Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er munurinn á sálfræðingum og geðlæknum?

Heiða María Sigurðardóttir

Ásgeir bætir við:

Er sá munur fólginn í lækningaraðferðum eða greiningu, eða er hann meiri?

Það virðist nokkuð algengt að menn rugli saman geðlækningum og sálfræði, en greinarnar eru þó um margt ólíkar.

Geðlækningar eru, eins og nafnið bendir til, undirgrein læknisfræðinnar. Geðlæknar ljúka fyrst almennu læknanámi en sérhæfa sig svo í greiningu og meðferð geðsjúkdóma. Þeir mega framvísa geðlyfjum og veita stundum samtalsmeðferð.

Sálfræði er aftur á móti nokkuð víðtækari grein en geðlæknisfræði. Viðfangsefni hennar eru ekki einskorðuð við andleg vandamál fólks, heldur ná þau jafnframt til hugarstarfs, hegðunar, og heilastarfsemi. Nánar má lesa um störf sálfræðinga í svörum sama höfundar við spurningunum Hvað eru til margar gerðir af sálfræði? og Vinna sálfræðingar eingöngu við meðferð?

Munurinn á sálfræði og geðlæknisfræði er því allnokkur, en aftur á móti skarast störf geðlækna og svokallaðra klínískra sálfræðinga mjög mikið. Klínískir sálfræðingar ljúka grunnmenntun í sálfræði en sérhæfa sig svo í geðrænum vandamálum fólks, rétt eins og geðlæknar. Ólíkt geðlæknum mega þeir ekki skrifa upp á lyf, en beita oft bæði samtalsmeðferð og atferlismeðferð. Einnig meta þeir hugarstarf og hegðun með sálfræðilegum prófum.

Heimildir

Höfundur

Heiða María Sigurðardóttir

prófessor við Sálfræðideild

Útgáfudagur

18.9.2006

Spyrjandi

Elín Ingimundardóttir
Ásgeir Jóhannsson

Tilvísun

Heiða María Sigurðardóttir. „Hver er munurinn á sálfræðingum og geðlæknum?“ Vísindavefurinn, 18. september 2006, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6193.

Heiða María Sigurðardóttir. (2006, 18. september). Hver er munurinn á sálfræðingum og geðlæknum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6193

Heiða María Sigurðardóttir. „Hver er munurinn á sálfræðingum og geðlæknum?“ Vísindavefurinn. 18. sep. 2006. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6193>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er munurinn á sálfræðingum og geðlæknum?
Ásgeir bætir við:

Er sá munur fólginn í lækningaraðferðum eða greiningu, eða er hann meiri?

Það virðist nokkuð algengt að menn rugli saman geðlækningum og sálfræði, en greinarnar eru þó um margt ólíkar.

Geðlækningar eru, eins og nafnið bendir til, undirgrein læknisfræðinnar. Geðlæknar ljúka fyrst almennu læknanámi en sérhæfa sig svo í greiningu og meðferð geðsjúkdóma. Þeir mega framvísa geðlyfjum og veita stundum samtalsmeðferð.

Sálfræði er aftur á móti nokkuð víðtækari grein en geðlæknisfræði. Viðfangsefni hennar eru ekki einskorðuð við andleg vandamál fólks, heldur ná þau jafnframt til hugarstarfs, hegðunar, og heilastarfsemi. Nánar má lesa um störf sálfræðinga í svörum sama höfundar við spurningunum Hvað eru til margar gerðir af sálfræði? og Vinna sálfræðingar eingöngu við meðferð?

Munurinn á sálfræði og geðlæknisfræði er því allnokkur, en aftur á móti skarast störf geðlækna og svokallaðra klínískra sálfræðinga mjög mikið. Klínískir sálfræðingar ljúka grunnmenntun í sálfræði en sérhæfa sig svo í geðrænum vandamálum fólks, rétt eins og geðlæknar. Ólíkt geðlæknum mega þeir ekki skrifa upp á lyf, en beita oft bæði samtalsmeðferð og atferlismeðferð. Einnig meta þeir hugarstarf og hegðun með sálfræðilegum prófum.

Heimildir

...