Sólin Sólin Rís 11:22 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 08:25 • Sest 12:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:07 • Síðdegis: 16:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:22 • Síðdegis: 22:28 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:22 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 08:25 • Sest 12:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:07 • Síðdegis: 16:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:22 • Síðdegis: 22:28 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru til villtir úlfaldar?

Jón Már Halldórsson

Til úlfalda teljast tvær núlifandi tegundir, önnur nefnist kameldýr (Camelus bactrianus) og hefur tvo hnúða á baki og hin nefnist drómedari (Camelus dromedarius) og er með einn hnúð á baki.

Upprunaleg heimkynni drómedara eru í Afríku en þar finnast þeir ekki villtir lengur heldur aðeins tamin dýr. Í dag lifa tamdir drómedarar í norðanverðri Afríku og í Arabíu. Talið er að heildarfjöldi taminna drómedara sé um 14 milljón dýr og eru þau flest í Súdan, Máritaníu og Sómalíu þar sem um helmingur þeirra lifir.

Hins vegar eru villtir drómedarar í miðhluta Ástralíu, langt frá upprunalegu heimkynnum tegundarinnar. Tilvist þessara dýra má rekja til þess að á árunum 1840 til 1907 voru þúsundir drómedara fluttir til Ástralíu. Dýrin voru notuð sem samgöngutæki á eyðimerkursvæðum í Mið-Ástralíu, til aðstoðar við lagningu á járnbrautateinum og við birgðaflutninga í óbyggðum. Þau dýr sem nú lifa villt í Ástralíu sluppu annað hvort úr haldi eða var sleppt fyrir um öld síðan. Heildarfjöldi villtra drómedara eru einhverjar þúsundir einstaklinga. Stofninn hefur verið í miklum vexti undanfarin ár og nemur fjölgunin ríflega 10% á ári.



Útbreiðsla taminna og villtra drómedara.

Upprunalega var útbreiðslusvæði villtra kameldýra um alla Mið-Asíu. Í dag finnast villt kameldýr á afskekktum svæðum í Gobí-eyðimörkinni í Mongólíu og er áætlað að stofninn sé um 950 einstaklingar.

Líkt og drómedarar hafa kameldýr verið tamin og höfð í þjónustu mannsins í þúsundir ára. Talið er að fyrstu dýrin hafi verið tamin fyrir um fjögur þúsund árum í norðurhluta Íran, eða nokkru síðar en drómedarar. Tömdu dýrin eru erfðafræðilega eitthvað frábrugðin þeim villtu og er það talin vísbending um að áður fyrr hafi kameldýr skipst niður í nokkrar deilitegundir enda var upprunalegt útbreiðslusvæði þeirra mjög víðfeðmt.

Þess má geta að rússneski landkönnuðurinn Nikolai Przewalski var fyrstur vestrænna vísindamanna til að lýsa villikameldýrinu til tegundar þó vissulega hafi íbúar Mið-Asíu þekkt til þess kynslóðum saman.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum eftir sama höfund:

Mynd: ultimateungulate.com. Sótt 7. janúar 2009.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

13.1.2009

Spyrjandi

Ingibjörn Valsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Eru til villtir úlfaldar?“ Vísindavefurinn, 13. janúar 2009, sótt 27. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=50727.

Jón Már Halldórsson. (2009, 13. janúar). Eru til villtir úlfaldar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=50727

Jón Már Halldórsson. „Eru til villtir úlfaldar?“ Vísindavefurinn. 13. jan. 2009. Vefsíða. 27. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=50727>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru til villtir úlfaldar?
Til úlfalda teljast tvær núlifandi tegundir, önnur nefnist kameldýr (Camelus bactrianus) og hefur tvo hnúða á baki og hin nefnist drómedari (Camelus dromedarius) og er með einn hnúð á baki.

Upprunaleg heimkynni drómedara eru í Afríku en þar finnast þeir ekki villtir lengur heldur aðeins tamin dýr. Í dag lifa tamdir drómedarar í norðanverðri Afríku og í Arabíu. Talið er að heildarfjöldi taminna drómedara sé um 14 milljón dýr og eru þau flest í Súdan, Máritaníu og Sómalíu þar sem um helmingur þeirra lifir.

Hins vegar eru villtir drómedarar í miðhluta Ástralíu, langt frá upprunalegu heimkynnum tegundarinnar. Tilvist þessara dýra má rekja til þess að á árunum 1840 til 1907 voru þúsundir drómedara fluttir til Ástralíu. Dýrin voru notuð sem samgöngutæki á eyðimerkursvæðum í Mið-Ástralíu, til aðstoðar við lagningu á járnbrautateinum og við birgðaflutninga í óbyggðum. Þau dýr sem nú lifa villt í Ástralíu sluppu annað hvort úr haldi eða var sleppt fyrir um öld síðan. Heildarfjöldi villtra drómedara eru einhverjar þúsundir einstaklinga. Stofninn hefur verið í miklum vexti undanfarin ár og nemur fjölgunin ríflega 10% á ári.



Útbreiðsla taminna og villtra drómedara.

Upprunalega var útbreiðslusvæði villtra kameldýra um alla Mið-Asíu. Í dag finnast villt kameldýr á afskekktum svæðum í Gobí-eyðimörkinni í Mongólíu og er áætlað að stofninn sé um 950 einstaklingar.

Líkt og drómedarar hafa kameldýr verið tamin og höfð í þjónustu mannsins í þúsundir ára. Talið er að fyrstu dýrin hafi verið tamin fyrir um fjögur þúsund árum í norðurhluta Íran, eða nokkru síðar en drómedarar. Tömdu dýrin eru erfðafræðilega eitthvað frábrugðin þeim villtu og er það talin vísbending um að áður fyrr hafi kameldýr skipst niður í nokkrar deilitegundir enda var upprunalegt útbreiðslusvæði þeirra mjög víðfeðmt.

Þess má geta að rússneski landkönnuðurinn Nikolai Przewalski var fyrstur vestrænna vísindamanna til að lýsa villikameldýrinu til tegundar þó vissulega hafi íbúar Mið-Asíu þekkt til þess kynslóðum saman.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum eftir sama höfund:

Mynd: ultimateungulate.com. Sótt 7. janúar 2009....