Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4380 svör fundust
Styrkir kúamjólk bein líkamans?
Mataræði er mikilvægur þáttur í því að byggja upp sterk bein. Bein er lifandi vefur og þarf eins og allir vefir líkamans á ýmsum næringarefnum að halda til þess að þroskast og vaxa eðlilega og til þess að viðhalda sér eftir að fullum vexti er náð. Styrkur beinagrindar byggist aðallega á kalksamböndum en í beinum e...
Hvernig er hægt að vinna þennan gaur í nim?
Spyrjandi sendi okkur veffang á síðu sem hægt er að skoða hér. Þessi leikur kallast nim. Reglurnar eru þær að tveir leikmenn skiptast á að taka kúlur og sá sem tekur síðustu kúluna tapar. Í öðrum afbrigðum af leiknum vinnur sá sem tekur síðustu kúluna. Sýnt hefur verið fram á að leiðin til að vinna nim-le...
Af hverju kom Heimaeyjargosið svona flatt upp á alla, gerði það engin boð á undan sér?
Gosið í Heimaey byrjaði í janúar árið 1973. Þá höfðu menn ekki eins mikla þekkingu á eldgosum hér á landi og við höfum nú, og heldur ekki eins góð tæki til að fylgjast með hvers konar hreyfingum jarðskorpunnar. Eftir á gátu menn hins vegar séð að gosið hafði í rauninni gert boð á undan sér um 30 klukkustundum fyrr...
Á hve marga vegu er hægt að velja fimm manna stjórn úr átján manna hópi ef tveir þeirra gefa ekki kost á sér nema báðir séu valdir?
Mennina tvo, sem gefa ekki kost á sér nema báðir séu valdir, skulum við kalla Jón og Hannes. Þá getum við skipt öllum mögulegum stjórnum í tvo flokka: Stjórnir sem hafa hvorki Jón né Hannes. Stjórnir sem hafa bæði Jón og Hannes. Einfalt mál er að finna fjölda stjórna sem tilheyra hvorum flokki fyrir sig, sv...
Voru þrælar í Róm til forna notaðir í annað en að vera skylmingaþrælar?
Rómverjar notuðu þræla til margvíslegra starfa og skylmingaþrælar voru einungis ein stétt þræla. Upphaflega voru þrælar tiltölulega fáir, þrældómur hjá Rómverjum var þá einhvers konar skuldaánauð auk þess sem foreldrar gátu selt börn sín í þrældóm til þess að losna undan skuldum. Þessu var þó takmörk sett því að í...
Hver er greindarvísitala meðalmanneskju og hvenær er hún orðin óeðlilega lág eða há?
Vísindavefnum hafa borist margar spurningar um greind og greindarvísitölu. Hér er einnig svarað þessum spurningum: Hvað er venjuleg greindarvísitala unglinga? En fullorðinna manna? Hvað er greindarvísitalan hjá 12 ára krökkum að meðaltali há? Hver er meðalgreindarvísitala hjá Íslendingum? Hvað þýðir IQ? Hva...
Vilja ekki allir Íslendingar hafa hraðlest á milli Keflavíkur og Reykjavíkur?
Einfalda svarið við þessari spurningu er vitaskuld nei; það eru örugglega til nokkrir Íslendingar sem vildu ekki slíka lest, jafnvel þótt það kostaði ekkert að leggja brautina og reka lestina, ef svo má að orði komast! Hér verður ekkert fullyrt um það hve margir fylla þann flokk en hafa má í huga að lestirnar mynd...
Af hverju spyr ég þessarar spurningar?
Ýmis svör koma til greina en öll eru þau stutt. Við látum hér fylgja nokkra möguleika:Af því að þig langar að leggja fram spurningu en þér dettur ekkert annað betra í hug. Af því að þig langar til að leggja fram spurningu sem ómögulegt virðist að svara. Af því að himinninn er blár. Af því að þú heldur að okkur ...
Hvað merkir peningaþvætti?
Talað er um að þvo peninga eða peningaþvætti þegar uppruni illa fengis fjár er hulinn svo að þess virðist hafa verið aflað með löglegri starfsemi. Tilgangurinn er að reyna að koma í veg fyrir að upp komist að einhver á illa fengið fé en gera honum engu að síður kleift að nota það. Sem dæmi má nefna að maður sem...
Hvers vegna fer gæsin til annarra landa á ákveðnum tímum ársins?
Gæsir (Anser spp.) líkt og fjölmargar aðrar tegundir fugla koma hingað til lands sem og á aðra staði á kaldtempruðum svæðum og heimskautasvæðum jarðar þegar vorar og hlýnar í lofti. Þegar kólnar á haustin yfirgefa þær svo svæðin og leita suður á bóginn. Af hverju leggja þessar fuglategundir þetta ferðalag á sig...
Hvað er fasismi?
Fasismi er heiti á alræðistefnu í stjórnmálum sem byggir á andstöðu við lýðræði og einstaklingsfrelsi. Orðið á rætur að rekja til Rómaveldis og Benito Mussólíni sem komst til valda á Ítalíu árið 1922 notaði það yfir stjórnmálaflokk sinn. Fljótlega var einnig farið að tala um fasisma til þess að lýsa svipuðum hreyf...
Hvernig eru Kutubumenn á Papúa í Nýju Guíneu?
Kutubu er nafn á stöðuvatni, sem er að finna nálægt sjöttu gráðu suðlægrar breiddar og 143. lengdargráðu í suðurhlíð fjallgarðsins sem liggur eftir Nýju Gíneu miðri frá austri til vesturs. Kutubuvatnið er í héraði sem heitir Southern Highlands Province. Hverjir eru Kutubumenn? Grannar þeirra sem búa við Kutubu...
Hvað er flugvél lengi að fljúga kringum jörðina?
Þann 14. desember árið 1986 tókst flugvélin Voyager á loft í Kaliforníu í Bandaríkjunum í þeim tilgangi að fljúga umhverfis jörðina án millilendingar og án þess að taka eldsneyti á flugi. Voyager var sérsmíðuð fyrir þetta verkefni, drifin áfram af tveimur skrúfuhreyflum og höfð eins létt og mögulegt var. Í áhöfnin...
Hvaða rannsóknir hafa farið fram á orsökum þess að sokkar hverfa stundum í þvottavélum?
Vísindavefurinn hefur ótal sinnum fengið fyrirspurnir um dularfull sokkahvörf. Í meginatriðum er gott samræmi í frásögnum vitna af atburðarásinni: Alltaf hverfur annar sokkur úr pari og stakur sokkur stendur eftir. Með tímanum safnast stöku sokkarnir upp og verða oft að myndarlegri hrúgu; sumir spyrjendur segjast ...
Hvernig stendur á því að meginlönd heims safnast fremur saman norðanvert á heimsknöttinn?
Jörðin myndaðist að öllum líkindum fyrir 4600 milljón árum. Fljótlega skildist hún sundur í kjarna sem er að mestu úr járni og nikkel að talið er, og möttul, sem er úr ýmsum samböndum járns, kísils, áls, magnesíns og fleiri frumefna við súrefni. Vegna varmamyndunar í þessu efni af völdum geislavirkni, efna- og...