Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1631 svör fundust

category-iconUnga fólkið svarar

Af hverju tárumst við þegar við skerum lauk?

Laukur er ríkur af B-, C- og G-vítamínum, próteinum, sterkju og lífsnauðsynlegum frumefnum. Efnasamböndin í lauknum innihalda efni sem vernda magann og ristilinn og koma í veg fyrir húðkrabbamein. Laukurinn verkar einnig gegn bólgu, astma og sykursýki og kemur í veg fyrir blóðtappa, of háan blóðþrýsting, blóðsykur...

category-iconFélagsvísindi

Hvers vegna hækkar gjaldeyrir um þriðjung ef gengisfelling er 25%?

Þegar sagt er að gengi gjaldmiðils eins og krónunnar hafi fallið um fjórðung (25%) þá er átt við að máttur hverrar krónu við kaup á öðrum gjaldmiðlum hafi minnkað um fjórðung. Þar með standa eftir þrír fjórðu (75%) af þessum kaupmætti. Til þess að kaupa jafnmikið og áður af erlendum gjaldmiðlum þarf því þriðjungi ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna er tíminn mismunandi eftir löndum?

Einfalda svarið við þessu er á þá leið að við viljum í grófum dráttum miða tímann á hverjum stað við sólarganginn, þannig að klukkan sé um það bil 12 þegar sól er hæst á lofti. Vegna kúlulögunar jarðar gerist þetta á mismunandi tímum eftir stöðum. En þó að þessu sé svarað til getum við haldið áfram að spyrja: A...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað heita 3 minnstu beinin í líkamanum?

Almennt er talað um að í mannslíkamanum séu 206 bein. Þar af mynda 80 bein sjálfa beinagrindina en 126 bein eru eins konar fylgihlutir eða viðhengi út frá beinagrindinni. Lærleggurinn er lengsta, þyngsta, sterkasta og stærsta bein beinagrindarinnar. Minnsta beinið er ístaðið, sem er eitt þriggja smábeina í miðeyra...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er eitt terabæti mörg megabæti?

Forskeytið tera- stendur yfirleitt fyrir billjón, það er milljón milljónir. Forskeytið mega stendur fyrir milljón. Því gæti virst sem eitt terabæt séu nákvæmlega milljón megabæti. En svo er ekki. Minnsta eining upplýsinga í tölvu er biti. Biti hefur ýmist gildið 0 eða 1. Átta bitar í röð nefnast bæti. 01001110 ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er áfallastreita, hvernig fá menn hana og geta geðraskanir fylgt henni?

Talað er um áfallastreitu þegar manneskja hefur orðið fyrir skelfilegri lífsreynslu, svo sem líkamsárás eða nauðgun, og sýnir viðbrögð eins og hjálparleysi, ótta eða hrylling. Áfallastreitan líður síðan oftast hjá og er ekki flokkuð sem geðröskun. Áfallastreituröskun (e. post-traumatic stress disorder, PTSD) f...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað er það í jörðinni sem hefur aðdráttarafl í rauninni? Værum við ekki útdauð ef aðdráttaraflið væri ekki því að aðdráttarafl jarðar heldur okkur hjá sér og það heldur líka súrefninu?!

Ef aðdráttarafl eða þyngdarkraftur væri ekki til og hefði aldrei verið til þá værum við ekki heldur til. Sólir og reikistjörnur væru ekki til því að þær hafa myndast með því að rykský í geimnum hafa dregist sama fyrir áhrif þyngdarinnar. Ef við hugsum okkur að þyngdarkrafturinn mundi allt í einu hætta að verka ...

category-iconFélagsvísindi almennt

Eru kannanir áreiðanlegar ef fólki er borgað fyrir að taka þátt í þeim?

Hátt svarhlutfall er mikilvægur þáttur í gæðum kannana. Af þessum ástæðum grípa rannsakendur til ýmissa ráðstafana til að stemma stigu við brottfalli og að hvetja þá sem valdir eru í úrtak til að svara spurningalista viðkomandi könnunar. Til dæmis eru send kynningarbréf áður en framkvæmd könnunar hefst, boðið er u...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað er langt á milli jarðar og sólar?

Braut jarðar umhverfis sólina er ekki nákvæmlega hringlaga. Jörðin gengur eftir sporbaug, ofurlítið ílöngum ferli sem líkist hring. Vegna þessa er fjarlægðin til sólu ekki alltaf sú sama, þótt ekki muni miklu. Mesta fjarlægð jarðar frá sólu eru 152,1 milljón kílómetrar sem er um þremur hundraðshlutum meira en m...

category-iconLandafræði

Hvað eru Bandaríkin stór að flatarmáli?

Bandaríki Norður-Ameríku eru þriðja stærsta land í heimi á eftir Rússlandi og Kanada. Flatarmál þess eru rúmlega 9.631.000 ferkílómetrar (km2) eða um 6,5% af þurrlendi jarðar. Til viðmiðunar eru Bandaríkin litlu minni en Evrópa, um það bil helmingur af stærð Suður Ameríku og um 90 sinnum stærri en Ísland. Alas...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er hagamúsin löng?

Jón Már Halldórsson fjallar ágætlega um hagamúsina (Apodemus sylvaticus) í svari við spurningunni Hvað getur þú sagt mér um hagamýs? Þar kemur meðal annars fram að lengd fullorðinnar hagamúsar, án hala, er á bilinu 8 - 10,5 cm. Því má bæta við að halinn er oft á bilinu 7 - 9,5 cm. Þannig að allt í allt eru geta þe...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru öreindir?

Öreindir (e. elementary particles) eru örsmáar einingar sem allt efni í heiminum er sett saman úr. Borðið í kennslustofunni, Esjan, tunglið, sólin, vatnið og þú, allt er þetta búið til úr öreindum. Öreindir eru ódeilanlegar einingar, það er að segja ekki samsettar úr öðrum ögnum. Vísindamenn rannsaka öreindir í ó...

category-iconSálfræði

Hvaða dýr sjá liti rétt?

Menn sjá aðeins rafsegulbylgjur á tilteknu öldulengdarbili sem ljós, og líklegt er að svipað gildi um flest önnur dýr. Þessa takmörkun bilsins má trúlega rekja til þess að bylgjur á þessu bili berast vel í vatni og sjónin þróaðist fyrst hjá dýrum í hafinu. Litnemar augans, keilurnar, eru yfirleitt þrenns konar í ...

category-iconHeimspeki

A: Setning B er lygi. B: Setning A er sönn. Getur þetta nokkurn tímann gengið upp?

Flestir heimspekingar eru sammála um að þetta geti ekki gengið upp ef það að ganga upp þýðir að báðar setningar hafi ákveðið sanngildi, það er að hvor setning um sig sé annað hvort sönn eða ósönn. En skiptir svona lagað einhverju máli? Er það eitthvert vandamál að setningar eins og(A) Setning B er lygi (B) Set...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Er hægt að eyða rafsegulbylgjum með tóli sem er grafið í garðinum hjá manni? Skiptir máli hvernig rafmagnsklær snúa?

Svarið við fyrri spurningunni er nei: Það er ekki hægt að eyða rafsegulbylgjum inni í húsi með tóli sem grafið er í jörð úti í garði. Hins vegar er vel hægt að eyða rafsegulbylgjum af tilteknum tegundum með því að útbúa húsið sjálft með viðeigandi hætti sem lýst er í svarinu. Svarið við seinni spurningunni er líka...

Fleiri niðurstöður