Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvert er latneska heitið á íslenska fjárhundinum?

"Pish for thee, Iceland Dog! thou prick-eared cur of Iceland!" ("Svei þér! þú, Íslands eyrnasperrti hundur!") (úr leikritinu Hinrik V. eftir William Shakespeare) Íslenski fjárhundurinn nýtur mikillar sérstöðu í heimi hundaræktenda enda hefur þetta afbrigði verið einangrað frá öðrum afbrigðum hunda í...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru til margar tegundir sjávardýra í heiminum?

Hér að neðan er listi yfir fjölda tegunda sem lifa í heimshöfunum, flokkað í fylkingar, ættbálka eða smærri flokkunarfræðilegar einingar. Hér er aðeins um að ræða ákveðna nálgun á fjölda tegunda í hverjum hóp og er hugsað til þess að gefa ákveðna hugmynd að tegundaauðgi hvers hóps fyrir sig. Ættbálkar/undiræt...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju breytast vöðvar í fitu eftir að þjálfun er hætt?

Það er ekki rétt að vöðvarnir breytist í fitu í bókstaflegri merkingu. Rétt er að líta á þetta sem tvö aðskilin ferli sem vissulega geta gerst samtímis að einhverju leyti, til dæmis þegar þjálfun er hætt. Bæði ferlin má þó sennilega tengja orkubúskap líkamans. Í fyrsta lagi hafa vöðvar tilhneigingu til að rýrna...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver er röð heimsálfanna, frá þeirri stærstu til þeirrar minnstu?

Sólveig Einarsdóttir spurði: Hvaða heimsálfa er stærst og hver er minnst? Það er mjög ruglingslegt að leita að þessum svörum en það er Asía sem er stærst, hún er 43.608.000 km2, svo er Afríka 30.335.000 km2, Norður-Ameríka er 25.349.000 km2, Suður-Ameríka er 17.611.000 km2, Suðurskautið 13.340.000 km2, ...

category-iconUnga fólkið svarar

Halda einhverjir að guð sé kona?

Hægt er að hugsa sér Guð sem karl eða konu, eða hvað sem okkur virðist Guð vera. Betra er að gera Guð að því sem þú vilt, ef það eykur traust þitt og trú á Guð. Sumir sjá Guð fyrir sér sem gamlan karl, eins og elskulegan afa, en aðrir sjá fyrir sér brennandi runna eða skínandi ljós. Tilraunir til að flokka Guð sem...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað er Everestfjall hátt í millimetrum?

Mount Everest eða Mountain Everest (Everestfjall) er hæsta fjall heims. Það er á landamærum Nepal og Kína (Tíbet), en hæsti tindur þess er 8,85 km á hæð. Í metrum er það 8.850 m og hæð hans í millímetrum er 8.850.000. Næsthæsti tindur fjallsins er 8,748 km á hæð, 8.748 m eða 8.748.000 mm á hæð. Þriðji hæsti tindur...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað getið þið sagt mér um tígrisháf?

Tígrisháfurinn (Galeocerdo cuvieri) er stór og hættulegur hákarl (háfur) af ættinni Carcharhinidae. Hann er frægur fyrir grimmd sína og linnulaust hræát. Hann er ein af þeim tegundum hákarla sem hættulegir eru mönnum og eru mörg þekkt tilvik þar sem þessar skepnur hafa orðið mönnum að bana. Tígrisháfar veiða...

category-iconUnga fólkið svarar

Eru til stjörnukíkjar á Íslandi sem gera manni kleift að sjá aðrar plánetur vel og er hægt að fá aðgang að þeim?

Já, það eru til stjörnukíkjar sem sjá aðrar stjörnur vel og það er hægt að fá aðgang að þeim hjá Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness. Ef þú vilt vita meira um þetta farðu þá á vef Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness. Myndir teknar með svona sjónaukum má finna á www.celestron.com. Þetta svar er eftir gru...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna poppar poppkorn?

Hér er einnig svarað spurningu Ómars Skarphéðinssonar "Hver fann upp poppkornið og hvenær?" Segja má að það séu þrír eiginleikar poppkorns (maískorns) sem ráða því að það poppast; vatnið í korninu, sterkjan sem það inniheldur og harða hýðið utan um það. Þegar við látum poppkorn í pott eða örbylgj...

category-iconHugvísindi

Hvað hét byggð Eiríks rauða á Grænlandi og hvaða heimildir eru til um hana og endalok hennar?

Norrænir menn á Grænlandi bjuggu á tveimur stöðum á vesturströnd Grænlands, sem nefndust Eystribyggð og Vestribyggð. Eystribyggð var fjölmennari og þar bjó Eiríkur, á Brattahlíð í Eiríksfirði. Sá fjörður nefnist nú Tunugdliarfik. Fundist hafa ummerki um norræna byggð í báðum þessum byggðarlögum. Fornleifauppgrefti...

category-iconHugvísindi

Hverjar eru síðustu heimildir um galdraiðkun á Íslandi?

Heimildir um galdraiðkun á Íslandi eru ýmiss konar. Um þau galdramál sem háð voru fyrir dómstólum eru Alþingisbækur traustustu heimildirnar auk þeirra héraðsdómsskjala sem varðveist hafa (dóma- og þingbækur). Þar sem þeim heimildum sleppir hafa annálar, bréfabækur, prestastefnubækur og máldagar einnig reynst haldb...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Ef ég væri staddur úti í hita, gæti ég þá sett flösku ofan á blautt handklæði til að kæla hana?

Spurningin hittir nokkurn veginn í mark en þó ekki alveg. Svarið er já; það er hægt að nota blautt handklæði í heitu og þurru lofti til að kæla hluti, en þá er best að vefja handklæðinu utan um hlutinn, hér flöskuna, og koma vöndlinum þannig fyrir að loftið eigi sem greiðastan aðgang að honum. Þetta byggist á þ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Mig langar að vita allt um þorskinn.

Þorskurinn (Gadus morhua morhua) hefur alla tíð verið okkar verðmætasti nytjafiskur og er svo enn í dag. Undanfarna áratugi hafa Íslendingar árlega veitt á bilinu 200-400 þúsund tonn af þorski og hefur útflutningsverðmæti hans numið tugum milljarða króna. Fyrir utan svæðið umhverfis Ísland finnast nokkrir s...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig fjölga ánamaðkar sér?

Ánamaðkar fjölga sér með tvíkynja æxlun eins og mörg dýr gera. Hitt er merkilegra að hvert dýr er tvíkynja þannig að egg og sæði myndast í sama dýrinu. Yfirleitt makast ánamaðkar niðri í moldinni þannig að mökunarferlið er sjaldnast sýnilegt mönnum. Ein algeng tegund hérlendis, stóráni, heldur sig þó við yfirborði...

category-iconLandafræði

Hver eru 5 hæstu fjöll Íslands?

Ég nefni hér stærstu 5 fjöll og jökla á Íslandi, en þeir eru: Hofsjökull 1765 m, Snæfell 1833 m, Kverkfjöll 1860 m, Bárðarbunga 2000 m og Öræfajökull 2119 m. Ég vil benda á að Snæfell er eina fjallið á listanum. Snæfell. Heimild: Kortabók handa grunnskólum, Námsgagnastofnun, 1.útgáfa 1992. Mynd: Wik...

Fleiri niðurstöður