálf sagan sögð enda þurfti Vigdís að heyja stöðuga baráttuna til að hljóta kjör á sínum eigin forsendum. Þrátt fyrir sókn kvenna á áttunda áratugnum voru aðstæður á Íslandi enn þannig að það þóttu góð og gild rök gegn Vigdísi að hún væri kona og þá sérstaklega að hún væri einstæð móðir. Rauðsokkur orðuðu það í raun þannig að Vigdís hefði orðið forseti ekki vegna þess að hún væri kona heldur þrátt fyrir að hún var kona.

Heimildir og myndir:

...