Sólin Sólin Rís 11:22 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:13 • Sest 13:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:21 • Síðdegis: 23:57 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:02 • Síðdegis: 17:42 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:22 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:13 • Sest 13:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:21 • Síðdegis: 23:57 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:02 • Síðdegis: 17:42 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er mannamál?

Björn Þorsteinsson og Þorsteinn Vilhjálmsson

Það er snar þáttur í stefnu og verklagsreglum Vísindavefsins að "tala mannamál" eftir bestu getu. Ef það er ekki gert hættir fólk nefnilega að hlusta. Ýmsir spyrjendur nefna líka orðið mannamál í spurningum sínum. Þegar Björn Þorsteinsson heimspekingur var beðinn um að útskýra heimspeki Heideggers á mannamáli fannst honum rétt að skýra orðið nánar:

Hvar er þetta mannamál að finna? Í dagblöðunum? Í samtölum fólks á kaffihúsum eða kaffiteríum vinnustaða? Í bloggfærslum lesenda á vefsíðu Egils Helgasonar eða í bókum Þorsteins heitins Gylfasonar? Hvenær er talað mannamál? Við hvaða aðstæður? Og þegar rætt er um hvað?

Hér verður gengið út frá þeirri tilgátu að talað sé mannamál þegar orðin, sem notuð eru, eru hrein og bein og lýsa því sem um er fjallað, það er tilteknum hlutum eða veruleika, undanbragðalaust og á skiljanlegan hátt. Þannig er það til dæmis ekki mannamál þegar bankastjóri segir:
Aðkoma mín að þeim algjörlega ófyrirsjáanlegu atburðum sem gengu yfir íslenskt samfélag og efnahagslíf með þeim afleiðingum sem við þekkjum var engan veginn í ósamræmi við þær skyldur sem starf mitt fól í sér.
En á hinn bóginn er það mannamál þegar sami maður segir:
Ég á ekki sök á bankahruninu, ég er ekkert annað en verkfæri í höndum kerfisins.

Hér lýkur umfjöllun Björns en af þessum dæmum getum við séð að hugtakið "mannamál" hefur ekkert með það að gera hvort við erum sammála því sem sagt er, heldur hitt að það sé sagt skýrt og skorinort og venjulegur lesandi þurfi til dæmis ekki að lesa það oft til að skilja.

Það er ein tegund málfars sem telst ekki mannamál þegar menn hafa ekkert að segja eða vilja ekki segja neitt en reyna að breiða yfir það með löngu og rýru máli. Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur lýsir þessu í nýlegri blaðagrein þar sem hann leggur tilteknum embættismanni þessi orð í munn:
[Hann] er núna tekinn að hallast eindregið að því hvort ekki kunni að vera ástæða til að velta alvarlega fyrir sér að huga að því hvort tímabært sé með eindregnum hætti að taka til gaumgæfilegrar skoðunar það sjónarmið að sú staða sé ef til vill í þann veginn að koma upp með einum eða öðrum hætti að það gæti verið ýmislegt sem benti til þess að vert væri að íhuga einhvers konar rannsókn á því að eitthvað kunni ef til vill að hafa farið úrskeiðis í einhverjum skilningi.
Þegar rætt er um mannamál og vísindi er hins vegar oft átt við það hvort almenningur geti skilið það sem sagt er eða skrifað, og er væntanlega óþarft að fjölyrða frekar um það.

Frekara lesefni:

Heimild og mynd:

Höfundar

Björn Þorsteinsson

prófessor í heimspeki við HÍ

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

23.1.2009

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Björn Þorsteinsson og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvað er mannamál?“ Vísindavefurinn, 23. janúar 2009, sótt 22. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=51230.

Björn Þorsteinsson og Þorsteinn Vilhjálmsson. (2009, 23. janúar). Hvað er mannamál? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=51230

Björn Þorsteinsson og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvað er mannamál?“ Vísindavefurinn. 23. jan. 2009. Vefsíða. 22. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=51230>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er mannamál?
Það er snar þáttur í stefnu og verklagsreglum Vísindavefsins að "tala mannamál" eftir bestu getu. Ef það er ekki gert hættir fólk nefnilega að hlusta. Ýmsir spyrjendur nefna líka orðið mannamál í spurningum sínum. Þegar Björn Þorsteinsson heimspekingur var beðinn um að útskýra heimspeki Heideggers á mannamáli fannst honum rétt að skýra orðið nánar:

Hvar er þetta mannamál að finna? Í dagblöðunum? Í samtölum fólks á kaffihúsum eða kaffiteríum vinnustaða? Í bloggfærslum lesenda á vefsíðu Egils Helgasonar eða í bókum Þorsteins heitins Gylfasonar? Hvenær er talað mannamál? Við hvaða aðstæður? Og þegar rætt er um hvað?

Hér verður gengið út frá þeirri tilgátu að talað sé mannamál þegar orðin, sem notuð eru, eru hrein og bein og lýsa því sem um er fjallað, það er tilteknum hlutum eða veruleika, undanbragðalaust og á skiljanlegan hátt. Þannig er það til dæmis ekki mannamál þegar bankastjóri segir:
Aðkoma mín að þeim algjörlega ófyrirsjáanlegu atburðum sem gengu yfir íslenskt samfélag og efnahagslíf með þeim afleiðingum sem við þekkjum var engan veginn í ósamræmi við þær skyldur sem starf mitt fól í sér.
En á hinn bóginn er það mannamál þegar sami maður segir:
Ég á ekki sök á bankahruninu, ég er ekkert annað en verkfæri í höndum kerfisins.

Hér lýkur umfjöllun Björns en af þessum dæmum getum við séð að hugtakið "mannamál" hefur ekkert með það að gera hvort við erum sammála því sem sagt er, heldur hitt að það sé sagt skýrt og skorinort og venjulegur lesandi þurfi til dæmis ekki að lesa það oft til að skilja.

Það er ein tegund málfars sem telst ekki mannamál þegar menn hafa ekkert að segja eða vilja ekki segja neitt en reyna að breiða yfir það með löngu og rýru máli. Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur lýsir þessu í nýlegri blaðagrein þar sem hann leggur tilteknum embættismanni þessi orð í munn:
[Hann] er núna tekinn að hallast eindregið að því hvort ekki kunni að vera ástæða til að velta alvarlega fyrir sér að huga að því hvort tímabært sé með eindregnum hætti að taka til gaumgæfilegrar skoðunar það sjónarmið að sú staða sé ef til vill í þann veginn að koma upp með einum eða öðrum hætti að það gæti verið ýmislegt sem benti til þess að vert væri að íhuga einhvers konar rannsókn á því að eitthvað kunni ef til vill að hafa farið úrskeiðis í einhverjum skilningi.
Þegar rætt er um mannamál og vísindi er hins vegar oft átt við það hvort almenningur geti skilið það sem sagt er eða skrifað, og er væntanlega óþarft að fjölyrða frekar um það.

Frekara lesefni:

Heimild og mynd:...