Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 7841 svör fundust
Vinna sálfræðingar eingöngu við meðferð?
Sálfræði er fjölmennust þeirra greina sem kenndar eru innan Félagsvísindadeildar Háskóla Íslands. Sálfræði er sívaxandi grein sem meðal annars má sjá á stöðugri fjölgun nemenda milli ára og sífellt aukinni eftirspurn í atvinnulífinu eftir starfsfólki með sálfræðimenntun. Algengur misskilningur er að sálfræði sn...
Gáta: Hvernig skal senda verðmætan hlut?
Segjum sem svo að þú viljir senda mjög verðmætan hlut í pósti til vinar þíns. Þú átt öskju sem rúmar hlutinn en á öskjunni er einnig haldfang. Haldfangið virkar þannig að ef lás er settur utan um það er ekki unnt að opna öskjuna. Þar sem um verðmætan hlut er að ræða er mikilvægt að hafa öskjuna læsta. Aftur á ...
Hvaða tölva er öflugust eins og er og hve öflug er hún?
Samkvæmt lista sem Mannheim- og Tennessee-háskólarnir gefa út er bandarísk tölva sem nefnist ASCI Red öflugasta tölva heims í júní 2000. Hún er með 9632 stykki af Pentium II Xenon 333 MHz örgjörvum, 606 GB innra minni og 12,5 TB diskpláss. Mannheim-háskóli og Tennessee-háskóli gefa út tvisvar á ári lista ...
Hver er merkingin í orðatiltækinu 'að tefla við páfann'?
Orðasambandið að tefla við páfann merkir ‘að ganga örna sinna, kúka’. Elst dæmi um það í ritmálssafni Orðabókarinnar er frá miðri 19. öld í bréfi frá Jónasi Hallgrímssyni. Af sama tagi eru orðasamböndin að heimsækja páfann, að tala við páfann og að gjalda páfanum skatt og eru þau öll yngri. Einnig er talað um að t...
A: Setning B er lygi. B: Setning A er sönn. Getur þetta nokkurn tímann gengið upp?
Flestir heimspekingar eru sammála um að þetta geti ekki gengið upp ef það að ganga upp þýðir að báðar setningar hafi ákveðið sanngildi, það er að hvor setning um sig sé annað hvort sönn eða ósönn. En skiptir svona lagað einhverju máli? Er það eitthvert vandamál að setningar eins og(A) Setning B er lygi (B) Set...
Hvaða hlutverk hefur gallblaðran og hvaða áhrif hefur það á líkamann ef hún er tekin?
Til að skilja starfsemi gallblöðru er nauðsynlegt að vita hvert hlutverk galls er í meltingu fæðunnar. Gallið myndast í lifrinni og mikilvægasti hluti þess eru gallsölt, sem gegna lykilhlutverki við meltingu á fitu. Gallsaltasameindin er samsett úr stórum óhlöðnum sterakjarna og nokkrum hliðarkeðjum sem tengjast k...
Til hvers eru gervitauganet notuð og hvernig eru þau ólík raunverulegum tauganetum?
Í heilanum eru kerfi samtengdra taugafrumna sem nefnast einu nafni tauganet (e. neural networks). Hægt er að lesa um virkni taugafrumna í svari Heiðu Maríu Sigurðardóttur við spurningunni Hvað eru taugaboð og hvernig verka þau? og í svarinu Geturðu útskýrt fyrir mér boðspennu í frumum? eftir Jón Má Halldórsson. ...
Hvað var rússneski fútúrisminn?
Í Rússlandi var fútúrismi mikill áhrifavaldur á lista- og menningarlíf á öðrum áratugi 20. aldar. Rússnesku fútúristarnar nefndu sig í fyrstu kúbó-fútúrista og töldu sig eiga lítið sameiginlegt með ítölsku fútúristunum. Meginmunur hreyfinganna fólst í því að hinir rússnesku voru ekki eins uppteknir af tækninýjungu...
Hvers vegna er kaldara á suðurpólnum en norðurpólnum?
Sé miðað við nákvæmlega þá staði á yfirborði jarðar þar sem skautin eru skiptir mestu að suðurskautið er inni á mikilli hásléttu meginlands í meir en 2800 metra hæð en norðurskautið er á hafísbreiðu við sjávarmál. Sé miðað við stærri svæði ræður landaskipan hitamuninum að meira leyti. Amundsen-Scott-rannsóknar...
Háskólalestin í Fjallabyggð 2019
Háskólalestin heimsótti Fjallabyggð 17. og 18. maí 2019 og laugardaginn 18. maí var haldin vísindaveisla í Tjarnarborg á Ólafsfirði. Vísindavefurinn lagði þar ýmsar þrautir fyrir gesti og gangandi. Ein fjölskylda náði að leysa allar þrautirnar: Kristína og börnin hennar þau Úlfrún og Örvar, en systkinin eru 13 og ...
Hvernig myndaðist Ha Long Bay í Víetnam?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Hvernig myndaðist Ha Long Bay, eitt af sjö undrum veraldar? (jarðfræðileg skýring) Á Ha Long Bay-svæðinu í norðaustur Víetnam eru um 1600 eyjar sem flestar eru óbyggðar og ósnortnar. Svæðið þykir sérstakt bæði vegna landslags og líffræðilegs fjölbreytileika og er á heimsminj...
Hver var Maria Montessori?
Æviágrip: Maria Montessori fæddist í Chiaravelle nálægt Ancona á Ítalíu 31. ágúst 1870 og dó í Noordwijk í Hollandi 6. maí 1952. Hún varð fyrst ítalskra kvenna til þess að ljúka prófi í læknisfræði frá háskólanum í Róm, árið 1896, og starfaði að því loknu með þroskahömluðum börnum á San Giovanni-sjúkrahúsinu þar...
Oft þegar ég er í tölvunni þá kemur skipunin „press any key". Hvar er þessi hnappur?
Til skýringar er rétt að geta þess að "any key" þýðir "hvaða hnappur sem er". Við á ritstjórn Vísindavefsins áttum lengi í vandræðum með að finna þennan gagnlega hnapp. Á endanum var brugðið á það ráð að fjárfesta í nýjum lyklaborðum handa starfsfólkinu til að leysa þennan vanda. Á þessum lyklaborðum er „any k...
Hvað þýðir spakmæli Seneca: Cui prodest scelus, is fecit?
Setningin þýðir orðrétt: "Sá, sem glæpurinn gagnast, framdi hann". Hún er höfð eftir Medeu í samnefndu leikriti (línur 500-501) eftir rómverska heimspekinginn og rithöfundinn Lucius Annaeus Seneca. Medea sakar Jason um að bera ábyrgð á ódæði hennar vegna þess að hann hafi grætt á því. Hún segir: Þeir [glæpir...
Er hægt að lýsa lit?
Sú fullyrðing að eitthvað sé öldungis ólýsanlegt er bæði algeng og hversdagsleg. Stundum segjum við að eitthvað sé ólýsanlegt vegna þess hversu stórfenglegt, einstakt, flókið eða óviðjafnanlegt það er. Stundum notum við líka þetta orðalag um fyrirbæri sem viðmælandinn hefur aldrei upplifað sjálfur. Ef einhver reyn...