Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3207 svör fundust
Hvaðan kemur nafnorðið og sagnorðið græja?
Nafnorðið græja ‘tól, tæki’, sem reyndar er einkum notað í fleirtölu græjur, getur hvort heldur sem er hafa borist í íslenskt mál úr norsku grejer eða úr dönsku grejer. Bæði í dönsku og norsku er orðið leitt af sögninni greje ‘lagfæra, koma í kring’. Hún er fengin að láni í dönsku úr norsku. Í báðum málum er nafno...
Hversu lengi er ljósið á leiðinni til næstu stjörnu?
Ljósið er 4,3 ár að fara frá jörðinni til næstu stjörnu sem er Alfa í Mannfáknum. Hægt er að lesa meira um hana hér. Ljósár er sú vegalengd sem ljósið ferðast á einu ári í tómarúmi en ýmsar aðrar einingar eru notaðar í stjarnvísindum, til dæmis stjarnfræðieining (e. astronomical unit) sem er skammstöfuð AU. Um ...
Hver er minnsti froskur í heimi?
Froskategundin Brachycephalus didactylus (e. gold frog) sem á íslensku gæti kallast brasilískur gullfroskur, er gjarnan talin minnst allra froskategunda. Þessi tegund lifir í þéttum regnskógum Amasonsvæðisins, aðallega innan landamæra Brasilíu. Fullorðnir froskar verða mest um 9,8 mm á lengd og er þá átt við hryg...
Hvers vegna verðum við gráhærð?
Háralitur ræðst af litarefninu melaníni sem er myndað af sérstökum litfrumum (e. melanocytes) sem meðal annars er að finna í hársekkjum. Þegar við eldumst hætta litfrumurnar að mynda melanín og hárin verða þá gegnsæ. Á meðan örlítið af litarefni er enn í hárunum virðist hárið vera grátt en án litarefnis verður ...
Hvernig líta d- og f-svigrúmin út?
Til þess að svara þessari spurningu er rétt að athuga fyrst hvernig myndir við gerum okkur af s- og p-svigrúmunum. Lítum á eina rafeind í einangruðu vetnisatómi. Líkindadreifing rafeindar í orkulægsta ástandinu, grunnástandinu, er kúlusamhverf eins og sést á meðfylgjandi mynd. Líkindadreifingin er stundum kölluð s...
Hvað gerir félagsmálafræðingur?
Félagsmálafræðingur sem starfsheiti er ekki þekkt eða formlega viðurkennt sem slíkt. Líklegast er að hér sé verið að blanda saman nokkrum viðurkenndum starfsheitum fræðigreina, til dæmis félagsfræðingi, félagsráðgjafa og stjórnmálafræðingi. Hins vegar má hugsa sér að einhver sem hefur lært almenn samfélagsfræð...
Hvers vegna verðum við svöng?
Svengd er tilfinning sem við finnum þegar okkur vantar fæðu. Hún stjórnast af svengdarstöð í undirstúku heilans. Tilraunir hafa sýnt að ef svengdarstöð dýrs er áreitt, til dæmis með rafertingu, étur það með góðri lyst, jafnvel þótt það sé nýbúið að innbyrða fæðu. Einnig er í undirstúkunni svonefnd seddustöð eða...
Hvað eru tekjuáhrif?
Hagfræðingar nota hugtakið tekjuáhrif (e. income effect) oftast til að lýsa áhrifum tiltekinnar verðbreytingar á eftirspurn vegna þeirrar breytingar á kaupmætti sem verðbreytingin veldur. Að auki veldur verðbreyting alla jafna svokölluðum staðkvæmdaráhrifum (e. substitution effect) en með því er átt við þá breytin...
Af hverju skilja sár eftir sig ör?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Af hverju koma ör á húðina, af hverju nær hún ekki að endurnýja sig og af hverju er sagt að ör komi ef maður kroppar í sár? Myndun öra er eðlilegur þáttur í því líffræðilega ferli sem á sér stað þegar sár í húð og öðrum vefjum líkamans gróa. Allir áverkar eftir slys, sjúkdóma...
Eru búri og búrfiskur það sama?
Orðið búri er ýmist notað um búrfisk (Hoplostethus atlanticus, Hoplostethus islandicus, e. orange roughy) eða búrhval (Physeter catodon, Physeter macrocephalus, e. sperm whale). Í Sjávardýraorðabókinni sem Gunnar Jónsson fiskifræðingur tók saman og finna má á heimasíðu Hafrannsóknastofnunarinnar eru heitin búr...
Hvers vegna dó flökkudúfan út?
Flökkudúfur (Ectopistes migratorius, e. Passenger Pigeon) áttu heimkynni sín í Norður-Ameríku. Varpstöðvar þeirra voru í skóglendi um mitt og austanvert Kanada og í austurhluta Bandaríkjanna en á haustin héldu þær í suðurátt, jafnvel alla leið til Mexíkó og Kúbu. Talið er að þegar Evrópumenn settust að í Norðu...
Til hvers eru gervitauganet notuð og hvernig eru þau ólík raunverulegum tauganetum?
Í heilanum eru kerfi samtengdra taugafrumna sem nefnast einu nafni tauganet (e. neural networks). Hægt er að lesa um virkni taugafrumna í svari Heiðu Maríu Sigurðardóttur við spurningunni Hvað eru taugaboð og hvernig verka þau? og í svarinu Geturðu útskýrt fyrir mér boðspennu í frumum? eftir Jón Má Halldórsson. ...
Er möguleiki á því að vísindamenn hafi rangt fyrir sér um allar sínar uppgötvanir?
Í stuttu máli sagt: Já, það er möguleiki á því – en flestir myndu telja það afar ólíklegt. Vangaveltur um takmarkanir mannlegrar þekkingar hafa verið sem rauður þráður í gegnum sögu heimspeki. Til að þekking okkar verði traust er einn möguleiki að grundvalla hana á sjálfljósum staðreyndum, það er fullyrðingum ...
Af hverju svitnar maður þegar maður er kvíðinn eða stressaður?
Taugakerfi okkar skiptist í miðtaugakerfi, sem er heili og mæna, og úttaugakerfi sem eru taugarnar sjálfar. Úttaugakerfið skiptist síðan í viljastýrða taugakerfið sem stjórnar beinagrindarvöðvum og sjálfvirka taugakerfið sem stjórnar hjartavöðvanum, sléttum vöðvum og kirtlum. Sjálfvirka taugakerfið skiptist enn fr...
Hvað eru nanóþræðir eða nanóvírar?
Nanóþræðir eða nanóvírar eru grannir vírar, allt frá örfínum atómkeðjum upp í víra með þvermál mælt í hundruðum nanómetra. Þannig er nafn nanóþráða einmitt dregið af þvermáli þeirra. Nanóvírarnir geta orðið mjög langir, oft 1000 sinnum lengri en þvermálið. Nanóvírar koma fyrir sem málmar, hálfleiðarar og einangrar...