Í bók al-Kwārizmīs er lýst aðferðum til að leggja saman, draga frá, tvöfalda, helminga, margfalda, deila og draga ferningsrót og gefin dæmi um notkun þessara aðgerða. Þetta kemur síðan fram í einfaldaðri útgáfu í Carmen de Algorismo og íslensku þýðingunni Algorismus. Um eða eftir miðja 13. öld þegar ritgerðin Algorismus var þýdd höfðu Íslendingar verið kristnir í meira en tvær og hálfa öld og kunnað að skrifa í hálfa aðra öld. Kristninni fylgdi rómversk talnaritun. Hún var ekki sætisbundin. Þess vegna var ekki þörf fyrir núll til að fylla auð sæti. Í rómverskri talnaritun er ekkert núll svo að Íslendingar hafa kynnst núllinu með indó-arabísku sætistalnarituninni. Ekki fer mörgum sögum af talnaritun norrænna manna fyrir tíma kristninnar, enda var þá fátt ritað. Trúlega hafa menn gert strik í sand eða vax, krotað á veggi eða hnýtt hnúta á band til að tákna fjölda. Frekara lesefni á Vísindavefnum
- Er hægt að segja að talan 0 sé eining, öllu heldur sem eitthvað, jafnvel áþreifanlegt? eftir Erlend Jónsson.
- Er talan núll talin til sléttra talna? eftir Jón Kr. Arason og Þorstein Vilhjálmsson.
- Hvað merkir 'nix' í orðasambandinu 'núll og nix'? eftir Guðrúnu Kvaran.
- Allard, André (1990): Muhammad Ibn Mūsā al-Kwārizmī. Le Calcul Indien. Paris.
- Beaujouan, Guy (1954): D’Alexandre de Villedieu à Sacrobosco. Homenaje à Millás-Vallicrosa, Vol 1. Barcelona.
- Benedict, Suzan Rose (1913): A Comparative Study of the Early Treatises Introducing into Europe the Hindu Art of Reckoning. Ph.D.-ritgerð, University of Michigan.
- Finnur Jónsson (1892–1896): Hauksbók. Kaupmannahöfn. Det Kongelige Nordiske Oldskrift-Selskab.
- Kristín Bjarnadóttir (2004): Algorismus. Fornt stærðfræðirit í íslenskum handritum. Birt 17. mars 2004 í Netlu, veftímariti KHÍ. Reykjavík, Kennaraháskóli Íslands.
- Steele, Robert (ritstj.) (1988): The Earliest Arithmetics in English. Millwood, N.Y., Kraus Reprint.
- Stefán Karlsson (1964): Aldur Hauksbókar. Fróðskaparrit 13, bls. 114–121. Tórshavn.
- Mynd 1 er af Humming Bird 0.
- Mynd 2 er af 3D Talavera Ceramic House Number Zero. Fine Crafts & Imports.
- Mynd 3 er af #0 - 2" Brass House Number - Polished. Sparkle Retail.