10 mm ∙ 100 m2 = 0,01 m ∙ 100 m2 = 1 m3 = 1 rúmmetriMassi þessa rúmmetra af vatni er mjög nálægt einu tonni. Árleg úrkoma á Íslandi fer mjög eftir stöðum. Spyrjandi býr í Reykjavík og meðalúrkoma áranna 1961-1990 þar var mjög nálægt 800 mm samkvæmt gögnum Veðurstofunnar. Það þýðir samkvæmt framansögðu að þar hafa þá fallið að meðaltali 80 tonn af vatni á ári á þakið sem spurt er um. Í syðstu sveitum Íslands er meðalúrkoma ársins talsvert meiri en í Reykjavík svo að nemur tvöföldun eða meira. Á Norðurlandi er úrkoman talsvert minni, ekki síst á svæðinu norðan Vatnajökuls þar sem hún er um helmingi minni en í Reykjavík. Auðvelt er að reikna vatnsmagnið sem fellur á þetta tiltekna þak á mismunandi stöðum ef ársúrkoma staðarins er þekkt. Við látum lesandanum eftir að fletta upp ársúrkomunni í gögnum Veðurstofunnar og reikna síðan út vatnsmagnið með einfaldri margföldun.
Hve mikið rigningarvatn kæmi á ári að meðaltali af hallandi þaki sem er 100 fm?
Útgáfudagur
10.6.2002
Spyrjandi
Ingi Árnason
Tilvísun
Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hve mikið rigningarvatn kæmi á ári að meðaltali af hallandi þaki sem er 100 fm?“ Vísindavefurinn, 10. júní 2002, sótt 22. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2475.
Þorsteinn Vilhjálmsson. (2002, 10. júní). Hve mikið rigningarvatn kæmi á ári að meðaltali af hallandi þaki sem er 100 fm? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2475
Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hve mikið rigningarvatn kæmi á ári að meðaltali af hallandi þaki sem er 100 fm?“ Vísindavefurinn. 10. jún. 2002. Vefsíða. 22. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2475>.