Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5553 svör fundust

category-iconHeimspeki

Hver var Thomas More og hvert var framlag hans til fræðanna?

Thomas More (1478–1535) var lögspekingur og áhrifamikill stjórnmálamaður við siðaskiptin í Englandi. Í samtímanum er hans helst minnst fyrir tvennar sakir. Annars vegar vegna andstöðu hans við aðskilnað ensku og kaþólsku kirkjunnar undir forystu Hinriks VIII (1491–1547). Þeir atburðir enduðu með því að More var te...

category-iconHeimspeki

Sjáum við litina eins? Sé ég rauðan eins og þú sérð rauðan? Sérð þú kannski rauðan eins og ég sé grænan?

Hugmyndin um öfugt litróf (e. inverted spectrum) hefur verið töluvert til umræðu á undanförnum áratugum meðal þeirra heimspekinga sem fást við heimspeki mannshugarins. Þessa hugmynd má þó rekja lengra aftur í tíma en til undanfarinna áratuga því að hún er sett fram hjá John Locke (1632-1704) í bók hans An Essay co...

category-iconFélagsvísindi

Hvernig er þjóðfélagsástandið í Sádí-Arabíu?

Konungsríkið Sádí-Arabía gekk í gegnum miklar samfélagsbreytingar á síðustu öld og segja má að það hafi þróast frá því að vera vanþróað ríki þar sem meirihluti íbúanna lifðu hirðingjalífi, í það að vera eitt ríkasta land í heimi með tilheyrandi borgarlífi og neyslu. Kúvendingin varð þegar olía fannst í austurhlut...

category-iconHeimspeki

Hvað er sýndarveruleiki?

Orðið sýndarveruleiki er gjarnan notað sem þýðing á enska orðasambandinu „virtual reality“, en það er einkum haft um tölvulíkön sem líkja eftir afmörkuðum sviðum veruleikans. Elstu dæmin um sýndarveruleika, í þessum skilningi, eru flughermar sem notaðir hafa verið til að þjálfa flugmenn frá því á 7. áratug 20. ald...

category-iconFélagsvísindi

Hvað eru hlutabréfavísitölur?

Hlutabréfavísitölur eru mælikvarðar á þróun verðs ákveðinna tegunda eða flokka hlutabréfa. Þær eru því á margan hátt hliðstæðar verðlagsvísitölum, eins og vísitölu neysluverðs. Vísitala neysluverðs er mælikvarði á þróun verðlags, það er að segja á breytingar á verði allra vara og allrar þjónustu. Munurinn liggur þ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Geta úlfar og hundar eignast afkvæmi og skiptir máli hvaða hundategundir eru þar að verki?

Vegna þess hvað hundar og úlfar eru skyldir og líkir líffræðilega geta þeir eignast afkvæmi vandkvæðalaust. Þá virðist ekki skipta máli hvaða hundakyn eða úlfastofn eiga í hlut en hins vegar geta skapast vandræði ef stærðarmunur er mikill. Hundar og úlfar eru af hundaættinni, Canidae, sem inniheldur aðeins um þ...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvað er svarthol?

Talið er að massamiklar stjörnur endi æviskeið sitt sem svarthol. Svarthol verða til þegar kjarnar stjarnanna falla saman undan eigin massa. Kjarninn fellur saman þangað til hann er orðinn geysilega þéttur og allur massinn er saman kominn á örlitlu svæði. Umhverfis það er þyngdarsviðið svo sterkt að ekkert sleppur...

category-iconHeimspeki

Eru til svör við öllu?

Þessa spurningu mætti skilja á tvo vegu, eftir því hvort áherslan er á "svör" eða á "öllu". Í fyrra tilfellinu er vandinn: "Hvað er svar?", en í því seinna er hann: "Ef við vitum hvað 'allt' er, og við vitum hvað telst fullnægjandi 'svar' við því, er þá til svar við hverju atriði úr þessu "öllu"?". Fyrst skulum...

category-iconHeimspeki

Er í alvöru til eitthvað sem heitir eðli, hjá mannfólki og sem munur á milli kynjanna?

Fólk greinir mjög á um hvort til sé manneðli og ef svo er hvað það sé. Sömuleiðis er mikill ágreiningur um hvort eðlismunur sé á milli kynjanna og ef svo er í hverju hann felist. Ástæðan fyrir þessum ágreiningi er sú að spurningin um manneðlið (og svo kyneðlið) er oftast ekki aðeins spurning um það hvort það séu e...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Getur vatn verið þurrt?

Gestir okkar hafa greinilega gaman af að velta fyrir sér merkingu orðanna þó að tengingin við raunveruleikann sé að vísu oft á næstu grösum. Við kveinkum okkur alls ekki undan þessu því að við höfum líka lúmskt gaman af að spá í orðin og tungumálið. Hins vegar þurfa kannski báðir aðilar að gæta sín á því að festas...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver er munurinn á kolvetnum og kaloríum?

Munurinn á kolvetnum og kaloríum er margvíslegur þótt bæði hugtökin tengist orku og varma og geti tengst mannslíkamanum. Kolvetni (e. carbohydrates) eru tiltekinn flokkur efna sem er skilgreindur nánar út frá samsetningu efnanna. Kaloría (e. calorie) er hins vegar mælieining um orku eða varma. Meðal annars er hægt...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað felst í vandamálinu ,,P vs. NP''?

Skýrum fyrst um hvað spurningin snýst. Til einföldunar má segja að hún varði afköst eða getu tölva til að leysa tiltekin verkefni. Það er þó ekki svo einfalt að þetta snúist um hvað tölvan geti framkvæmt margar aðgerðir á sekúndu heldur frekar hvað þurfi margar aðgerðir eða skref til að leysa tiltekið vandamál. ...

category-iconStjórnmálafræði

Getið þið útskýrt fyrir mér hvernig landsþingin fjögur í Bretlandi virka?

Hið sameinaða konungsríki Stóra-Bretlands og Norður-Írlands, hér eftir nefnt Bretland, samanstendur af Englandi, Skotlandi, Wales og Norður-Írlandi. Breska þingið, sem staðsett er í Westminster-þinghúsinu í London, setur ríkinu lög og ákveður skatta og álögur. Þingið starfar í tveimur deildum og skiptist í neðri d...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver var Sigurður Nordal og hvert var hans framlag til íslenskra fræða?

Hver kynslóð er að vísu nýtt lauf á stofninum, hver kynslóð reisir að einhverju leyti nýtt hús á eldra grunni. En giftusamlegt jafnvægi er í því fólgið að vera í senn lauf á stofninum og færa honum meira gróðrarmagn, – að reisa hús sitt á bjargi, en ekki á sandi, og úr ósviknum efniviði, sem kemur framtíðinni að n...

category-iconUmhverfismál

Er það satt að plasteyjur, miklu stærri en Ísland, fljóti um heimshöfin?

Upprunalegu spurningarnar hljóðuðu svona: Hvað getið þið sagt mér um ruslaeyjur Kyrrahafsins? Hvað getið þið sagt mér um plasteyjuna í Kyrrahafinu? Er hún til og er hún 14 sinnum stærri en Ísland? Það er satt að svokallaðar „plasteyjur“ fljóti um heimshöfin. Reyndar er ekki um að ræða eyjur í orðsins fyllst...

Fleiri niðurstöður