Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvar finnst kvikasilfur í náttúrunni?

Sigurður Steinþórsson

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:
Hvar finnst kvikasilfur í náttúrunni? Hvernig verður kvikasilfur til í náttúrunni? Er kvikasilfur verðmætur málmur og ef svo, hve verðmætur?

Kvikasilfur kemur einkum fyrir í náttúrunni sem steintegundin sinnóber (HgS — kvikasilfurssúlfíð, e. cinnabar). Helstu námur eru á Spáni og Ítalíu, en einnig er kvikasilfur numið í Mið-Evrópu, Rússlandi, N-Ameríku og víðar.



Sinnóber úr kínverskri námu.

Gullgerðarmenn miðalda töldu að unnt væri að breyta kvikasilfri í gull og frá þeim er enska nafnið mercury komið (eftir rómverska guðinum Merkúr). Táknið Hg er hins vegar eftir gríska orðinu hydrargyros, fljótandi silfur.

Kvikasilfur er frumefni og því „verður það ekki til“ í náttúrunni heldur myndaðist það ásamt öðrum frumefnum sólkerfisins í iðrum stórra sólstjarna einhvern tíma á árdögum alheimsins. Hins vegar finnst kvikasilfur, eins og flest frumefni jarðar, oftast sem efnasamband, nefnilega súlfíðið sinnóber.

Ef við berum saman verð á kvikasilfri og gulli þá er verð á kvikasilfri gefið upp sem 178-192 dalir á 34,5 kg flösku, og á gulli sem 380 dalir á únsu. Þetta þýðir að gull kostar 13.400 dali kílóið en kvikasilfur 5 dali hvert kg. Miðað við að gengi dals sé 77 krónur kostar gull 1.032 krónur grammið en kvikasilfur um 40 aura hvert gramm.

Helstu not af kvikasilfri eru í rannsóknatæki, til dæmis hitamæla, í amalgam í tennur og í skordýraeitur. Þar sem kvikasilfur er baneitrað forðast menn heldur að nota það nema nauðsyn beri til. Þannig færist í vöxt að litað alkóhól sé notað í hitamæla og plastefni í tannfyllingar, svo dæmi séu nefnd.

Mynd: Italian Minerals.com

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

3.10.2003

Spyrjandi

Kristinn Ólafur Smárason, f. 1984

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hvar finnst kvikasilfur í náttúrunni?“ Vísindavefurinn, 3. október 2003, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3774.

Sigurður Steinþórsson. (2003, 3. október). Hvar finnst kvikasilfur í náttúrunni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3774

Sigurður Steinþórsson. „Hvar finnst kvikasilfur í náttúrunni?“ Vísindavefurinn. 3. okt. 2003. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3774>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvar finnst kvikasilfur í náttúrunni?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona:

Hvar finnst kvikasilfur í náttúrunni? Hvernig verður kvikasilfur til í náttúrunni? Er kvikasilfur verðmætur málmur og ef svo, hve verðmætur?

Kvikasilfur kemur einkum fyrir í náttúrunni sem steintegundin sinnóber (HgS — kvikasilfurssúlfíð, e. cinnabar). Helstu námur eru á Spáni og Ítalíu, en einnig er kvikasilfur numið í Mið-Evrópu, Rússlandi, N-Ameríku og víðar.



Sinnóber úr kínverskri námu.

Gullgerðarmenn miðalda töldu að unnt væri að breyta kvikasilfri í gull og frá þeim er enska nafnið mercury komið (eftir rómverska guðinum Merkúr). Táknið Hg er hins vegar eftir gríska orðinu hydrargyros, fljótandi silfur.

Kvikasilfur er frumefni og því „verður það ekki til“ í náttúrunni heldur myndaðist það ásamt öðrum frumefnum sólkerfisins í iðrum stórra sólstjarna einhvern tíma á árdögum alheimsins. Hins vegar finnst kvikasilfur, eins og flest frumefni jarðar, oftast sem efnasamband, nefnilega súlfíðið sinnóber.

Ef við berum saman verð á kvikasilfri og gulli þá er verð á kvikasilfri gefið upp sem 178-192 dalir á 34,5 kg flösku, og á gulli sem 380 dalir á únsu. Þetta þýðir að gull kostar 13.400 dali kílóið en kvikasilfur 5 dali hvert kg. Miðað við að gengi dals sé 77 krónur kostar gull 1.032 krónur grammið en kvikasilfur um 40 aura hvert gramm.

Helstu not af kvikasilfri eru í rannsóknatæki, til dæmis hitamæla, í amalgam í tennur og í skordýraeitur. Þar sem kvikasilfur er baneitrað forðast menn heldur að nota það nema nauðsyn beri til. Þannig færist í vöxt að litað alkóhól sé notað í hitamæla og plastefni í tannfyllingar, svo dæmi séu nefnd.

Mynd: Italian Minerals.com ...