Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1740 svör fundust
Hvernig á alheimurinn eftir að þróast og hvernig mun heimsmyndin breytast við það?
Í dag telja menn að heimurinn hafi hafist í Miklahvelli. Miklihvellur var sprenging sem varð alls staðar í öllu rúminu á sama tíma. Hann var ekki sprenging í hefðbundnum skilningi, með eldi og reyk, heldur tölum við um sprengingu vegna þess hve ótrúlega mikið heimurinn þandist út á örskömmum tíma. Upp frá þessu he...
Hvað gerist í bergi þar sem hamfarahlaup rennur yfir? Kemur loft þar eitthvað við sögu og skiptir hitamyndun máli?
Í hamfarahlaupum eru þrjú rof-ferli einkum að verki, straumurinn „sogar“ eða „slítur“ klumpa úr föstu bergi (e. hydraulic plucking), framburður (sandur og gjót) svarfar bergið (e. abrasion), og loks „slagsuða“ (e. cavitation) sem sérstaklega er nefnd í spurningunni. Hitamyndun er ekki talin koma hér við sögu. S...
Hvað var Austurlandahraðlestin?
Austurlandahraðlestin (e. Orient Express) var lest sem gekk á milli Parísar og Istanbúl á árunum 1883-1977. Reyndar breyttist leiðin sem lestin fór á þessum tíma, bæði vegna samgöngubóta og annarra aðstæðna. Eftir 1977 hætti lestin að ganga alla leið til Istanbúl en nafnið Austurlandahraðlestin hélst áfram á annar...
Hvað getur þú sagt mér um afríska buffla?
Afríski buffallinn (Syncerus caffer) greinist í tvær deilitegundir, gresjubuffal (S. caffer caffer) og skógarbuffal (S. caffer nanus). Flokkunarfræðilega tilheyrir tegundin ættbálki klaufdýra (Artiodactyla), ættinni Bovidae og undirætt nautgripa (Bovinae). Heimkynni gresjubuffla. Gresjubuffallinn er nokkuð s...
Hvernig fjölga köngulær sér og af hverju ráðast þær á hvor aðra þegar þær eru settar saman?
Æxlunarvistfræði köngulóa má gróflega skipta í þrjú skref: Karldýrið þarf að finna kvendýr. Karlinn þarf að geta átt mök við kvendýrið. Kvendýrið verpir eggjum og verndar þau fyrir afráni. Þar með er þó ekki allt upptalið því innan þessara skrefa eru ótal tilbrigði. Til dæmis er hegðunarmynstrið á fyrsta stig...
Hvernig fer títrun á edikssýru með natrínhýdroxíði fram?
Áður hefur verið fjallað um títrun á Vísindavefnum, meðal annars í svari við spurningunni Getið þið útskýrt fyrir okkur hvernig títrun fer fram? Þar er farið yfir sýru-basa títrun. Það er ástæða til þess að minnast líka á títrun edikssýru með natrínhýdroxíði. Orðið römm sýra var notað í fyrra svari, en það þýði...
Hvers vegna er Indland fimm og hálfum tíma á undan en allar aðrar þjóðir í heiminum eru aðallega á sömu mínútunni?
Það er rétt að staðaltími á Indlandi (e. Indian Standard Time) er fimm og hálfum tíma á undan alþjóðlegum staðaltíma eða alheimstíma, táknað UTC +05:30 (UTC er alþjóðleg skammstöfun fyrir alheimstíma). Þótt heimildir segi það ekki berum orðum má reikna með að þetta hafi þótt skynsamlegt viðmið fyrst á annað borð v...
Hver fann upp bikiní?
Bikiní eru tvískipt baðföt kvenna, upphaflega buxur og brjóstahaldari, en nú einnig til í öðrum misefnismiklum útfærslum. Sumar útfærslur hafa sérstakt nafn, til dæmis tankiní sem eru buxur og toppur eða nokkurskonar hlýrabolur. Bikiní eru einnig notuð sem íþróttaföt til dæmis í vaxtarrækt, strandblaki og frjálsum...
Hvaða rannsóknir hefur Svanhildur Óskarsdóttir stundað?
Svanhildur Óskarsdóttir er handritafræðingur á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Svanhildur hefur komið víða við í rannsóknum sínum en rauði þráðurinn er sá margvíslegi vitnisburður sem handrit veita okkur um íslenska menningar- og bókmenntasögu fyrri alda. Í doktorsritgerð sinni (2000) fjallaði hún um ...
Hvað hefur vísindamaðurinn Jón Gunnar Bernburg rannsakað?
Jón Gunnar Bernburg er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og snúa núverandi rannsóknir hans að fjöldamótmælum í samtímanum. Jón Gunnar hefur reyndar komið víða við í rannsóknum og spanna verk hans fjölmörg svið félagsfræðinnar. Doktorsverkefni hans skoðaði áhrif afbrotastimplunar á lífshlaupið, en rannsók...
Hvað hefur vísindamaðurinn Steinunn Gestsdóttir rannsakað?
Steinunn Gestsdóttir er prófessor í sálfræði við Háskóla Íslands og aðstoðarrektor kennslumála og þróunar við skólann. Sérsvið hennar er þroskasálfræði og hefur hún rannsakað þróun sjálfstjórnunar og hvernig hún tengist þroskaframvindu barna og ungmenna. Eitt það mikilvægasta sem börn þurfa að ná tökum á til að...
Hvað hefur vísindamaðurinn Finnur Friðriksson rannsakað?
Finnur Friðriksson er dósent við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Rannsóknir hans snúa aðallega að félagslegum málvísindum, einkum málbreytingum, viðhorfum til máls og málbreytinga og málnotkun unglinga. Finnur hefur einnig rannsakað stöðu íslenskunnar sem námsgreinar og kennslutungu í skólakerfinu og viðhorf ne...
Hvaða rannsóknir hefur Anna Kristín Sigurðardóttir stundað?
Anna Kristín Sigurðardóttir er prófessor í menntastjórnun við Deild kennslu- og menntunarfræða á Menntavísindasviði Háskóla Íslands og formaður námsbrautar um menntastjórnun og matsfræði. Rannsóknir hennar beinast einkum að menntaumbótum í skólum og menntakerfum. Viðfangsefni hennar í rannsóknum beinast að þró...
Hvað er kalt stríð?
Hugtakið kalt stríð vísar til stríðsástands milli tveggja fylkinga, án þess að bein hernaðarleg átök eigi sér stað. Í staðinn birtast átökin á annan hátt, til dæmis með áróðursherferðum, efnahagslegum og stjórnmálalegum aðgerðum, njósnum og svokölluðum staðgenglastríðum (e. proxy wars.) Nærtækasta dæmið um kalt...
Hvaða eldstöðvakerfi tilheyra Skaftárkatlar?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Til hvaða eldstöðvakerfis flokkast Skaftárkatlar og hvað er vitað um landslagið og jarðhitakerfin undir þeim? Milli Bárðarbungu-Veiðivatna og Grímsvatna er svæði sem gæti verið sjálfstætt eldstöðvakerfi, kennt við Loka. Nafnið er dregið af Lokahrygg undir jöklinum mill...