Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 170 svör fundust
Hvað er heimakoma og hvað veldur henni?
Heimakoma (Erysipelas) er bráð húðsýking sem er venjulega vel afmörkuð, gljáandi, rauð, upphleypt, heit og viðkvæm fyrir snertingu. Heimakoma byrjar sem rauður blettur á húðinni, oftast þar sem er sprunga eða sár, og breiðist síðan út og stækkar dag frá degi. Stundum myndast blöðrur og jafnvel rauð strik út frá sý...
Til hvers er frumefnið evrópín (Eu) notað og af hverju er heiti þess dregið af heimsálfunni Evrópu?
Frumefnið evrópín nefnist europium á ensku. Það hefur sætistöluna 63 í lotukerfinu og efnatáknið Eu. Atómmassi þess er 151,964 g/mól. Frumefnið finnst í náttúrunni og er stöðugt en stöðug frumefni búa yfir minnst einni stöðugri samsætu (e. isotope). Fundur frumefnisins er eignaður franska efnafræðingnum Eugène-Ana...
Getið þið sagt mér frá dobermann-hundum? Eru þeir mjög grimmir?
Dobermann pinscher er ungt hundakyn sem kom fram seint á 19. öld. Maður að nafni Karl Friedrich Louis Dobermann gegndi starfi skattheimtumanns í bænum Apolda í þýska ríkinu Thüringen og var hann jafnframt hundafangari. Skattheimtumenn voru ekki vinsælustu embættismenn þessa tíma og sagan segir að Dobermann hafi ha...
Hvaða stjörnur og stjörnumerki sjást á himninum fyrstu vetrarmánuðina?
Í hverjum mánuði koma í ljós ný stjörnumerki á kvöldin á meðan önnur hverfa undir sjóndeildarhringinn. Hér er fjallað stuttlega um það sem má sjá á næturhimninum frá nóvember og fram í febrúar. Um miðjan vetur er kjörið tækifæri til þess að skoða mörg af þekktustu stjörnumerkjum og fyrirbærum á himninum. Stjör...
Hvers konar fiskur er hrossamakríll?
Orðið hrossamakríll er í daglegu tali notað um nokkrar tegundir fiska af ættkvíslunum Trachurus og Caranx. Íslenskir fiskifræðingar nota ekki orðið hrossamakríll heldur nefna þessar tegundir brynstirtlur og bæta iðulega við öðru orði sem tilgreinir nánar búsvæði fiskanna. Hrossamakríll er til dæmis haft um tvær...
Hvernig leit Reykjavík út árið 1918?
Upprunalega spurningin var: Hvers konar borg var Reykjavík árið 1918, hvernig var umhorfs í borginni þá? Árið 1918 var Reykjavík bær með nálægt 15.000 íbúum. Fátt í bæjarmynd og skipulagi bar þess vott að þar væri höfuðborg fullvalda ríkisins. Með tilkomu heimastjórnar árið 1904 fóru ýmsir að velta fyrir s...
Hvar er Sjólyst og hvað þýðir þetta orð?
Nokkur dæmi eru um sérnafnið Sjólyst á Íslandi og er þetta yfirleitt nafn á húsi.[1] Að minnsta kosti tvö dæmi koma fyrir í örnefnasafni Árnastofnunar og eru þau bæði á Austurlandi: annað þeirra er að finna á Eyrum í Seyðisfirði og hitt á Búlandsnesi í Berufirði. Samkvæmt öðrum gögnum er nafnið einnig að finna á S...
Hvað er klám?
Þessari spurningu er erfitt að svara þar sem engin skilgreining er til á hugtakinu „klámi“ í íslenskum lögum. Engu að síður stendur í 210. grein almennu hegningarlaganna: Ef klám birtist á prenti, skal sá, sem ábyrgð ber á birtingu þess eftir prentlögum, sæta sektum ... eða fangelsi allt að 6 mánuðum. Sömu refsi...
Hver er Eric Hobsbawm og hvert er hans framlag til sagnfræðinnar?
Eric Hobsbawm er af gyðingaættum, fæddur árið 1917 í Alexandríu í Egyptalandi þar sem faðir hans var í þjónustu breska heimsveldisins. Hann missti foreldra sína á unga aldri en ólst upp í Vín og Berlín hjá ættingjum sem tóku hann í fóstur. Í kjölfar valdatöku nasista í Þýskalandi 1933 fluttist hann ásamt ættingjun...
Hvað sendir frá sér geislun, í til dæmis röntgentækjum?
Í öllum röntgentækjum er röntgenlampi þar sem röntgengeislarnir verða til. Röntgenlampinn er lofttæmt hylki sem er tengt rafmagni. Inni í lampanum er annars vegar varmaþráður sem gefur frá sér rafeindir þegar straumi er hleypt á lampann og hins vegar málmflötur sem rafeindirnar eru látnar skella á. Málmflöturinn ...
Hver var Þorleifur Einarsson og hvert var hans framlag til jarðfræðinnar?
Þorleifur Einarsson fæddist í Reykjavík árið 1931 og lést í Þýskalandi 1999. Þorleifur lærði jarðfræði í Þýskalandi á 6. áratug 20. aldar. Í háskólanámi sínu lagði hann áherslur á almenna jarðfræði, jarðlagafræði og jarðsögu með sérstakri áherslu á áhrif ísaldar á eldvirkni og veðurfarsbreytingar og áhrif þeir...
Hvernig er alheimurinn á litinn?
Alheimurinn nær til alls sem við þekkjum, og er þar með það litríkasta sem hugsast getur! Við sjáum þó ekki alla þessa litadýrð frá jörðinni. Plánetan jörð er í grennd við sólina, sem er hluti af stjörnuþokunni okkar sem kallast Vetrarbrautin. Utan um þessi fyrirbæri alheimsins er gashjúpur sem gleypir suma lit...
Er sjálfsveruhyggja (sólipsismi) heimspekikenning eða geðbilun?
Sjálfsveruhyggja er ekki ein kenning heldur ýmsar kenningar og hugmyndir í þá veru að hugur manns sé með einhverjum hætti einangraður frá öllum veruleika sem er utan við hann. Sumar kenningar af þessu sauðahúsi virðast fremur sennilegar. Fljótt á litið get ég til dæmis ekki fullvissað mig um að aðrir skynji li...
Hvort er vorboðinn ljúfi lóa eða þröstur?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvor er eiginlega vorboðinn ljúfi: Lóa eða þröstur? Er nafngiftin ekki komin frá Jónasi Hallgrímssyni? Það leikur enginn vafi á því að 'vorboðinn ljúfi' í kvæðinu Ég bið að heilsa eftir Jónas Hallgrímsson er þröstur. Í kvæðinu ávarpar ljóðmælandinn fuglinn sem vorboðann ljú...
Hver eru einkenni blóðtappa í fæti?
Áður hefur verið fjallað um blóðtappa í hægra og vinstra heilahveli í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvað er blóðtappi? Í blóðinu eru efni og ferlar sem stjórna því að blóð storknar þegar á þarf að halda, til dæmis til að loka sári og til að hindra útbreiðslu sýkingar. Blóð getur þó einnig stor...