Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4570 svör fundust
Hvað er latexofnæmi og hvaða fæðutegundir eru tengdar við það?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvaða fæðutegundir eru tengdar við latexofnæmi og hvers vegna? Eða: Hvað má ég helst ekki borða ef ég er með latexofnæmi og hvers vegna? Stundum skjóta ný heilbrigðisvandamál upp kollinum án þess að ástæður liggi í augum uppi. Eitt slíkt vandamál er ofnæmi fyrir latex. Því var ...
Hvers vegna eru Íslendingasögur höfundarlausar?
Líklegast er að höfunda Íslendingasagna sé hvergi getið af því að sá sem fyrstur skrifaði þær hafi ekki talið sig höfund þeirra og samtímamönnum hans hafi ekki heldur þótt það skipta máli. Höfundur merkir upphafsmaður, og annaðhvort voru sögurnar byggðar á eldri frásögnum af þeim atburðum sem þær segja frá eða höf...
Er það satt að maður fái straum úr álum?
Það er algengur misskilningur að sumir álar geti gefið frá sér straum. Tegundin hrökkáll (Electrophorus electricus) sem er ein kunnasta fisktegundin sem gefur raflost er ekki áll í flokkunarfræðilegum skilningi, þrátt fyrir íslenska nafnið, heldur tilheyrir hún ættbálknum siluriformes. Hins vegar tilheyra álar öð...
Hvernig beygist sögnin að skína? Ég skín, hún skín en þú...? Og af hverju?
1.p.et. ég skín 2.p.et. þú skín 3.p.et. hann/hún/það skín og svo framvegis Sögnin að skína telst til svonefnds fyrsta flokks sterkra sagna. Eftir honum beygjast til dæmis sagnir eins og bíta, skíta, rífa og margar fleiri. Í fornu máli átti sögnin skína því að fá endinguna -r í annarri og þriðju persónu e...
Hvað táknar skammstöfunin SMS?
Skammstöfunin SMS stendur fyrir 'Short Message Services' sem gæti útlagst smáskilaboðaþjónusta á íslensku. Með smáskilaboðum má senda 160 stafi eða tákn í GSM síma, annaðhvort frá öðrum síma eða frá tölvu. Það er til dæmis hægt á síðum Vodafone, Símans og Nova. Ef slökkt er á síma sem sent er til eða hann u...
Hvað éta jaðrakanar?
Jaðrakaninn (Limosa limosa) er dæmigerður votlendisfugl. Upp úr aldamótunum 1900 einskorðaðist útbreiðsla hans við Suðurlandsundirlendi en fram eftir 20. öld hefur fuglinn sest víðar að. Hann verpir nú á láglendissvæðum á Vesturlandi, Norðurlandi og einnig fyrir austan. Fæða jaðrakansins er mestmegnis úr dýrarí...
Hvað er spjaldbein og til hvers er það?
Spjaldbein (sacrum) er stórt þríhyrningslaga bein neðst á hryggnum sem myndar afturhluta mjaðmagrindar. Það er í raun myndað við samruna fimm hryggjarliða neðan við lendarliðina og ofan við rófubeinið (coccyx). Það myndar liðamót á tveimur stöðum við mjaðmarbeinið. Spjaldbein konu, séð að framan (anterior). Spja...
Getið þið sagt mér allt um járn?
Járn hefur sætisgildið 26 í lotukerfinu og það er táknað með stöfunum Fe. Atómmassi þess er 55,845 en eðlismassinn er 7,847 g/cm3. Bræðslumark járns er 1538°C en suðumarkið 2861°C. Járn er frumefni sem hefur verið til frá ómunatíð. Járn er lífsnauðsynlegt fyrir lífverur þar sem járn í blóðrauðanum sér um að ...
Hvað er réttarregla?
Samkvæmt skilgreiningu Netlögbókarinnar er svarið við spurningunni þetta:Réttarreglur eru þær reglur sem taldar eru tilheyra ákveðnu réttarkerfi, t.d. réttarkerfi ríkis. Það fer eftir réttarheimildum hvers réttarkerfis hvaða reglur eru taldar tilheyra því kerfi. (Stefán Már Stefánsson, Úlfljótur 1971, bls. 299). S...
Maður hefur oft heyrt orðasambandið „að vísa einhverju á bug“. Hvað merkir orðið „bugur“ ?
Orðasambandið að vísa einhverju á bug er notað um að 'hafna e-u, mótmæla e-u, reka e-ð burt' og er þekkt í málinu frá því á 19. öld. Ekki er fullvíst hvað bugur merkir hér. Orðið kemur fyrir í öðrum samböndum skyldrar merkingar eins og að aka e-m á bug 'reka e-n burt', sem þekkt er í fornu máli, fara í bug við e...
Af hverju dreymir mann?
Draumar hafa löngum þótt merkilegir og jafnvel verið taldir geta gefið mikilvægar upplýsingar um framtíðina eða um manns eigið ómeðvitaða hugarstarf. Ekki er þó ýkja langt síðan farið var að rannsaka þá á vísindalegan hátt. Vísindamenn eru ekki sammála um af hverju fólk dreymir. Ein hugmynd er sú að draumar séu...
Anda flugur?
Flugur anda líkt og allar lífverur jarðar. Í líffræði er öndun skilgreind sem efnaferlar í lifandi verum sem stuðla að losun orku með sundrun næringarefna. Líkt og næringarnám er öndun eitt af megineinkennum alls þess sem telst lifandi hér á jörðu. Eins og aðrar lífverur anda flugur þótt loftskipti hjá þeim geri...
Hvað eru ljósleiðarar?
Ljósleiðarar eru grannir þræðir úr gleri eða plasti sem geita leitt ljós frá einum stað til annars. Um miðja 19. öld sýndu menn fram á að hægt væri að leiða ljósið, til dæmis inni í vatnsbunu eða bognum glerstaut. Ljósleiðarar eru þess vegna ekki nýir af nálinni. Það var þó ekki fyrr en eftir miðja 20. öld sem ...
Af hverju fá sumir tár í augun þegar þeir sjá lauk?
Við vitum ekki til þess að algengt sé að menn fái tár í augun þegar þeir sjá lauk. Algengt er hins vegar að menn tárist við að skera lauk. Þegar laukur er skorinn leysir hann lífhvata sem breyta lífrænum sameindum lauksins í sýrur með brennisteini. Sýrurnar gufa strax upp og ef þær komast í snertingu við augun ...
Hvað er sólin heit?
Sólin skiptist í nokkur lög sem ekki eru öll jafnheit. Í miðju sólarinnar er hitinn mestur. Talið er að þar sé hitinn 15,5 milljón gráður á Celsíus. Á yfirborði sólarinnar er hitinn hins vegar mun lægri eða um 5500°C. Hægt er að lesa meira um hita sólarinnar í ýtarlegu svari Tryggva Þorgeirssonar við spurningun...