Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 188 svör fundust

category-iconUnga fólkið svarar

Er mjög hvasst á Júpíter?

Júpíter er vinda- og stormasöm reikistjarna. Svæðisvindar eru sterkastir í vindröstum, það er á mörkum belta og svæða, sem lofthjúpur Júpíters skiptist í. Þar fer vindhraðinn yfir 140 m/s. Vindhraði sem þessi er ekki endilega tímabundinn eins og hér á jörðinni og getur jafnvel varað í nokkur hundruð ár. Lofthjú...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er yfirborðshiti Satúrnusar og meðalhiti jarðarinnar?

Reikistjörnurnar (e. plantets) í sólkerfinu okkar eru 8 talsins. Taflan hér að neðan inniheldur upplýsingar um hitastig þeirra auk dvergreikistjörnunnar (e. dwarf planet) Plútó, sem fram til 2006 var talin ein af reikistjörnunum. lægsti yfirborðshitimeðalhitastig yfirborðshæsti yfirborðshiti Merkúríus-170 °C3...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað er átt við með sveigðu tímarúmi og hvernig tengist það aðdráttarafli?

Hið sveigða tímarúm Einsteins er tímarúmið sem við og ljósgeislar og allt efni ferðast um. Í almennu afstæðiskenningunni er ekkert þyngdarsvið. Þess í stað er tímarúmið sveigt. Það merkir til dæmis að hornasumman í þríhyrningi er ekki endilega 180° nákvæmlega, og ljósgeislar fara ekki alltaf eftir beinum línum. ...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hver var Wernher von Braun og fyrir hvað var hann frægur?

Wernher von Braun var annar í röð þriggja sona Magnúsar von Brauns baróns og Emmy von Quistorp barónessu. Hann fæddist 23. mars árið 1912 í Wirsitz í Poznan, sem þá var hérað í Prússlandi en tilheyrir nú Póllandi. Wernher var draumóramaður frá unga aldri og hann ákvað aðeins tíu ára gamall að markmið sitt í lífinu...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Verður staða megintungla í sólkerfinu sérstök 5. maí næstkomandi? Hverjar verða afleiðingarnar?

Næsta föstudag, 5. maí árið 2000, verður staða reikistjarnanna þannig að allar björtustu reikistjörnurnar fimm utan jarðar, Merkúríus, Venus, Mars, Júpíter og Satúrnus verða samtímis nálægt samstöðu innbyrðis og um leið ekki fjarri ytri samstöðu við sól sem kallað er, það er að segja nærri því andstæðar jörðu miða...

category-iconHugvísindi

Getið þið sagt mér frá gríska guðinum Aresi?

Ares var grískur guð stríðs, hugrekkis, reiði og ofbeldis. Hann var ekki sérlega vinsæll, hvorki meðal guða né manna, og því var Aþena, gyðja visku og herkænsku, oft frekar tilbeðin og henni færðar fórnir í hans stað. Ares þótti frekar einfaldur guð sem lét sig litlu varða hvort hann ynni stríð eða bardaga bara ef...

category-iconHagfræði

Hvaða efnahagslegu afleiðingar hefði það fyrir heiminn og Ísland ef við gætum flutt smástirnið 433 Eros til jarðar, en það er fullt af gulli?

Smástirni eru litlir hnettir úr málmum og bergi. Þau ganga um sólina en eru ekki nægilega stór til að geta talist til reikistjarna. Smástirni eru oft óregluleg í lögun þar sem þyngdarkrafturinn er ekki nægilega mikill til þess að þau myndi kúlulaga hnött. Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvað eru smá...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Væri hægt að knýja geimskip með kjarnorkusprengjum?

Þó það hljómi frekar ólíklega í fyrstu, þá væri hægt að nota kjarnorkusprengjur til að fljúga geimskipi á milli pláneta og fjarlægra stjarna. Þar að auki eru til ítarlegar teikingar og áætlanir um hvernig ætti að smíða slíkt geimskip með þeirri tækni og verkfræðikunnáttu sem við búum yfir í dag. Árið 1958 hóf r...

category-iconMálvísindi: íslensk

Á að skrifa Sól og Tungl með stórum staf þegar rætt er um okkar sól og okkar tungl?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Á líka að skrifa Sól og Tungl með stórum staf þegar rætt er um okkar sól og okkar tungl? – samanber svar við spurningunni Á að skrifa Jörð eða jörð? Orðið tungl er notað um fylgihnött jarðarinnar en einnig almennt um fylgihnetti reikistjarna, til dæmis Mars hefur tv...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvaða stjarna sést núna mjög björt á himninum?

Reikistjarnan Mars er bjarta, rauðgula stjarnan sem skín skærast á kvöldhimninum haustið 2020. Mars er að finna í austri skömmu eftir sólarlag, í suðri um miðnætti og í vestri á morgunhimninum fyrir sólarupprás. Þegar þetta er skrifað, í lok september 2020, er Mars þriðji skærasti himinhnötturinn á eftir Venusi...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvaða tvær stjörnur sjást í norðvestri þessa dagana um kl. 21.00?

Undanfarnar vikur hafa reikistjörnurnar Venus og Júpíter skinið skært á kvöldhimninum í vestri. Venus hefur smám saman verið að hækka á lofti á meðan Júpíter lækkar þegar hann nálgast sólina. Venus er næstbjartasta fyrirbæri stjörnuhiminsins og Júpíter þriðja bjartasta. Aðeins tunglið er bjartara. Venus er o...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Getið þið sagt mér eitthvað um stjörnuna Vestu?

Vesta, eða 4 Vesta, er smástirni sem talið er leifar frumreikistjörnu með lagskipta innviði. Vesta er mun breiðari um miðbaug en pólana (560 til 578 km á móti 468 km) en meðalþvermálið er um 530 km. Vesta inniheldur um 9% af heildarmassa smástirnabeltisins og er næstmassamesta fyrirbærið í beltinu á eftir dvergrei...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða stjörnur mynda stjörnumerkið Meyju og hvar sést það á himninum?

Meyjan er eitt hinna 88 stjörnumerkja sem þekja himinhvelfinguna. Meyjan er næststærsta stjörnumerkið á eftir Vatnaskrímslinu. Hún sést lágt á lofti á vorhimninum. Meyjan liggur umhverfs miðbaug himins og markast af stjörnumerkjunum Ljóninu og Bikarnum í vestri, Bereníkuhaddi og Hjarðmanninum í norðri, Höggorm...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hver var Jóhannes Kepler?

Þýski stjörnufræðingurinn Jóhannes Kepler fæddist í borginni Weil der Stadt skammt frá Stuttgart í Þýskalandi þann 27. desember árið 1571 klukkan 2:30 eftir hádegi eftir meðgöngu sem tók 224 daga, 9 klukkustundir og 53 mínútur samkvæmt útreikningum hans sjálfs. Ævi hans var sorgarsaga í öllu sem kallast ytri a...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hver gerði rannsóknir á Merkúríusi?

Merkúríus er ein af þeim reikistjörnum sem hefur lítið verið könnuð. Það er vegna þess að erfitt er að koma geimförum á braut um hann. Merkúríus er sú reikistjarna sem er næst sólu og þegar könnunarfar nálgast hann verður þyngdartog sólarinnar töluvert og hraði geimfarsins eykst. Þá þarf mikið eldsneyti til að hæg...

Fleiri niðurstöður