Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 836 svör fundust

category-iconHugvísindi

Hver var Presta-Jón konungur í Indíalöndum eða Afríku?

Presta-Jón konungur í Indíalöndum eða Afríku var mikilvæg persóna í hugarheimi kristinna manna á miðöldum og allt fram á 17. öld og er víða fjallað um hann í landfræðiritum þess tíma. Hann var þó afurð lærðs ímyndunarafls og óskhyggju fremur en að hægt sé að tengja hann við raunverulegar persónur. Í Chronicon e...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað eru laggir, þegar einhverju er komið á laggirnar?

Nafnorðið lögg (ef.et. laggar, nf.ft. laggir) þekkist þegar í fornmáli. Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:595) segir um merkinguna: ‘(botn)gróp á tunnustöfum, hornið milli stafanna og tunnubotnsins; botndreitill í íláti; lægð í landslagi, t.d. við hæðarrætur; sérstakt fjármark,…’. Orðið er ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Geta tveir einstaklingar af ólíkum tegundum eignast afkvæmi saman?

Já einstaklingar af mismunandi tegundum geta eignast afkvæmi saman. Skilgreiningin á tegund er á þá leið að hún sé mengi þeirra einstaklinga sem geta eignast saman frjó afkvæmi. Það þýðir að til þess að einstaklingar teljist til sömu tegundar verða þeir að geta eignast afkvæmi saman sem getur svo sjálft eignast af...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað segja ritheimildir um landnám fýls á Íslandi?

Stutta svarið Í fornritum miðalda er lítið minnst á fugla og fýls er þar aðeins getið tvisvar sinnum. Brot úr eggjaskurn frá 10. og 12. öld hafa fundist í Mývatnssveit og talið er líklegt að þau séu úr fýlsvarpi. Ekki er þó vitað hvort varp hafi verið samfellt hér á landi frá þeim tíma. Miðað við ritheimildir 1...

category-iconHugvísindi

Hvað merkir lýsingarorðið óhultur og er líka hægt að vera hultur?

Lýsingarorðið óhultur merkir ‘öruggur, sá sem ekki er í hættu’ og eru elstu dæmi um það í söfnum Orðabókar Háskólans frá því á 18. öld í orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík. Sama er að segja um lýsingarorðið hultur sem notað er í sömu merkingu. Aðeins óhultur er notað í latnesk-íslenskri orðabók Jóns Ár...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna heitir hrafnshreiður laupur, hvað merkir orðið og hvaðan kemur það?

Laupur hefur fleiri en eina merkingu: ‘meis; hrafnshreiður; gamall og slitinn hlutur; óáreiðanlegur maður; viðarstafli’. Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:548–549) er upphafleg merking talin karfa (úr trjáberki) og hinar merkingarnar leiddar af henni. Í fornu máli er merkingin ‘karfa’ nær ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er þyngra en tárum taki?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvenær sást orðatiltækið ´þyngra en tárum taki´ fyrst á prenti svo vitað sé? Hvað er átt við með orðatiltækinu? Orðasambandið heimilisbölið er þyngra en tárum taki er eignað Brynjólfi biskupi Sveinssyni (1605–1675). Að vísu mun hann hafa sagt þetta á latínu: mala dom...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Af hverju var Jón Gerreksson biskup drepinn og hver var þar að verki?

Jöns Gerekesson Lodehat, eða Jón Gerreksson eins og Íslendingar hafa jafnan kallað hann, var danskur aðalsmaður, fæddur um 1378. Um þrítugt varð hann erkibiskup í Uppsölum í Svíþjóð, vafalaust að undirlagi Danakonungs, Eiríks af Pommern, sem ríkti þá jafnframt yfir Svíþjóð, því að vinátta var með þeim konungi og J...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er skjanna í orðinu skjannahvítur?

Upprunalega spurningin var: Hvað er og hvaðan kemur þetta „skjanna“ í til dæmis orðinu skjannahvítur? Nafnorðið skjanni merkir ‘hátt, hvítt enni, kinn, vangi’. Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:839) á orðið ekki samsvaranir í grannmálunum. Hann telur það þó hugsanlegt skylt na...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvenær byrjaði Árni Magnússon að safna handritum?

Árni Magnússon var rétt að verða tvítugur þegar hann fór til náms við háskólann í Kaupmannahöfn haustið 1683. Hann lærði guðfræði næstu tvö árin, líkt og langflestir íslenskir nemendur, en var svo lánsamur vorið 1684 að hreppa starf sem aðstoðarmaður hins konunglega fornfræðings Tómasar Bartholíns, sem vantaði Ísl...

category-iconÞjóðfræði

Hvað eru þekkt mörg nöfn jólasveina og hvað heita þeir allir?

Elsta ritheimild um orðið jólasvein er frá síðari hluta 17. aldar, í Grýlukvæði sem eignað er Stefáni Ólafssyni presti í Vallanesi. Þar er orðið í fleirtölu, eins og nær alltaf þegar vísað er til þessara fyrirbæra. Í Grýlukvæði Stefáns er enginn sveinanna nafngreindur. Elsta heimild sem tilgreinir fjölda jólasv...

category-iconMálvísindi: íslensk

Upp við hvaða dogg rísa menn?

Upprunalega spurningarnar hljóðuðu svona:Hvað þýðir orðið doggur og hvaðan kemur það, í samhenginu "að rísa upp við dogg"? Endalaust finnst enn af orðum sem aðeins heyrast í orðasamböndum: Hvað er doggur... ef það er þá rétta nefnifallsmyndin (enda orðið aldrei notað í nefnifalli)? Orðið doggur þekkist í málinu...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er munur á notkun sagnanna heita og nefnast?

Sögnin að heita merkir 'nefnast tilteknu nafni, vera kallaður; gefa nafn, skíra'. Sögnin nefna hefur svipaða merkingu, það er 'kalla e-n nafni, gefa e-m nafn'. Ef einhverjum hefur verið gefið nafn þá heitir hann því nafni. Þar getur verið átt við persónu, dýr eða jafnvel hlut. Dæmi: Maðurinn heitir Jón en ko...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir bæjarnafnið Sultir?

Sultir er eyðibýli í Kelduhverfi í Norður-Þingeyjarsýslu. Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns er nefnd Staðarsult, tóftir í Víkingavatnslandi (bls. 281). Hún er nefnd Sultur í Jarðatali Johnsens 1847 (bls. 340) en Sultir í Nýrri jarðabók 1861 (bls. 129). Sultir, séð til suðurs. Merking orðsins sult...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er skarlat í skarlatsskikkju og hvaðan kemur orðið?

Skarlat er vandaður, erlendur ullarvefnaður sem var mjög eftirsóttur til forna til dæmis í skarlatsskikkjur. Þær voru stundum fóðraðar með hvítu skinni og þótti slík skikkja mesta gersemi. Skarlat getur verið í ýmsum litum en oftast þó rauðum. Skarlat er vandaður, erlendur ullarfatnaður. Málverkið er frá fyrri...

Fleiri niðurstöður