Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Hvað merkir hugtakið smásaga?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Það er hægt að skilgreina hugtakið smásaga á ýmsa vegu, til dæmis svona: Smásaga er skálduð frásögn, styttri en skáldsaga. Lengd smásagna getur þó verið allt frá einni eða nokkrum síðum upp í um eða yfir hundrað síður. Um mjög stutta texta sem geta staðið sjálfstæðir er þó stundum notað hugtakið örsaga og að sama skapi er stundum notað hugtakið nóvella um smásögur sem eru frekar langar. Á íslensku hafa nóvellur einnig verið nefndar miðsögur sem eru þá sögur mitt á milli smásagna og skáldsagna.

Í Íslenskri orðabók frá Eddu segir þetta um hugtakið smásaga:
stutt skálduð frásögn í lausu máli með fáum persónum, oft hnituð um einn atburð sem bregður ljósi á heila ævi.
Oftast er sögusvið smásagna þröngt, atburðarásin einföld og sögutíminn takmarkaður. Ris smásagna er iðulega undir lokin og gegnir yfirleitt því hlutverki að varpa ljósi á víðara svið en sagan sjálf.

Erlend hugtök sem eiga við um það sem við nefnum smásögu eru til að mynda þessi:
  • franska: nouvelle, conte
  • þýska: Novelle, Erzählung, Kurzgeschichte
  • enska: tale, sketch, short story
  • danska: fortælling, historie, novelle, skitse

Orðið novella kemur úr ítölsku og merkti upphaflega 'nýmæli' í lagamáli. Á 14. öld fékk það síðan merkinguna stutt skálduð frásögn. Elsta ítalska smásagnasafnið er Il Novellino frá miðbiki 13. aldar. Það hafði töluverð áhrif á ritun Il Decamerone (Tídægra) eftir Giovanni Boccaccio (1313-75) sem er stundum talið marka upphaf smásagna í nútímaskilningi þess orðs. Hér til hliðar sést mynd úr einu handriti að Tídægru Boccaccios.

Þýska skáldið Goethe (1749–1832) er annar höfundur sem tengist smásagnaforminu, bæði með kenningu sinni um formið og smásagnasafninu Unterhaltungen deutscher Ausgewanderten (1795). Goethe tilheyrir rómantísku stefnunni og í anda hennar má segja að íslensk smásagnagerð hefjist með Grasaferð Jónasar Hallgrímssonar.

Vel má yfirfæra smásagnahugtakið á ýmsa Íslendingaþætti og sögur í Biblíunni, til dæmis söguna af Kain og Abel. Eins má segja að persnesk-arabíska safnið Þúsund og ein nótt frá því um 900 e.Kr. innihaldi smásögur og eins söfn bókmenntatexta frá kínverskri fornöld. Það sama gildir um indverska ritið Panchatantra frá um 300 f.Kr.

Á meðal höfunda sem eru þekktir fyrir smásögur má til dæmis nefna: Edgar Allan Poe, Anton Chekhov, E. T. A. Hoffmann, William Faulkner og Franz Kafka.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:
  • Abrams, M. H., A Glossary of Literary Terms (5. útg.), Holt, Rinehart and Winston, Fort Worth, 1985.
  • Jakob Benediktsson (ritstj.), Hugtök og heiti í bókmenntafræði, Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands, Reykjavík, 1983.
  • Mörður Árnason (ritstj.), Íslensk orðabók (4. útg.), Edda útgáfa hf., Reykjavík, 2007.

Mynd:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

18.2.2009

Spyrjandi

Aðalheiður Júlírós Óskarsdóttir

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvað merkir hugtakið smásaga?“ Vísindavefurinn, 18. febrúar 2009. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=50254.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2009, 18. febrúar). Hvað merkir hugtakið smásaga? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=50254

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvað merkir hugtakið smásaga?“ Vísindavefurinn. 18. feb. 2009. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=50254>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað merkir hugtakið smásaga?
Það er hægt að skilgreina hugtakið smásaga á ýmsa vegu, til dæmis svona: Smásaga er skálduð frásögn, styttri en skáldsaga. Lengd smásagna getur þó verið allt frá einni eða nokkrum síðum upp í um eða yfir hundrað síður. Um mjög stutta texta sem geta staðið sjálfstæðir er þó stundum notað hugtakið örsaga og að sama skapi er stundum notað hugtakið nóvella um smásögur sem eru frekar langar. Á íslensku hafa nóvellur einnig verið nefndar miðsögur sem eru þá sögur mitt á milli smásagna og skáldsagna.

Í Íslenskri orðabók frá Eddu segir þetta um hugtakið smásaga:
stutt skálduð frásögn í lausu máli með fáum persónum, oft hnituð um einn atburð sem bregður ljósi á heila ævi.
Oftast er sögusvið smásagna þröngt, atburðarásin einföld og sögutíminn takmarkaður. Ris smásagna er iðulega undir lokin og gegnir yfirleitt því hlutverki að varpa ljósi á víðara svið en sagan sjálf.

Erlend hugtök sem eiga við um það sem við nefnum smásögu eru til að mynda þessi:
  • franska: nouvelle, conte
  • þýska: Novelle, Erzählung, Kurzgeschichte
  • enska: tale, sketch, short story
  • danska: fortælling, historie, novelle, skitse

Orðið novella kemur úr ítölsku og merkti upphaflega 'nýmæli' í lagamáli. Á 14. öld fékk það síðan merkinguna stutt skálduð frásögn. Elsta ítalska smásagnasafnið er Il Novellino frá miðbiki 13. aldar. Það hafði töluverð áhrif á ritun Il Decamerone (Tídægra) eftir Giovanni Boccaccio (1313-75) sem er stundum talið marka upphaf smásagna í nútímaskilningi þess orðs. Hér til hliðar sést mynd úr einu handriti að Tídægru Boccaccios.

Þýska skáldið Goethe (1749–1832) er annar höfundur sem tengist smásagnaforminu, bæði með kenningu sinni um formið og smásagnasafninu Unterhaltungen deutscher Ausgewanderten (1795). Goethe tilheyrir rómantísku stefnunni og í anda hennar má segja að íslensk smásagnagerð hefjist með Grasaferð Jónasar Hallgrímssonar.

Vel má yfirfæra smásagnahugtakið á ýmsa Íslendingaþætti og sögur í Biblíunni, til dæmis söguna af Kain og Abel. Eins má segja að persnesk-arabíska safnið Þúsund og ein nótt frá því um 900 e.Kr. innihaldi smásögur og eins söfn bókmenntatexta frá kínverskri fornöld. Það sama gildir um indverska ritið Panchatantra frá um 300 f.Kr.

Á meðal höfunda sem eru þekktir fyrir smásögur má til dæmis nefna: Edgar Allan Poe, Anton Chekhov, E. T. A. Hoffmann, William Faulkner og Franz Kafka.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:
  • Abrams, M. H., A Glossary of Literary Terms (5. útg.), Holt, Rinehart and Winston, Fort Worth, 1985.
  • Jakob Benediktsson (ritstj.), Hugtök og heiti í bókmenntafræði, Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands, Reykjavík, 1983.
  • Mörður Árnason (ritstj.), Íslensk orðabók (4. útg.), Edda útgáfa hf., Reykjavík, 2007.

Mynd:...