Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1631 svör fundust
Fann einhver upp samlokuna?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Er einhver sem fann upp samlokuna? Af hverju heitir hún sandwich á ensku? Hér er einnig svarað spurningu Hjalta:Hvers vegna er samloka á ensku sandwich, ætti langloka þá ekki að vera longwich? Enska og alþjóðlega heitið sandwich er sagt vera frá 18. öld og kennt við 4. j...
Geta mýs stokkið og - ef svo er - hversu hátt?
Já, mýs geta stokkið. Húsamús getur stokkið um 30 cm. Hún getur hlaupið níu metra upp vegg og stokkið niður 2,4 metra án þess að meiða sig. Húsamýs eru um 5-8 cm langar fyrir utan skottið og þær vega um 15-25 g. Húsamús líkist hagamúsinni en er minni og hefur lengra skott. Húsamús getur troðið sér í gegnum...
Af hverju kemur aldrei hvirfilbylur eða fellibylur á Íslandi?
Hvirfilbyljir eða skýstrókar eru ógnarhvassar en smáar hringiður í neðsta hluta gufuhvolfsins, sumir hafa kannski séð hvirfilbylji í bíómyndum. Fellibyljir eru hins vegar víðáttumikil óveður sem ná frá yfirborði jarðar upp að veðrahvörfum. Það er algengt að skýstrókar myndist í fellibyljum. Skýstrókar og fellib...
Hvers vegna er miðja norðurljósabeltisins ekki á segulskautinu eða norðurpólnum?
Spurningin í heild var sem hér segir:Hvers vegna er miðja norðurljósabeltisins á norðurhveli jarðar skammt vestur af Qaanaaq á Grænlandi, en ekki á segulskautinu eða norðurpólnum?Miðja norðurljósanna er ekki alltaf skammt vestur af Qaanaaq á Grænlandi, en getur verið það. Eins og fram kom í svari Aðalbjarnar Þóról...
Af hverju eru geymar fyrir fljótandi köfnunarefni kringlóttir að lögun?
Hér mun vera átt við lögun geymslu- og flutningstanka fyrir fljótandi nitur (köfnunarefni, N2). Þessir tankar eru í meginatriðum byggðir eins og venjulegir hitabrúsar. Nitur-vökvinn er við hitann –196°C, svo að hitastigsmunur við umhverfið er um og yfir 200°C. Til að hægja á uppgufun vökvans þarf því að halda v...
Hvað er tunglið langt frá jörðu?
Tunglið er að meðaltali 384.400 km frá jörðu. Mesta fjarlægð þess er 405.500 km en minnsta 363.300 km. Ástæða þess að tunglið er ekki alltaf í sömu fjarlægð frá jörðu er sú að braut þess um jörðu er ekki hringur heldur sporbaugur ("ellipsa"). Miðskekkja hennar er 0,0549 en í því felst meðal annars að fjarlægð jarð...
Hve gömul er latína?
Ítalíska mállýskan latína heitir eftir Latverjum sem settust að í Latíum þar sem síðar var Róm, stofnuð 753 fyrir Krist að sögn Rómverja. Þetta mál var í það minnsta talað frá 800 f.Kr. og líklega fyrr. Með Rómverjum breiddist latínan út um Ítalíuskagann og síðan Rómaveldi. Ritmálið þróaðist eftir þörfum þjóðfélag...
Hvað þarf að gera til að fá starfsréttindi sem sálfræðingur á Íslandi?
Titillinn sálfræðingur er lögverndað starfsheiti. Samkvæmt lögum um sálfræðinga nr. 40/1976 mega þeir einir kallast sálfræðingar sem fengið hafa til þess leyfi heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins. Brot gegn lögunum geta varðað fjársektum og jafnvel fangelsisvist. Til að fá starfsréttindi sem sálfræðingar...
Hversu kalt er í tómarúmi geimsins og hver er meðalhitinn í geimnum?
Meðalhitastigið í tómarúmi geimsins er um 2,7 kelvín (K) sem jafngildir um -270,5 °C, en minnsta mögulega hitastig er 0 K eða -273,15 °C og það kallast alkul. Þar sem fjarlægðir milli stjarna og vetrarbrauta í geiminum eru gríðarlegar þá taka stjörnur og reikistjörnur aðeins mjög lítinn hluta af rúmmáli geimsin...
Hvort er Mónakó eða Vatíkanið minna ríki?
Þó Mónakó sé aðeins á stærð við Seltjarnarnesbæ er það samt rúmlega fjórum sinnum stærra en Vatíkanið. Vatíkanið eða Páfagarður er minnsta sjálfstæða ríki heims, aðeins 0,44 km2 að flatarmáli. Útsýni yfir Vatíkanið og Róm frá Péturskirkjunni. Eins og sjá má í töflunni hér fyrir neðan eru fimm af tíu minnstu...
Gætu nýjar tegundir af snákum með heitt blóð komið til Íslands?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Komið þið sæl. Geta komið nýjar tegundir af snákum á Íslandi sem eru með heitt blóð? Kv. Mikael, sem hefur mikinn áhuga á snákum. Þrátt fyrir að ekki sé leyfilegt að flytja snáka til Íslands er ljóst að þeim er af og til smyglað hingað og flestir þeirra eru væntanlega...
Eru þeir sem fengu bólusetningu við kúabólu með ónæmi við apabólu?
Hér er einnig að finna svar við spurningunni: Af hverju eykst algengi apabólu með minnkandi ónæmi gegn bólusótt? Apabóla er sjaldgæfur smitsjúkdómur sem er landlægur í nokkrum löndum mið- og vesturhluta Afríku. Í svari við spurningunni Hvað er apabóla? er fjallað almennt um sjúkdóminn og af hverju tilfellum af ...
Hvað myndi gerast ef gjaldmiðill eins og peningar yrði að öllu leyti lagður niður?
Einfaldasta svarið er væntanlega það að þess yrði vart langt að bíða að peningar yrðu teknir aftur upp! Engu að síður er gaman að velta þessum möguleika fyrir sér. Peningar gegna afar mikilvægu hlutverki í nútímasamfélögum, meðal annars sem greiðslumiðill og mælikvarði á verðmæti. Ef þeir væru ekki til staðar e...
Vilja ekki allir Íslendingar hafa hraðlest á milli Keflavíkur og Reykjavíkur?
Einfalda svarið við þessari spurningu er vitaskuld nei; það eru örugglega til nokkrir Íslendingar sem vildu ekki slíka lest, jafnvel þótt það kostaði ekkert að leggja brautina og reka lestina, ef svo má að orði komast! Hér verður ekkert fullyrt um það hve margir fylla þann flokk en hafa má í huga að lestirnar mynd...
Hvað er olíutunnan margir lítrar?
Þegar verið er fjalla um heimsmarkaðsverð á olíu í fréttum er oft sagt að olíutunnan (olíufatið eða það sem kallast ‘oil barrel’ á ensku) kosti nú svo og svo mikið. Þá er miðað við tunnu sem hefur að geyma 159 lítra af hráolíu eða 42 bandarísk gallon eða 35 bresk “imperial” gallon. Trétunnur með þessu rúmmáli voru...