Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er heilög þrenning og við hvað er átt?

Einar Sigurbjörnsson (1944-2019)

Samkvæmt kristinni trúarjátningu er Guð samfélag föður og sonar og heilags anda í einum guðdómi og þetta samband eða samfélag í Guði nefnist þrenning eða heilög þrenning. Íslenska orðið þrenning er þýðing á latnesku orði trinitas sem var mótað á 2. öld eftir Krist. Þrenningarkenningin sjálf var síðan mótuð á 4. öldinni í þeirri mynd sem meirihluti kristinna manna viðurkennir.

Þrenningarhugsunin er þó miklu eldri og má rekja allt til Nýja testamentisins og raunar hafa kristnir menn frá fornu fari séð þrenningarhugsun í Gamla testamentinu líka. Höfundur setningarinnar, „Guð er einn að eðli og þrjár persónur,“ var Tertullianus kirkjufaðir (um 160—225) sem lifði og starfaði í Norður-Afríku.

Þegar sagt er að Guð sé einn að eðli en þrjár persónur merkir það að hinn eini Guð sé til og starfi í þrem tilvistarháttum eða myndum og nefnast þær faðir, sonur og heilagur andi. Guð er þar með samfélag eða samband sem er, lifir og starfar í einingu og þessi eining í Guði er ekki eining sem byggist á viljaákvörðun eins og þegar menn stofna félög eða sambönd, heldur er um að ræða eðliseiningu: Faðir og sonur og heilagur andi eru eitt.

Orðið eðli er ættað úr heimspekilegri orðræðu fornaldar, þar sem það merkir kjarnann, hið innsta í hverjum hlut, það sem kveður á um það hvað eitthvað sé. Orðið persóna er latína og er ættað úr leiklistarlífinu. Í fornöld báru leikendur grímu fyrir andliti. Gríman kallaðist persona af per sem merkir „í gegnum“ og sögninni sonare sem þýðir „að hljóma“, og var þá sennilega notuð upphaflega til að magna hljóð. Síðar fór orðið að merkja hlutverk í leikriti og heldur þeirri merkingu enn og loks tók það að merkja mannveru eða einstakling. Þegar orðið persóna er notað um guðdóminn merkir það „þann hátt sem guðdómurinn er til í og starfar í.“ Guð er og starfar sem þrjár persónur, faðir og sonur og heilagur andi. En þessar persónur deila allar sama eðli, sama vilja, sama mætti: Faðirinn er Guð, sonurinn er Guð, heilagur andi er Guð.

Á miðöldum var orðið persona þýtt með orðinu grein á íslensku og þess vegna segir í helgikvæðinu Lilju um guðdóminn: „Eining sönn í þrennum greinum.“

Einn Guð en þrjár persónur

Það er saga Jesú Krists sem knýr kristna menn til þess að játa Guð sem heilaga þrenningu. Saga Jesú Krists er saga manns, sem fæddist, lifði og dó á ákveðnum tíma, í ákveðnu landi. Hinir fyrstu kristnu lærisveinar voru sannfærðir um að Guð hefði starfað með og í þessum manni með einstökum hætti og því hefði líf hans og dauði einhvern æðri tilgang sem snerti ekki aðeins hann persónulega heldur líka líf alls heimsins. Þessi sannfæring byggðist á upprisu Jesú Krists frá dauðum.

Fyrstu aldirnar í sögu kristninnar voru kristnir menn ofsóttir. Þó að margir guðfræðingar er höfðu mótandi áhrif á túlkun ýmissa trúaratriða, hafi starfað á ofsóknartímanum, þá gat almenn umræða um guðfræði og málefni trúarinnar ekki hafist fyrr en eftir að ofsóknum linnti á fjórðu öld. Þá komu upp á yfirborðið ýmsar túlkanir á veru og verki Jesú sem menn þurftu að gera upp á milli og voru kirkjuþing fjórðu og fimmtu aldar vettvangur þeirra skoðanaskipta. Það sem menn leituðust við að hafa að leiðarljósi var annars vegar hvort túlkun samræmdist vitnisburði Ritningarinnar og hins vegar hvort hún samræmdist tilbeiðslunni í kirkjunni. Spurningin um guðdóm Krists var þá í brennidepli. Ef Jesús er tilbeðinn, hlýtur hann þá ekki að vera Guð? Eru guðir þá tveir? Og hvað með heilagan anda sem einnig kemur fyrir í vitnisburði Ritningarinnar og í tilbeiðslu kirkjunnar? Er hann Guð? Er hann eitthvað annað?

Staða Jesú og heilags anda í tilbeiðslunni svo og sterkur vitnisburður Ritningarinnar sannfærði menn um að Jesús væri Guðs sonur og deildi sama eðli og faðirinn. Sama gilti um heilagan anda, einnig hann væri Guð.

Samt neituðu menn því að guðir væru þrír en játuðu: Guð er aðeins einn. Innan hans eru þrír tilvistarhættir eða persónur: Faðir, sonur og heilagur andi. Faðirinn er eilífur uppruni sonar og heilags anda, sonurinn fæðist frá eilífð af föðurnum og heilagur andi útgengur eilíflega af föður eða er gagnkvæmur andardráttur föður og sonar. Þessar persónur deila sama guðdómi, sama mætti, sama vilja.

Þegar litið er til verka Guðs, þá birtist eining og persónuskipting Guðs með þessum hætti:
  1. Sköpunin: Það er Guð sem skapar. Á sviði sköpunarinnar er faðirinn gerandi en hann vinnur fyrir tilstuðlan sonar og heilags anda.
  2. Frelsunin: Það er Guð sem frelsar. Til að frelsa heiminn sendi faðirinn soninn sem mann í krafti heilags anda.
  3. Helgunin: Það er Guð sem helgar. Til að viðhalda og útbreiða verk Krists og helga menn, senda faðir og sonur heilagan anda.
Greining eða persónuskipting guðdómsins er forsenda þess að sonur Guðs gat gerst maður í Jesú Kristi, ekki guðdómurinn í heild, heldur aðeins sonurinn einn.

Viðhorf nokkurra kirkjudeilda til þrenningarinnar

Það voru kirkjuþing fjórðu og fimmtu aldar sem settu þrenningarlærdóminn fram með þeim hætti sem meirihluti kristinna manna hefur samþykkt. Þó hefur verið nokkur munur á framsetningu guðfræðinga Austur- og Vesturkirkjunnar. Guðfræðingar Austurkirkjunnar hafa gengið út frá persónuskiptingu guðdómsins, en guðfræðingar Vesturkirkjunnar hafa gengið út frá einingu guðdómsins. Sá sem mótaði framsetningu Vesturkirkjunnar var aðallega Ágústínus kirkjufaðir (d. 430).

Þegar Vesturkirkjan klofnaði á 16. öld í kirkjudeildir rómversk-kaþólskra og mótmælenda, voru meginkirkjudeildir mótmælenda sammála þrenningarlærdómnum eins og Ágústínus hafði sett hann fram. Það gildir til dæmis um lútersku kirkjuna sem ítrekar þetta bæði í játningarritum sínum og í fjölda sálma og bæna sem notuð hafa verið í kirkjunni og lifað hafa á vörum fólks. Hér á Íslandi hefur signingin átt fastan sess en hún er hlutstæð játning til heilagrar þrenningar.

Ýmsar kirkjudeildir mótmælenda hafa þó mótmælt þrenningarlærdómnum. Þeirra helst er kirkjudeild únitara sem leggja áherslu á einingu Guðs og andmæla guðdómi Jesú Krists og heilags anda og þar með heilagri þrenningu. Enska orðið unitarian er myndað af latneska töluorðinu unus sem þýðir „einn“ og er þá andstæða trinitarian sem myndað er af trinus sem merkir „þrennur“.

Þá hafa ýmsar kirkjudeildir andmælt framsetningu þrenningarlærdómsins án þess þó að mótmæla guðdómi Krists og heilags anda út af fyrir sig. Þessar kirkjudeildir byggja andmæli sín á því að hin klassíska framsetning á þrenningarkenningunni byggist að miklu leyti á orðaforða sem ekki er að finna í Ritningunni. Loks hafa ætíð verið kristnir einstaklingar sem gagnrýna framsetningu þrenningarlærdómsins ýmist af skynsamlegum, biblíulegum eða félagslegum ástæðum. Meðal gagnrýnenda í síðast talda hópnum má nefna kvennaguðfræðinga sem hafa séð valdabyggingu feðraveldisins í framsetningu þrenningarkenningarinnar.

Helstu atriði þrenningarkenningarinnar

Þrenningarkenningin vill leitast við að standa vörð um þrennt. Fyrst má nefna áherslu Biblíunnar á einingu Guðs: Guð er einn og engan má tilbiðja utan Guð einan (fyrsta boðorðið). Í öðru lagi vill þrenningarkenningin leitast við að verja vitnisburð Nýja testamentisins og kristinnar tilbeiðslu annars vegar á mennsku Jesú og hins vegar á guðdómi hans. Í þriðja lagi vill þrenningarkenningin verja trúarreynslu kristins fólks: Trúarreynslan er reynsla af Guði sjálfum og krafti hans. Loks ítrekar þrenningarkenningin alþjóðlega vídd guðdómsins og trúarlegrar reynslu: Allur sannleikur, öll fegurð, allt sem er göfugt, rétt og gott á rætur í Guði skapara, frelsara og helgara eða föður, syni og heilögum anda.

Það er erfitt að gera grein fyrir sambandi föður og sonar og heilags anda rökfræðilega þar eð 1+1+1 eru 3 (nema við beitum margföldum, en þá fáum við út að 1x1x1 eru 1!). Kristnir menn hafa því ætíð viljað ítreka að eining Guðs í þrenningu og þrenning í einingu sé leyndardómur og án samsvörunar í skapaðri tilveru. Eðliseining mannkynsins, karla – kvenna, sjúkra – heilbrigðra, hvítra – svartra, heiðinna – kristinna, samsvarar að nokkru leyti eðliseiningu föður og sonar og heilags anda en aðeins á mjög ófullkominn hátt. Í mannheimi er hver einstaklingur heimur út af fyrir sig. Það nær enginn maður inn í innsta hug nokkurs annars manns og enginn maður kunngjörir innsta eðli sitt öðrum en þeim sem hann sjálfur kýs og þá aðeins það sem hann sjálfur vill.

Þetta er ekki þannig í Guði heldur fer þar saman eðli, máttur og vilji. Faðir, sonur og heilagur andi eru af sama eðli, deila sama mætti og vilja hið sama. Vilji föðurins er ekki annar en vilji sonarins og heilagur andi á engan eiginn vilja óháðan vilja föður og sonar. Verk sonarins er að vilja föðurins og er honum þóknanlegt. Verk heilags anda staðfestir verk föður og sonar.

Hagnýtt gildi þrenningarlærdómsins má túlka með þessum hætti: Þegar menn játa einan Guð í þrenningu og þrennan Guð í einingu, tjá þeir ákveðna og eindregna hugsjón um samfélag fólks í einingu andans og bandi friðar (Efesusbréfið 4.3), þar sem samkennd og samhugur á að ráða en ekki samkeppni, öfund og metingur. Að kristnum skilningi er persóna sú manneskja sem vinnur með öðrum og fyrir aðra að framgangi vilja Guðs sem er eining í þrenningu og þrenning í einingu.

Frekara lesefni:
  • Einar Sigurbjörnsson, Credo: Kristin trúfræði, Háskólaútgáfan, Reykjavík 1989.
  • Einar Sigurbjörnsson, Kirkjan játar: saga og mótun kristinna trúarjátninga og yfirlit yfir helstu kirkjudeildir kristninnar, Skálholt, Reykjavík 1991.
  • Einar Sigurbjörnsson, Ljós í heimi, Skálholtsútgáfan, Reykjavík 1996.
  • Gunton, Colin E., The One, the Three, and the many: God, Creation, and the Culture of Modernity, Cambridge University Press, Cambridge 1993.
  • Gunton, Colin E., Yesterday and Today: A Study of Continuities in Christology, Longman and Todd, London 1983.
  • McGrath, A.E., Christian Theology: An Introduction, Blackwell, Oxford 1994.
  • Macquarrie, John, Principles of Christian Theology, SCM Press, London 1966.
  • Torrance, T. F., The Trinitarian Faith, T.& T. Clark, 1988.

Höfundur

Einar Sigurbjörnsson (1944-2019)

prófessor í guðfræði við HÍ

Útgáfudagur

19.9.2003

Spyrjandi

Petrína Sigurðardóttir
Arndís Bernhardsdóttir

Tilvísun

Einar Sigurbjörnsson (1944-2019). „Hvað er heilög þrenning og við hvað er átt?“ Vísindavefurinn, 19. september 2003, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3745.

Einar Sigurbjörnsson (1944-2019). (2003, 19. september). Hvað er heilög þrenning og við hvað er átt? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3745

Einar Sigurbjörnsson (1944-2019). „Hvað er heilög þrenning og við hvað er átt?“ Vísindavefurinn. 19. sep. 2003. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3745>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er heilög þrenning og við hvað er átt?
Samkvæmt kristinni trúarjátningu er Guð samfélag föður og sonar og heilags anda í einum guðdómi og þetta samband eða samfélag í Guði nefnist þrenning eða heilög þrenning. Íslenska orðið þrenning er þýðing á latnesku orði trinitas sem var mótað á 2. öld eftir Krist. Þrenningarkenningin sjálf var síðan mótuð á 4. öldinni í þeirri mynd sem meirihluti kristinna manna viðurkennir.

Þrenningarhugsunin er þó miklu eldri og má rekja allt til Nýja testamentisins og raunar hafa kristnir menn frá fornu fari séð þrenningarhugsun í Gamla testamentinu líka. Höfundur setningarinnar, „Guð er einn að eðli og þrjár persónur,“ var Tertullianus kirkjufaðir (um 160—225) sem lifði og starfaði í Norður-Afríku.

Þegar sagt er að Guð sé einn að eðli en þrjár persónur merkir það að hinn eini Guð sé til og starfi í þrem tilvistarháttum eða myndum og nefnast þær faðir, sonur og heilagur andi. Guð er þar með samfélag eða samband sem er, lifir og starfar í einingu og þessi eining í Guði er ekki eining sem byggist á viljaákvörðun eins og þegar menn stofna félög eða sambönd, heldur er um að ræða eðliseiningu: Faðir og sonur og heilagur andi eru eitt.

Orðið eðli er ættað úr heimspekilegri orðræðu fornaldar, þar sem það merkir kjarnann, hið innsta í hverjum hlut, það sem kveður á um það hvað eitthvað sé. Orðið persóna er latína og er ættað úr leiklistarlífinu. Í fornöld báru leikendur grímu fyrir andliti. Gríman kallaðist persona af per sem merkir „í gegnum“ og sögninni sonare sem þýðir „að hljóma“, og var þá sennilega notuð upphaflega til að magna hljóð. Síðar fór orðið að merkja hlutverk í leikriti og heldur þeirri merkingu enn og loks tók það að merkja mannveru eða einstakling. Þegar orðið persóna er notað um guðdóminn merkir það „þann hátt sem guðdómurinn er til í og starfar í.“ Guð er og starfar sem þrjár persónur, faðir og sonur og heilagur andi. En þessar persónur deila allar sama eðli, sama vilja, sama mætti: Faðirinn er Guð, sonurinn er Guð, heilagur andi er Guð.

Á miðöldum var orðið persona þýtt með orðinu grein á íslensku og þess vegna segir í helgikvæðinu Lilju um guðdóminn: „Eining sönn í þrennum greinum.“

Einn Guð en þrjár persónur

Það er saga Jesú Krists sem knýr kristna menn til þess að játa Guð sem heilaga þrenningu. Saga Jesú Krists er saga manns, sem fæddist, lifði og dó á ákveðnum tíma, í ákveðnu landi. Hinir fyrstu kristnu lærisveinar voru sannfærðir um að Guð hefði starfað með og í þessum manni með einstökum hætti og því hefði líf hans og dauði einhvern æðri tilgang sem snerti ekki aðeins hann persónulega heldur líka líf alls heimsins. Þessi sannfæring byggðist á upprisu Jesú Krists frá dauðum.

Fyrstu aldirnar í sögu kristninnar voru kristnir menn ofsóttir. Þó að margir guðfræðingar er höfðu mótandi áhrif á túlkun ýmissa trúaratriða, hafi starfað á ofsóknartímanum, þá gat almenn umræða um guðfræði og málefni trúarinnar ekki hafist fyrr en eftir að ofsóknum linnti á fjórðu öld. Þá komu upp á yfirborðið ýmsar túlkanir á veru og verki Jesú sem menn þurftu að gera upp á milli og voru kirkjuþing fjórðu og fimmtu aldar vettvangur þeirra skoðanaskipta. Það sem menn leituðust við að hafa að leiðarljósi var annars vegar hvort túlkun samræmdist vitnisburði Ritningarinnar og hins vegar hvort hún samræmdist tilbeiðslunni í kirkjunni. Spurningin um guðdóm Krists var þá í brennidepli. Ef Jesús er tilbeðinn, hlýtur hann þá ekki að vera Guð? Eru guðir þá tveir? Og hvað með heilagan anda sem einnig kemur fyrir í vitnisburði Ritningarinnar og í tilbeiðslu kirkjunnar? Er hann Guð? Er hann eitthvað annað?

Staða Jesú og heilags anda í tilbeiðslunni svo og sterkur vitnisburður Ritningarinnar sannfærði menn um að Jesús væri Guðs sonur og deildi sama eðli og faðirinn. Sama gilti um heilagan anda, einnig hann væri Guð.

Samt neituðu menn því að guðir væru þrír en játuðu: Guð er aðeins einn. Innan hans eru þrír tilvistarhættir eða persónur: Faðir, sonur og heilagur andi. Faðirinn er eilífur uppruni sonar og heilags anda, sonurinn fæðist frá eilífð af föðurnum og heilagur andi útgengur eilíflega af föður eða er gagnkvæmur andardráttur föður og sonar. Þessar persónur deila sama guðdómi, sama mætti, sama vilja.

Þegar litið er til verka Guðs, þá birtist eining og persónuskipting Guðs með þessum hætti:
  1. Sköpunin: Það er Guð sem skapar. Á sviði sköpunarinnar er faðirinn gerandi en hann vinnur fyrir tilstuðlan sonar og heilags anda.
  2. Frelsunin: Það er Guð sem frelsar. Til að frelsa heiminn sendi faðirinn soninn sem mann í krafti heilags anda.
  3. Helgunin: Það er Guð sem helgar. Til að viðhalda og útbreiða verk Krists og helga menn, senda faðir og sonur heilagan anda.
Greining eða persónuskipting guðdómsins er forsenda þess að sonur Guðs gat gerst maður í Jesú Kristi, ekki guðdómurinn í heild, heldur aðeins sonurinn einn.

Viðhorf nokkurra kirkjudeilda til þrenningarinnar

Það voru kirkjuþing fjórðu og fimmtu aldar sem settu þrenningarlærdóminn fram með þeim hætti sem meirihluti kristinna manna hefur samþykkt. Þó hefur verið nokkur munur á framsetningu guðfræðinga Austur- og Vesturkirkjunnar. Guðfræðingar Austurkirkjunnar hafa gengið út frá persónuskiptingu guðdómsins, en guðfræðingar Vesturkirkjunnar hafa gengið út frá einingu guðdómsins. Sá sem mótaði framsetningu Vesturkirkjunnar var aðallega Ágústínus kirkjufaðir (d. 430).

Þegar Vesturkirkjan klofnaði á 16. öld í kirkjudeildir rómversk-kaþólskra og mótmælenda, voru meginkirkjudeildir mótmælenda sammála þrenningarlærdómnum eins og Ágústínus hafði sett hann fram. Það gildir til dæmis um lútersku kirkjuna sem ítrekar þetta bæði í játningarritum sínum og í fjölda sálma og bæna sem notuð hafa verið í kirkjunni og lifað hafa á vörum fólks. Hér á Íslandi hefur signingin átt fastan sess en hún er hlutstæð játning til heilagrar þrenningar.

Ýmsar kirkjudeildir mótmælenda hafa þó mótmælt þrenningarlærdómnum. Þeirra helst er kirkjudeild únitara sem leggja áherslu á einingu Guðs og andmæla guðdómi Jesú Krists og heilags anda og þar með heilagri þrenningu. Enska orðið unitarian er myndað af latneska töluorðinu unus sem þýðir „einn“ og er þá andstæða trinitarian sem myndað er af trinus sem merkir „þrennur“.

Þá hafa ýmsar kirkjudeildir andmælt framsetningu þrenningarlærdómsins án þess þó að mótmæla guðdómi Krists og heilags anda út af fyrir sig. Þessar kirkjudeildir byggja andmæli sín á því að hin klassíska framsetning á þrenningarkenningunni byggist að miklu leyti á orðaforða sem ekki er að finna í Ritningunni. Loks hafa ætíð verið kristnir einstaklingar sem gagnrýna framsetningu þrenningarlærdómsins ýmist af skynsamlegum, biblíulegum eða félagslegum ástæðum. Meðal gagnrýnenda í síðast talda hópnum má nefna kvennaguðfræðinga sem hafa séð valdabyggingu feðraveldisins í framsetningu þrenningarkenningarinnar.

Helstu atriði þrenningarkenningarinnar

Þrenningarkenningin vill leitast við að standa vörð um þrennt. Fyrst má nefna áherslu Biblíunnar á einingu Guðs: Guð er einn og engan má tilbiðja utan Guð einan (fyrsta boðorðið). Í öðru lagi vill þrenningarkenningin leitast við að verja vitnisburð Nýja testamentisins og kristinnar tilbeiðslu annars vegar á mennsku Jesú og hins vegar á guðdómi hans. Í þriðja lagi vill þrenningarkenningin verja trúarreynslu kristins fólks: Trúarreynslan er reynsla af Guði sjálfum og krafti hans. Loks ítrekar þrenningarkenningin alþjóðlega vídd guðdómsins og trúarlegrar reynslu: Allur sannleikur, öll fegurð, allt sem er göfugt, rétt og gott á rætur í Guði skapara, frelsara og helgara eða föður, syni og heilögum anda.

Það er erfitt að gera grein fyrir sambandi föður og sonar og heilags anda rökfræðilega þar eð 1+1+1 eru 3 (nema við beitum margföldum, en þá fáum við út að 1x1x1 eru 1!). Kristnir menn hafa því ætíð viljað ítreka að eining Guðs í þrenningu og þrenning í einingu sé leyndardómur og án samsvörunar í skapaðri tilveru. Eðliseining mannkynsins, karla – kvenna, sjúkra – heilbrigðra, hvítra – svartra, heiðinna – kristinna, samsvarar að nokkru leyti eðliseiningu föður og sonar og heilags anda en aðeins á mjög ófullkominn hátt. Í mannheimi er hver einstaklingur heimur út af fyrir sig. Það nær enginn maður inn í innsta hug nokkurs annars manns og enginn maður kunngjörir innsta eðli sitt öðrum en þeim sem hann sjálfur kýs og þá aðeins það sem hann sjálfur vill.

Þetta er ekki þannig í Guði heldur fer þar saman eðli, máttur og vilji. Faðir, sonur og heilagur andi eru af sama eðli, deila sama mætti og vilja hið sama. Vilji föðurins er ekki annar en vilji sonarins og heilagur andi á engan eiginn vilja óháðan vilja föður og sonar. Verk sonarins er að vilja föðurins og er honum þóknanlegt. Verk heilags anda staðfestir verk föður og sonar.

Hagnýtt gildi þrenningarlærdómsins má túlka með þessum hætti: Þegar menn játa einan Guð í þrenningu og þrennan Guð í einingu, tjá þeir ákveðna og eindregna hugsjón um samfélag fólks í einingu andans og bandi friðar (Efesusbréfið 4.3), þar sem samkennd og samhugur á að ráða en ekki samkeppni, öfund og metingur. Að kristnum skilningi er persóna sú manneskja sem vinnur með öðrum og fyrir aðra að framgangi vilja Guðs sem er eining í þrenningu og þrenning í einingu.

Frekara lesefni:
  • Einar Sigurbjörnsson, Credo: Kristin trúfræði, Háskólaútgáfan, Reykjavík 1989.
  • Einar Sigurbjörnsson, Kirkjan játar: saga og mótun kristinna trúarjátninga og yfirlit yfir helstu kirkjudeildir kristninnar, Skálholt, Reykjavík 1991.
  • Einar Sigurbjörnsson, Ljós í heimi, Skálholtsútgáfan, Reykjavík 1996.
  • Gunton, Colin E., The One, the Three, and the many: God, Creation, and the Culture of Modernity, Cambridge University Press, Cambridge 1993.
  • Gunton, Colin E., Yesterday and Today: A Study of Continuities in Christology, Longman and Todd, London 1983.
  • McGrath, A.E., Christian Theology: An Introduction, Blackwell, Oxford 1994.
  • Macquarrie, John, Principles of Christian Theology, SCM Press, London 1966.
  • Torrance, T. F., The Trinitarian Faith, T.& T. Clark, 1988.

...