Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Getið þið sagt mér allt um Flóabardaga?

Flóabardagi er eina sjóorrustan sem háð hefur verið við Íslandsstrendur þar sem Íslendingar skipuðu bæði lið. Orrustan fór fram á Húnaflóa 25. júní árið 1244 og þar mættust lið Þórðar kakala Sighvatssonar og Kolbeins unga Arnórssonar. Þórður kakali var af ættum Sturlunga, sonur Sighvats Sturlusonar og því bróðurso...

category-iconJarðvísindi

Hvað getið þið sagt mér um Rauðasand?

Rauðasandur er um 12-13 km löng skeljasandsfjara við sunnanverða Vestfirði, rétt austur af Látrabjargi. Oft hefur verið sagt að sandurinn og umhverfi hans séu eitt af fallegri náttúrufyrirbrigðum í íslenskri náttúru, en sveitin hefur löngum verið rómuð fyrir náttúrufegurð og búsæld. Rauðasandur er ein mesta sk...

category-iconJarðvísindi

Hvað er vitað um dyngjugos á Reykjanesskaga?

Dyngjugos á Reykjanesskaga byrja sennilega í flestum tilvikum sem sprungugos. Vísbendingar um slíkt má sjá í Fagradalsfjallskerfinu og víðar. Virknin færist síðan smám saman í einn gíg og þróast í sígos sem stendur lengi, jafnvel nokkur ár í stærstu dyngjunum. Hraunframleiðsla er talin lítil eða kringum fimm rúmme...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um bleikjur?

Bleikja (Salvelinus alpinus) er ferskvatnsfiskur sem finnst helst í stöðuvötnum og lækjum á norðurslóðum og er talin vera sú tegund ferskvatnsfiska sem finnst nyrst í heiminum (Klemetsen o.fl., 2003). Bleikjan tilheyrir ætt laxfiska eins og urriðinn (Salmo trutta) og laxinn (Salmo salar) sem einnig finnast hérlend...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaðan kemur vitneskja okkar um norræna goðafræði?

Utan hins norræna málsvæðis eru einungis varðveitt örfá eddukvæða brot um fornar hetjur. Drjúgur hluti hins norræna efnis fjallar hins vegar um forna germanska guði sem skýrar vísbendingar eru um að hafi verið tignaðir víða um Evrópu á heiðnum tíma. Nútímamaðurinn vissi þó fátt um þessi goð ef ekki væri fyrir ísle...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað varð um landnámssvínið, dó það út?

Hér er einnig að finna svar við spurningunni: Hefur fundist erfðaefni úr íslenskum landnámssvínum? Íslenskir landnámsmenn, sem talið er víst að hafi verið blanda fólks frá Skandinavíu og Bretlandseyjum,[1] höfðu með sér til landsins allar þær búfjártegundir sem tilheyrðu hefðbundnum landbúnaði þess tíma. Hi...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað getið þið sagt mér um mólendi?

Hér er einnig svarað spurningunum: Hvað er mólendi? Hvaða dýr lifa í mólendi? Hve stór hluti Íslands er þakinn mólendi? Mólendi (e. heathland) er gróið, óræktað land sem einkennist af lyngtegundum og öðrum runnkenndum plöntum en getur einnig verið allríkt af grösum, störum, tvíkímblaða jurtum, mosum og flétt...

category-iconVeðurfræði

Hvað getið þið sagt mér um hafís?

Á hafinu flýtur tvenns konar ís, hafís sem er frosinn sjór, og borgarís sem myndast þegar brotnar úr jöklum sem skríða í sjó fram eða liggja meðfram strönd, eða á henni. Hafís getur myndast í fjörðum hér við land á köldum vetri. Hann kallast þá lagnaðarís og er orðið dregið af því að sagt er að fjörðinn leggi. ...

category-iconJarðvísindi

Hvað getið þið sagt mér um eldstöðvakerfið í Ljósufjöllum?

Ljósufjallareinin teygir sig frá Kolgrafafirði í vestri að Norðurá í Borgarfirði. Hún er nær 90 kílómetra löng og stefnir vestnorðvestur til austsuðausturs. Miðja hennar virðist vera í Ljósufjöllum, og dregur hún því nafn sitt af þeim. Þar er eldvirknin mest og fjölbreyttust. Ljósufjöll standa fyrir miðjum vest...

category-iconJarðvísindi

Hvað eru óseyrar?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvað eru óseyrar og hvar eru stærstu óseyrar í heimi? Óseyri er tungulaga setmyndun, gerð úr efni sem flust hefur til sjávar eða stöðuvatns með straumvatni og sest til við strönd, aðallega undir vatnsborðinu en að nokkru leyti ofan þess. Á mörgum erlendum tungum er orðið ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Er hægt að búa til lyf gegn Alzheimer-sjúkdómi með því að genabreyta hákörlum?

Upphaflega spurningin var svohljóðandi:Er hægt að búa til lyf gegn veikinni Alzheimer, með því að genabreyta hákörlum og þá nota efnið úr heila þeirra (eins og í bíómyndinni Deep Blue Sea)? Ég vil taka strax fram að ég hef ekki séð umrædda bíómynd og veit því ekki nákvæmlega hvað þar er gert. Ég geri hins vegar r...

category-iconLæknisfræði

Hvað getur þú sagt mér um Klinefelter-heilkenni?

Hér er einnig svarað spurningunni:Hver eru einkenni XXY-litningagalla? Klinefelter-heilkenni var fyrst lýst árið 1942 þegar maður að nafni Klinefelter gaf út skýrslu um níu karlmenn sem höfðu óvenjustór brjóst, gisinn hárvöxt í andliti og á líkama, og lítil eistu sem mynduðu ekki sæði. Þessi einkenni hlutu heitið...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju kemur stundum ískur í röddina þegar strákar eru í mútum?

Bæði strákar og stelpur fara í mútur en það er eitt einkenni kynþroskaskeiðsins. Vegna kynhormóna verða ýmsar líkamlegar breytingar við kynþroska. Áður en rödd drengja dýpkar geta þeir sungið í drengjakór. Í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni: Hver eru helstu einkenni kynþroskaskeiðs? kemur efti...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir orðasambandið "að hnoða hinn þétta leir"?

Orðasambandið að hnoða hinn þétta leir er ekki algengt í málinu. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru fjórar heimildir. Tvær eru frá 18. öld, önnur úr öðru bindi postillu Jóns biskups Vídalín (1724) en hin úr bók með sjö predikunum (1722) en af þeim samdi Jón Vídalín sex. Í báðum tilvikunum er um fjármuni að ræ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Er hægt að smitast af krabbameini?

Það sem einkennir krabbamein er að frumur í tilteknum vef eða líffæri hætta að skynja sig sem hluta af heildinni, en fara þess í stað að skipta sér óháð þörfum líkamans. Annað einkenni á krabbameinsfrumum er að þær geta rutt sér leið yfir í vefi sem liggja nálægt upprunastaðnum. Þannig geta þær komist inn í sogæða...

Fleiri niðurstöður