Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3054 svör fundust
Af hverju velja starar að gera hreiður í húsum manna frekar en í trjám?
Starinn (Sturnus vulgaris) er að upplagi klettafugl og verpir í hvers konar klettum, til dæmis hömrum. Eftir að borgir og bæir tóku að byggjast upp í Evrópu notaði starinn þessa nýju vist til landnáms. Starar baða sig í laug. Starinn verpir á húsþökum og í risum um alla Evrópu. Hér á landi verpir hann víða ...
Hvað er rafmagn?
Margir spyrjendur hafa sent okkur þessa spurningu eða eitthvað henni líkt. Eðlilegt er að fólk velti þessu fyrir sér þar sem rafmagn (e. electricity) er annars vegar svo algengt og mikilvægt í lífi okkar en hins vegar hálfpartinn ósýnilegt og ekki algengt í náttúrunni. Þannig er það líklega torskildara fyrir flest...
Hver er munurinn á engli og erkiengli?
Hér er einnig svarað spurningunum: Hvað er erkiengill? (Guðmunda Dagbjört) Hverjir "eru" erkienglarnir (nöfn)? (Jóhanna Kristín) Hverjir voru og hvaða hlutverk gegndu englarnir Michael og Gabríel? (Rúnar Sighvatsson) Á engla er víða minnst í Biblíunni, eða ríflega 300 sinnum, og hafa þeir löngum verið snar...
Hvað getið þið sagt mér um Osama bin Laden?
Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum: Hvað er Osama bin Laden gamall? (Hrefna)Hvað þýðir al-Qaeda? (Ingi Eggert)Hvert er fullt nafn Osama bin Laden, hvað er hann gamall og hvenær á hann afmæli? (Tinna)Hversu margir létust í árásunum á Bandaríkin þann 11. september? (Baldur) Ussama eða Osama bin Laden fæ...
Er eitthvað um lífrænan landbúnað á Íslandi?
Lífrænn landbúnaður hefur verið stundaður lengi hér á landi. Í dag eru um 40 aðilar með staðfesta vottun á því að þeir séu með lífrænan landbúnað og er fjölbreytileiki afurða frá þessum framleiðendum og vinnslustöðvum mjög mikill. Stærstur hluti íslenskra bænda framleiðir sínar afurðir í sátt við umhverfi sitt...
Hvernig stendur á því að hlutföllin á atlaskorti eru röng en rétt á hnetti?
Ástæðan fyrir því að hnattlíkan gefur nokkuð rétta mynd af yfirborði jarðar en landakort af heiminum ekki, er sú að hnattlíkan er í raun smækkuð mynd af jörðinni þar sem einungis mælikvarðanum hefur verið breytt en löguninni haldið. Á landakortinu er hins vegar búið að fletja hnöttinn út, en það er ekki hægt að ge...
Getur sullur borist í fólk úr frystu lambakjöti?
Upphaflega spurningin hljóðaði svo:Getur sullur borist í fólk sem neytir lambakjöts ef afurðin hefur verið fryst áður en til neyslu hennar kemur? Í stuttu máli: Drepst sullur (bandormur) við frystingu eða suðu? Bandormar eru sníkjudýr með flókinn lífsferil þar sem fullorðinsstigið (bandormurinn) lifir í þörmum ...
Er skata í útrýmingarhættu?
Í heild er spurningin svona:Góðan dag. Langar að vita hvort skatan sé í útrýmingarhættu. Við erum að vinna ERASMUS+ verkefni í Hraunvallaskóla með skólum um víða Evrópu og þurfum að finna dýr sem er í útrýmingarhættu á eða við Ísland. Höfum séð á Netinu - en kannski ekki á öruggum síðum. Því spyrjum við, stemmir þ...
Hver var Ada Lovelace?
Stærðfræðingurinn Ada King, greifynjan af Lovelace (1815-1852), er jafnan talin vera fyrsti forritari sögunnar. Eftir andlát hennar var lítið fjallað um hana lengi vel en það hefur breyst á undanförnum áratugum. Augusta Ada Byron, síðar Lovelace, fæddist 10. desember 1815 í Piccadilly Terrace, nú í London. Fore...
Sjá selir í lit?
Talsverðar rannsóknir hafa verið gerðar á ýmsum þáttum í lífeðlisfræði sela, þar á meðal á skynjun þeirra. Margt er því vitað um sjónskynjun þeirra sem og aðrar skynleiðir. Selategundir flokkast í tvær ættir eftir því hvort þær hafa ytri eyru eða ekki. Til eyrnalausra tegunda (Phocidae) teljast meðal annarra sæfíl...
Af hverju?
Þetta er afar mikilvæg spurning, kannski ein af þeim allra mikilvægustu í heiminum! Með henni spyrjum við um orsök en ekki eingöngu um staðreyndir. Hún er þess vegna lykillinn að því sem við köllum skilning og margir telja merkilegra fyrirbæri en þekkingu eða trú. Þannig fer þessi spurning nærri kjarna vísindanna ...
Getið þið sagt mér frá eitruðu sprettköngulónni og af hverju éta kvendýr hennar karlana eftir mökun?
Sprettkönguló (Latrodectus hasselti, e. redback spider) er baneitruð könguló af ættkvíslinni Latrodectus, en til þeirrar ættkvíslar telst líka hin alræmda svarta ekkja (Latrodectus mactans). Sprettköngulóin er einlend í Ástralíu en berst stundum með matvælum sem flutt eru þaðan til annarra landa. Sprettköngulói...
Hvað var María Mey gömul þegar hún átti Jesú?
María mey, einnig kölluð María guðsmóðir, var eftir því sem fram kemur í Lúkasar- og Matteusarguðspjöllum Nýja testamentisins móðir Jesú frá Nasaret, sem samkvæmt kristinni trú er sonur Guðs og sá messías sem Gamla testamentið spáði fyrir um að myndi frelsa mannkynið. Í Biblíunni kemur hvergi fram nákvæmlega hv...
Hvernig geta krabbar andað bæði í sjó og á landi?
Í fullri lengd hljóðaði spurningin svona: Spurning mín er: Krabbar sem lifa í sjó og nærast á botninum í sínum heimkynnum veiðast stundum af slysni og koma úr sjó með öðrum afla. Sumar tegundir geta lifað jafnvel á 350 metra dýpi en aðrar tegundir krabba þrífast á þurru landi. Hvernig fer öndun þeirra fram? Hverni...
Hvað er demantsskellinaðra?
Rúmlega 30 tegundir teljast til ættkvíslar skröltorma eða skellinaðra (Crotalus). Tvær þessara tegunda mætti kalla demantsskellinöðrur, demantsskellur eða demantsbak út frá enska heiti þeirra, annars vegar er það vestræni demantsbakurinn eða texasskella (Crotalus atrox, e. Western diamondback rattlesnake, Texas di...