Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3411 svör fundust
Hvað er fellibylur, af hverju og við hvaða aðstæður myndast fellibyljir?
Fellibyljir eru djúpar og krappar lægðir sem myndast yfir hafi í hitabeltinu. Lægðir þessar valda oft miklu tjóni þegar þær ganga á land, ýmist vegna fárviðris, úrfellis eða sjávarflóða sem oft fylgja. Ólíkt lægðum sem fara um Ísland og myndast og dýpka á mörkum kaldra og hlýrra loftmassa sækja fellibyljir ork...
Hvaða rómversku guðir samsvöruðu ekki forngrísku guðunum?
Hér er svarað eftirtöldum spurningum: Hverjir voru sérrómversku guðirnir, þeir sem ekki samsvöruðu grísku guðunum? (Helga Guðrún Óskarsdóttir)Hverjir voru sérrómversku guðirnir og hvað var merkilegt við þá? Hverjar voru Vestumeyjarnar? (Dagný Ívarsdóttir) Rómversk goðafræði er að langmestu leyti ættuð frá Forn...
Hvar eru Svörtuloft?
Örnefnið Svörtuloft er að minnsta kosti á 14 stöðum á landinu. Hér verður minnst á sjö þeirra staða. Þekktustu Svörtuloft eru sjávarhamrar, um fjögurra km langir, suður frá Öndverðarnesi, vestast á Snæfellsnesi. Hamrarnir eru hrikalegir tilsýndar og kolsvartir eins og nafnið ber með sér. Þorvaldur Thoroddsen ge...
Hvaða stjörnur mynda stjörnumerkið Meyju og hvar sést það á himninum?
Meyjan er eitt hinna 88 stjörnumerkja sem þekja himinhvelfinguna. Meyjan er næststærsta stjörnumerkið á eftir Vatnaskrímslinu. Hún sést lágt á lofti á vorhimninum. Meyjan liggur umhverfs miðbaug himins og markast af stjörnumerkjunum Ljóninu og Bikarnum í vestri, Bereníkuhaddi og Hjarðmanninum í norðri, Höggorm...
Hvað er veira?
Veira (e. virus) er örvera sem inniheldur erfðaefni en getur þó ekki fjölgað sér sjálf. Hver gerð af veiru getur sýkt ákveðna lífveru og fjölgað sér innan fruma hennar. Veirur eru mjög sértækar með tilliti til hýsillífvera og geta oftast bara sýkt eina eða fáar tegundir, til dæmis bara menn eða nokkrar tegundir dý...
Hvað er óbrennishólmi og hvernig myndast hann þegar hraun rennur?
Upprunalegu spurningarnar voru: Góðan dag. Hvað er óbrynnishólmi? Er ekki til skilgreining á því? Hvað er átt við að í eldgosi geti myndast „óbrynnishólmi“? Hvað er óbrynnishólmi eða óbrennishólmi. Fyrirfram takk :) Í fréttum kom nýlega fram að myndast gæti óbrynnis- eða óbrennishólmi milli hraunfarvega í g...
Hvað éta selir?
Selir (Phocidae) eru rándýr og öll fæða þeirra kemur úr dýraríkinu, aðallega fiskur. Mögulega er allt að 80% af þeim lífmassa sem selir éta fenginn með fiskáti. Fæðuvenjur eru þó mismunandi á milli tegunda og margar tegundir lifa að einhverju eða miklu leyti á ýmsum öðrum hópum dýra svo sem sjávarhryggleysingjum. ...
Af hverju lifa ekki moskítóflugur á Íslandi, fyrst þær geta lifað báðum megin á Grænlandi?
Moskítóflugur, Culicidae, eru tvívængjur, Diptera, sem lifa um allan heim. Fullorðin kvendýr sjúga blóð úr spendýrum, fuglum og í sumum tilfellum skriðdýrum til að afla næringar og próteina. Án blóðmáltíðar geta þær ekki þroskað egg. Þær lifa ekki hér á landi, en eru algengar í nágrannalöndunum. Á Grænlandi er...
Getur þú sagt mér allt um gíraffa?
Spurningin er heild sinni hljóðaði svona: Getur þú sagt mér allt um gíraffa? Meðal annars hvar hann lifir, stærð, lögun, útlit og fleira? Hvað er merkilegast við gíraffa? Eru til dæmis blettirnir eins á öllum? Er gíraffi jurtaæta? Hvert er fæðuval hans? Er hann nokkuð í útrýmingarhættu? Hvernig fer mökun fram? R...
Hvert er hlutverk sogæðakerfisins?
Hér er einnig að finna svar við spurningunum:Hvar liggur sogæðakerfið helst og hvernig vinnur það? Hefur sogæðanudd sannað árangur sinn? Vessi er blóðvökvi sem síast út úr háræðum blóðrásarkerfisins í vefina þar sem hann verður að millifrumuvökva og að lokum að vessa sem safnast í grannar rásir, svokallaðar vessa...
Hvað eru góð og slæm kolvetni og af hverju eru sum kolvetni betri en önnur?
Kolvetni eru mikilvægur orkugjafi hjá allflestum. Lýðheilsustöð mælir með því að við fáum 60% af heildarorkunni í formi kolvetna. Kolvetni eru þó ekki öll eins. Sum kolvetni hækka blóðsykurinn hratt og mikið. Í kjölfarið getur blóðsykur lækkað snögglega og jafnvel farið niður fyrir eðlileg gildi. Þessi kolvetni ...
Hvað eru meginreglur laga?
Meginreglur laga eru „þær hugmyndir, rök eða meginsjónarmið, sem liggja til grundvallar einstökum réttarreglum, lagabálkum, réttarsviðum eða réttinum í heild, og hægt er að setja fram sem almenn viðmið.“ Einnig er hægt að skilgreina meginreglur laga sem „óskráðar reglur sem ályktað verður um á grundvelli einstakra...
Hvað þarf til að frambjóðandi nái þingsæti?
Spurningin er hluti af lengri spurningu sem hljóðar svona: Hvernig virkar kosningakerfið á Íslandi, hvað þurfa flokkar mikla kosningu til að koma manni á þing o.s.frv.? Við bendum lesendum á að lesa svar sama höfundar við spurningunni Hvernig virkar kosningakerfið á Íslandi? en sérstaklega þó svarið við ...
Éta allir hákarlar fólk? Finnst þeim við góð á bragðið?
Svarið við fyrri spurningunni er nei, fæstar þeirra rúmlega 300 tegunda hákarla sem þekktar eru hafa orðið uppvísar að mannáti. Alls eru skráðar 42 tegundir hákarla sem ráðist hafa á menn, báta eða önnur sjóför á síðastliðnum fjórum öldum, þar af eru 24 tegundir sem vitað er að hafi gert slíkar árásir oftar en þrí...
Hefur það áhrif á þroska og líðan barna ef þau hlusta á klassíska tónlist eftir til dæmis Mozart, Bach eða Beethoven?
Spurt er um áhrif hlustunar á tónlist og því miðast svörin einungis við áhrif tónlistarhlustunar en ekki tónlistarnáms eða virkrar þátttöku í tónlist. Mikilvægt er að gera greinarmun þarna á milli því almennt benda niðurstöður rannsókna til þess að tónlistarhlustun hafi lítil sem engin varanleg áhrif á vitsmuni en...