Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Líklegast er að steinar sem berast til jarðar frá Mars hafi þeyst frá yfirborði reikistjörnunnar við árekstra stórra loftsteina. Við stærstu árekstra þeytist efni upp í loftið með nægum hraða til að losna frá þyngdarsviði Mars og fara á sporbaug um sólu. Mikið er um stóra loftsteinagíga á yfirborði Mars og því er líklegt að margir steinar hafi þeyst út í geim með þessum hætti á æviferli reikistjörnunnar. Brautir sumra bera þá nógu nálægt jörðinni til að þyngdarsvið hennar dragi þá til sín og þeir falla gegnum lofthjúpinn. Þar brenna margir upp vegna núnings við sameindir andrúmsloftsins en einstaka steinar ná til jarðar. Það má teljast mikil heppni að tekist hafi að finnast á annan tug slíkra steina, en þetta eru einu sýnin sem til eru frá Mars því enn hefur ekkert geimfar verið sent til að koma aftur með sýni.
Í svari Þorsteins Þorsteinssonar við spurningunni ”Hvað er nú vitað um loftsteininn frá Suðurskautslandinu sem talinn var bera með sér merki um líf á Mars?” er meðal annars sagt frá því hvernig vísindamenn greina það að loftsteinar komi frá Mars.
TÞ. „Hvernig losna steinar frá Mars og berast til jarðar?“ Vísindavefurinn, 28. júní 2000, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=589.
TÞ. (2000, 28. júní). Hvernig losna steinar frá Mars og berast til jarðar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=589
TÞ. „Hvernig losna steinar frá Mars og berast til jarðar?“ Vísindavefurinn. 28. jún. 2000. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=589>.