Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Í hvaða gosi myndaðist hraunið hjá Landmannalaugum og hvaða ár?

Sigurður Steinþórsson

Laugahraun er eitt af meira en 10 hrafntinnu- og líparíthraunum sem runnið hafa eftir ísöld á Torfajökulssvæðinu. Þorvaldur Thoroddsen „fann“ þrjú þeirra seint á 19. öld og lýsti í ferðabók sinni og víðar — það voru Laugahraun, Námshraun og Dómadalshraun — en síðan hafa margir skrifað um þessi hraun og almennt um jarð- og landfræði svæðisins, þar á meðal nokkrar doktorsritgerðir.

Gossprunga Laugahrauns klýfur Brennisteinsöldu, líparítfjall myndað við eldgos undir jökli ísaldar. Sprungan er framhald gossprungu Veiðivatna, sem aftur er talin tengjast eldstöð í Bárðarbungu undir Vatnajökli norðvestanverðum.



Laugahraun er frá því um 1477.

Til Veiðivatnasprungunnar er nú rakið svart gjóskulag í jarðvegi á Norður- og Norð-Austurlandi sem féll í eldgosi kringum árið 1477. Um það gos eru engar ritaðar heimildir en tímasetningin er fengin út frá afstöðu gjóskunnar til annarra þekktra laga. Sigurður Þórarinsson taldi upphaflega að þessi gjóska væri upprunnin í Kverkfjöllum, en frekari kortlagning leiddi í ljós að um var að ræða gos á Veiðivatnasprungunni.

Laugahraun rann semsagt því sem næst árið 1477 í stórgosi þar sem basaltbráð úr kvikuhólfi undir Bárðarbungu streymdi til suðvesturs um Veiðivatnasprunguna og allt inn í rætur Torfajökuls-eldstöðvarinnar. Á Veiðivatnasprungunni varð basaltískt gjóskugos sem myndaði fyrrnefnt gjóskulag, en þegar heit basaltkvikan braust inn í hálfbráðið, kísilríkt kvikuhólf Torfajökulseldstöðvarinnar kom hún af stað eldgosi sem meðal annars myndaði Laugahraun.

Annað sambærilegt gos varð árið 871; þá féll Landnámsaskan svonefnda, sem sjá má á landnámssýningunni í Uppsalakjallara og á Þjóðminjasafninu. Þá mynduðust Vatnaöldur og dökki hluti Landnámslagsins en ljósi hlutinn í líparít-gjóskugosi á Torfajökulssvæðinu.

Mynd: James Denyer. Sótt 26. 6. 2008.

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

4.7.2008

Spyrjandi

Kristjana Björk Barðdal

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Í hvaða gosi myndaðist hraunið hjá Landmannalaugum og hvaða ár?“ Vísindavefurinn, 4. júlí 2008, sótt 22. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=29563.

Sigurður Steinþórsson. (2008, 4. júlí). Í hvaða gosi myndaðist hraunið hjá Landmannalaugum og hvaða ár? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=29563

Sigurður Steinþórsson. „Í hvaða gosi myndaðist hraunið hjá Landmannalaugum og hvaða ár?“ Vísindavefurinn. 4. júl. 2008. Vefsíða. 22. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=29563>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Í hvaða gosi myndaðist hraunið hjá Landmannalaugum og hvaða ár?
Laugahraun er eitt af meira en 10 hrafntinnu- og líparíthraunum sem runnið hafa eftir ísöld á Torfajökulssvæðinu. Þorvaldur Thoroddsen „fann“ þrjú þeirra seint á 19. öld og lýsti í ferðabók sinni og víðar — það voru Laugahraun, Námshraun og Dómadalshraun — en síðan hafa margir skrifað um þessi hraun og almennt um jarð- og landfræði svæðisins, þar á meðal nokkrar doktorsritgerðir.

Gossprunga Laugahrauns klýfur Brennisteinsöldu, líparítfjall myndað við eldgos undir jökli ísaldar. Sprungan er framhald gossprungu Veiðivatna, sem aftur er talin tengjast eldstöð í Bárðarbungu undir Vatnajökli norðvestanverðum.



Laugahraun er frá því um 1477.

Til Veiðivatnasprungunnar er nú rakið svart gjóskulag í jarðvegi á Norður- og Norð-Austurlandi sem féll í eldgosi kringum árið 1477. Um það gos eru engar ritaðar heimildir en tímasetningin er fengin út frá afstöðu gjóskunnar til annarra þekktra laga. Sigurður Þórarinsson taldi upphaflega að þessi gjóska væri upprunnin í Kverkfjöllum, en frekari kortlagning leiddi í ljós að um var að ræða gos á Veiðivatnasprungunni.

Laugahraun rann semsagt því sem næst árið 1477 í stórgosi þar sem basaltbráð úr kvikuhólfi undir Bárðarbungu streymdi til suðvesturs um Veiðivatnasprunguna og allt inn í rætur Torfajökuls-eldstöðvarinnar. Á Veiðivatnasprungunni varð basaltískt gjóskugos sem myndaði fyrrnefnt gjóskulag, en þegar heit basaltkvikan braust inn í hálfbráðið, kísilríkt kvikuhólf Torfajökulseldstöðvarinnar kom hún af stað eldgosi sem meðal annars myndaði Laugahraun.

Annað sambærilegt gos varð árið 871; þá féll Landnámsaskan svonefnda, sem sjá má á landnámssýningunni í Uppsalakjallara og á Þjóðminjasafninu. Þá mynduðust Vatnaöldur og dökki hluti Landnámslagsins en ljósi hlutinn í líparít-gjóskugosi á Torfajökulssvæðinu.

Mynd: James Denyer. Sótt 26. 6. 2008. ...