Sólin Sólin Rís 11:10 • sest 15:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 12:09 • Sest 02:39 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:03 • Síðdegis: 24:41 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:46 • Síðdegis: 18:24 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:10 • sest 15:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 12:09 • Sest 02:39 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:03 • Síðdegis: 24:41 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:46 • Síðdegis: 18:24 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaðan kemur nafn eyjaklasans Hvalláturs á Breiðafirði?

Svavar Sigmundsson

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Nafnið Hvallátur (ft.) er til á að minnsta kosti fjórum stöðum á landinu:
  1. Eyjaklasi á Breiðafirði.
  2. Bær norðan Látrabjargs í V-Barðastrandarsýslu. (Landnámabók) = Látur.
  3. Hvallátradalur er hátt uppi í Lambadalshlíð í Dýrafirði.
  4. = Látur á Látraströnd í S-Þingeyjarsýslu. Nefnt Hvallátur í Landnámabók.

Nafnið er samkvæmt tilgátu Bjarna Einarssonar kennt við rosmhvali, öðru nafni rostunga, en ekki hvali eins og við skilgreinum þá. Orðið látur á fyrst og fremst við stað á landi, þar sem selir kæpa (fæða kópa sína). Það gera rostungar líka, en ekki hvalir. Rostungar voru algengir hér við land á fyrri öldum en eftir að þeir hurfu héðan hefur hval-liðurinn í örnefnum verið túlkaður ranglega svo að hann ætti eingöngu við hvali. Þessi tilgáta Bjarna er mjög sennileg og er hér fallist á hana.



Hvallátur á Breiðafirði.

Nafnið Sellátur er þekkt á nokkrum stöðum. Verstaða í Breiðuvíkurhreppi í Snæfellsnessýslu var nefnd Sellátur (Árni Magnússon og Páll Vídalín, Jarðabók V:154). Sellátur er í Tálknafirði og Sellátranes í Rauðasandshreppi, hvorttveggja í V-Barðastrandarsýslu. Látur á Látraströnd var einnig nefnt Sellátur á dögum Árna Magnússonar og Páls Vídalíns (Jarðabók XI:49). Sellátrar eru einnig í Helgustaðahreppi í S-Múlasýslu.

Heimildir og mynd:
  • Bjarni Einarsson. 1984. Hvallátur. Gripla 6:129-134. Endurpr. í Mælt mál og forn fræði. Reykjavík 1987, bls. 26-31.
  • Árni Magnússon. Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, V og XI bindi. Reykjavík: Sögufélag.
  • Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund.

Höfundur

Svavar Sigmundsson

fyrrv. forstöðumaður Örnefnastofnunar

Útgáfudagur

30.3.2005

Spyrjandi

Lilja Haraldsdóttir

Tilvísun

Svavar Sigmundsson. „Hvaðan kemur nafn eyjaklasans Hvalláturs á Breiðafirði?“ Vísindavefurinn, 30. mars 2005, sótt 7. janúar 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=4861.

Svavar Sigmundsson. (2005, 30. mars). Hvaðan kemur nafn eyjaklasans Hvalláturs á Breiðafirði? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4861

Svavar Sigmundsson. „Hvaðan kemur nafn eyjaklasans Hvalláturs á Breiðafirði?“ Vísindavefurinn. 30. mar. 2005. Vefsíða. 7. jan. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4861>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kemur nafn eyjaklasans Hvalláturs á Breiðafirði?
Nafnið Hvallátur (ft.) er til á að minnsta kosti fjórum stöðum á landinu:

  1. Eyjaklasi á Breiðafirði.
  2. Bær norðan Látrabjargs í V-Barðastrandarsýslu. (Landnámabók) = Látur.
  3. Hvallátradalur er hátt uppi í Lambadalshlíð í Dýrafirði.
  4. = Látur á Látraströnd í S-Þingeyjarsýslu. Nefnt Hvallátur í Landnámabók.

Nafnið er samkvæmt tilgátu Bjarna Einarssonar kennt við rosmhvali, öðru nafni rostunga, en ekki hvali eins og við skilgreinum þá. Orðið látur á fyrst og fremst við stað á landi, þar sem selir kæpa (fæða kópa sína). Það gera rostungar líka, en ekki hvalir. Rostungar voru algengir hér við land á fyrri öldum en eftir að þeir hurfu héðan hefur hval-liðurinn í örnefnum verið túlkaður ranglega svo að hann ætti eingöngu við hvali. Þessi tilgáta Bjarna er mjög sennileg og er hér fallist á hana.



Hvallátur á Breiðafirði.

Nafnið Sellátur er þekkt á nokkrum stöðum. Verstaða í Breiðuvíkurhreppi í Snæfellsnessýslu var nefnd Sellátur (Árni Magnússon og Páll Vídalín, Jarðabók V:154). Sellátur er í Tálknafirði og Sellátranes í Rauðasandshreppi, hvorttveggja í V-Barðastrandarsýslu. Látur á Látraströnd var einnig nefnt Sellátur á dögum Árna Magnússonar og Páls Vídalíns (Jarðabók XI:49). Sellátrar eru einnig í Helgustaðahreppi í S-Múlasýslu.

Heimildir og mynd:
  • Bjarni Einarsson. 1984. Hvallátur. Gripla 6:129-134. Endurpr. í Mælt mál og forn fræði. Reykjavík 1987, bls. 26-31.
  • Árni Magnússon. Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, V og XI bindi. Reykjavík: Sögufélag.
  • Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund.

...