Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3920 svör fundust

category-iconHeimspeki

Hvernig er dæmigerð sókratísk samræða?

Þegar talað er um sókratískar samræður er oftast átt við samræður eftir gríska heimspekinginn Platon en hann var að vísu ekki einn um að semja slíkar samræður. Þessar samræður varðveita ekki orðrétt samtöl sem hinn sögulegi Sókrates átti við aðra menn en þó getur verið að einhverjar sókratísku samræðnanna gefi í a...

category-iconVísindavefur

Hvað eru ráðin undir rifjunum mörg?

Þetta er ágætis spurning og fyrsta nálgun að svari við henni fékkst nokkuð greiðlega hjá anatómíudeild Vísindavefsins sem sérhæfir sig í kryfja málin til mergjar. Fyrst þurfa menn þó að átta sig á þeim sannindum, sem eru engan veginn augljós, að sá sem hefur ráð undir rifi hverju er auðvitað með tiltekinn og endan...

category-iconHugvísindi

Af hverju verða tröll að steini þegar sólin skín á þau?

Tröll eru ekki til í raun og veru. Þau tilheyra ekki náttúrunni eins og fuglar eða fiskar og þess vegna er ekki hægt að fjalla um ummyndun þeirra í stein með því að útskýra einhver líffræðileg ferli í líkama þeirra, á sama hátt og til dæmis hefur verið fjallað um umbreytingu plantna á koltvísýringi í súrefni eða þ...

category-iconÞjóðfræði

Af hverju gefur fólk gjafir um jólin og hvenær varð sá siður almennur?

Jólahald var ekki með sama sniði um alla Evrópu á fyrri öldum. Það var breytilegt í tímans rás eftir löndum, héruðum og kirkjuskipan. Jólagjafir virðast að sumu leyti sprottnar frá hinum fornu rómversku skammdegishátíðum, en þær voru í eðli sínu alþýðlegar nýársgjafir. Áramót voru víða á miðöldum miðuð við fæð...

category-iconNæringarfræði

Hvernig kæsir maður skötu?

Vera má að aðferðir séu eitthvað breytilegar á milli manna en í grunninn er skata einfaldlega kæst þannig að börðin eru tekin af, þau sett í ílát og látin standa í einhverjar vikur þar til fiskurinn er tilbúinn. Kæsing er gömul aðferð við verkun matvæla þar sem maturinn er látinn gerjast og byrja að rotna. Á me...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvar heldur síldin til eftir árstíðum við Ísland?

Síldin er árstíðabundin þar sem hún hrygnir á ákveðnum stöðum og gengur síðan eftir hrygningu á ætisstöðvar. Á síldarárunum svokölluðu fóru síldveiðar á norsku vorgotssíldinni, eða norsk-íslensku síldinni eins og hún nefnist í dag, fram á vorin og sumrin og var hún því árstíðabundin hérlendis. Þrír síldarstofna...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða fuglar eru algengastir í þéttbýli á Íslandi?

Fjölmargar fuglategundir hafa náð að aðlagast hinum miklu breytingum sem orðið hafa á umhverfinu við tilkomu þéttbýlis. Eitt best þekkta dæmið er starinn (Sturnus vulgaris) en hann hefur verið að auka við útbreiðslu sína og telst nú heimsstofninn vera yfir 300 milljón einstaklingar. Ísland er meðal nýrra svæða sem...

category-iconHugvísindi

Er rétt að nota orðið umhverfisvænn?

Í lengri gerð spurningarinnar velti spyrjandinn því meðal annars fyrir sér hvort orðið umhverfisvænn merkti að umhverfið batnaði ef notaður væri umhverfisvænn klósettpappír, umhverfisvænir bílar og svo framvegis. Stundum væri jafnvel talað um umhverfisvænar borgir og umhverfisvæn álver en hvernig gæti til dæmis bo...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hefur einhver fugl af ættkvísl hauka komið til Íslands og hvert er heiti hauks á dönsku, norsku og latínu?

Tegundaheitið haukur nær til um 49 tegunda innan ættkvíslarinnar Accipiter. Á norsku er talað um hauk og á dönsku er það høg. Haukar eru jafnan grannvaxnir fuglar með hlutfallslega styttri vængi en aðrir hópar ránfugla (Accipitridae). Bæði stélið og fæturnir eru langir og goggurinn er oddhvass. Helsta fæða hau...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er til regla sem segir hvort orð er í eintölu eða fleirtölu?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Er til regla til að vita hvort orð er í eintölu eða fleirtölu? Til dæmis orð eins og: Dyr, fólk, hús og fleiri? Flest nafnorð eru þess eðlis að þau eru bæði notuð í eintölu og fleirtölu. Eintala táknar yfirleitt að um sé að ræða einn einstakling, eitt stykki af einh...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir lýsingarorðið 'ágætt' og hvernig er það notað?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Mig langar að fá nákvæma skýringu á lýsingarorðinu ágætt og notkun þess, frá orðabókarskýringu til notkunar þess í daglegu tali. Oft þegar orðið er notað í daglegu tali er það svona mitt á milli á skalanum en svo er alltaf sagt ágætt er best... en er þá best best eða er ágæt...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða rannsóknir hefur Arngrímur Vídalín stundað?

Arngrímur Vídalín er íslensku- og bókmenntafræðingur og sjálfstætt starfandi fræðimaður. Síðustu ár hefur hann lagt höfuðáherslu á rannsóknir á afmennskun, það er hvernig samfélög búa sér til skrímsli úr þjóðfélagshópum sem það metur sem óæskilega. Doktorsritgerð hans um þetta efni einblíndi á slíka skrímslagerð í...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað hefur vísindamaðurinn Stefán Sigurðsson rannsakað?

Stefán Sigurðsson er dósent í lífefna- og sameindalíffræði við Læknadeild Háskóla Íslands og forstöðumaður Rannsóknastofu í Krabbameinsfræðum. Hann hefur mestan hluta starfsferils síns stundað grunnrannsóknir á krabbameinum. Rannsóknir Stefáns hafa að mestu leyti beinst að DNA viðgerðarferlum og viðbrögðum frumunn...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað er karlmennska?

Íslensk orðabók segir karlmennsku vera „manndómur, hreysti, dugnaður, hugrekki“. Og nógu áhugavert að þetta er kvenkynsorð. En því er ekki auðsvarað hvað átt sé við með hugtakinu karlmennska. Það getur auðvitað verið upptalning á jákvæðum eiginleikum eins og orðabókin gerir. Þá vaknar spurningin hvort karlmennska ...

category-iconEfnafræði

Hvaða áhrif hefur handþvottur með vatni og sápu á veirur?

Í stuttu máli hefur handþvottur með sápublönduðu vatni þau áhrif að sápusameindir ná að hrifsa til sín veirur og þannig er hægt að skola þær af húðinni. Sápa er eins konar tengiliður milli vatns og vatnsfælinna efna. Vatnsfælin efni eru þau sem blandast vatni illa eða alls ekki, en það á til dæmis við um fitusa...

Fleiri niðurstöður