Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3950 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Hvað er sigðkornablóðleysi?

Sigðkornablóðleysi (e. sickle cell anaemia) er erfðasjúkdómur sem stafar af hálfbanvænu geni. Hálfbanvæn gen draga mjög úr lífslíkum þeirra sem bera þau, að minnsta kosti þeirra sem eru arfhreinir um þau. Flestir einstaklingar eru arfhreinir um eðlilegt gen (HbA) sem geymir uppskrift að byggingu A-blóðrauða eða A-...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Er árið lengra á tunglinu en á jörðinni þar sem það snýst lengri hring en við?

Það liggur ekki alveg á borðinu hvernig ætti að skilgreina ár á tunglinu. Braut tunglsins um jörð hallar aðeins um 5 gráður miðað við braut jarðar um sól. Tunglið hefur svokallaðan bundinn snúning miðað við jörð sem þýðir að það snýr alltaf nokkurn veginn sama yfirborðssvæði að jörð. Það snýst þess vegna einn hrin...

category-iconHugvísindi

Af hverju er svona erfitt að lesa minnisbækur Leonardó da Vinci?

Minnisbækur ítalska lista- og vísindamannsins Leonardó da Vinci (1452-1519) eru illlæsilegar fyrir margra hluta sakir. Þar ber fyrst að nefna að listamaðurinn notaði spegilskrift og byrjaði hverja línu hægra megin á blaðinu og skrifaði til vinstri. Þeir sem eru vanir að lesa óspeglaða skrift frá vinstri til hægri ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvers vegna verðum við svöng?

Svengd er tilfinning sem við finnum þegar okkur vantar fæðu. Hún stjórnast af svengdarstöð í undirstúku heilans. Tilraunir hafa sýnt að ef svengdarstöð dýrs er áreitt, til dæmis með rafertingu, étur það með góðri lyst, jafnvel þótt það sé nýbúið að innbyrða fæðu. Einnig er í undirstúkunni svonefnd seddustöð eða...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig fundu Egyptar stærðfræðiformúlur sínar, til dæmis formúluna fyrir rúmmáli píramída sem skorið er ofan af?

Oft er spurt hvenær og hvernig stærðfræðiformúlur hafi orðið til. Um sumar formúlur er vitað með vissu en saga annarra er hulin í blámóðu fortíðarinnar. Einstaka sinnum bregður þó birtu á fornar athuganir. Vitað er um háþróaða menningu meðal Egypta í Nílardalnum allt að þremur árþúsundum fyrir Krists burð. Með...

category-iconStærðfræði

Hver fann upp tölurnar?

Talið er að stærðfræði hafi verið til hjá öllum menningarþjóðum allt frá því að sögur hófust. Hins vegar voru það aðeins sérþjálfaðir prestar og skriftlærðir sem iðkuðu stærðfræði og höfðu það hlutverk að þróa hana og nota í þágu yfirvalda til að innheimta skatta, sjá um mælingar, byggingar, viðskipti, tímatöl og ...

category-iconBókmenntir og listir

Hvers konar hljóðfæri er þeremín?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Ég heyrði að það sé til rússneskt hljóðfæri sem er spilað á án þess að snerta það. Er það satt og hvernig er það hægt? Hljóðfærið sem um ræðir kallast þeremín og var fundið upp árið 1920 (sumar heimildir segja 1919) af rússneska vísinda- og tónlistarmanninum Lev Sergey...

category-iconHugvísindi

Hvar er Adolf Hitler grafinn?

Adolf Hitler, leiðtogi þýska nasistaflokksins og kanslari Þýskalands, féll fyrir eigin hendi í Berlín þann 30. apríl 1945 eins og lesa má í svari við spurningunni Hvenær dó Hitler? Ástkona hans til margra ára, Eva Braun (sem varð reyndar Eva Hitler aðeins nokkrum klukkustundum áður þegar þau gengu í hjónaband) fyl...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru til mörg letidýr í heiminum?

Letidýr tilheyra tveimur ættum spendýra, Bradypodidae (þrítæð letidýr) og Megalonychidae (tvítæð letidýr). Þessi dýr finnast einungis í Suður- og Mið-Ameríku. Innan ættar Bradypodidae eru nú fjórar tegundir:brúna letidýrið (Bradypus variegatus)ljósa letidýrið (Bradypus tridactylus)makkaletidýrið (Bradypus tor...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um pardusköttinn (Leopardus pardalis)?

Parduskötturinn (Leopardus pardalis), eða ocelot eins og hann kallast á alþjóðavísu, er ein tegund svokallaðra nýjaheimskatta. Heimkynni parduskattarins er í þéttu skóglendi Suður-Ameríku og allt norður til suðurríkja Bandaríkjanna (Texas og Louisiana). Búsvæði þeirra eru allt frá rökum og þéttum regnskógum til kj...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað eru nanóþræðir eða nanóvírar?

Nanóþræðir eða nanóvírar eru grannir vírar, allt frá örfínum atómkeðjum upp í víra með þvermál mælt í hundruðum nanómetra. Þannig er nafn nanóþráða einmitt dregið af þvermáli þeirra. Nanóvírarnir geta orðið mjög langir, oft 1000 sinnum lengri en þvermálið. Nanóvírar koma fyrir sem málmar, hálfleiðarar og einangrar...

category-iconLandafræði

Hvað eru til mörg lönd í heiminum?

Þegar þetta svar er uppfært, 21. desember 2012, má segja með nokkuð góðum rökum að lönd heims séu 196. Reyndar hefur þessari spurningu verið svarað áður á Vísindavefnum og það tvisvar frekar en einu sinni, í nóvember árið 2000 (Hvað eru mörg sjálfstæð lönd í heiminum?) og í apríl árið 2004 (Hvað eru til mörg l...

category-iconVerkfræði og tækni

Hvernig virka hjólbarðar sem byggjast ekki á lofti?

Á síðustu árum hafa dekkjaframleiðendur unnið að þróun nýrra hjólbarða sem minna einna helst á gömlu viðarhjólin á fyrstu bílunum. Þessi gerð byggir ekki á loftþrýstingi eins og flestir hjólbarðar í dag heldur á sérstökum sveigjanlegum gúmmíteinum sem laga sig að undirlaginu hverju sinni. Framleiðslan er enn sem k...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver var Mídas konungur?

Í grískri goðafræði var Mídas konungur í Frýgíu í Anatólíu eða Litlu-Asíu þar sem Tyrkland er nú. Til eru margar sögur af honum en frægust þeirra er sú sem segir frá því hvernig Mídas öðlaðist þann eiginleika að geta breytt öllu því í gull sem hann snerti. Það atvikaðist þannig að dag einn uppgötvaði Díonýsos sem ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Ef við skjótum úr byssu úti í geimnum, heldur kúlan þá áfram að eilífu?

Þeir sem kannast við fyrsta lögmál Sir Isaacs Newtons (1642-1727) geta svarað þessari spurningu snarlega. Í Stærðfræðilögmálum náttúruspekinnar eftir Newton er fyrsta lögmálið sett fram á þennan hátt: Sérhver hlutur heldur áfram að vera í kyrrstöðu, eða á jafnri hreyfingu eftir beinni línu, nema kraftar sem á han...

Fleiri niðurstöður