Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2947 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er líklegur aldur landselsurtu sem við krufningu vóg 26,5 kg og var 110 cm á lengd, með hreifum?

Þessi landselsurta hefur líklega ekki verið kynþroska. Nýfæddir landselskópar eru vanalega um 9-11 kg að þyngd og 70-90 cm langir. Undir venjulegum kringumstæðum þyngjast landselskópar um rúmlega helming á fyrsta ári þannig að lauslega á skotið hefur þessi urta verið á öðru til þriðja ári. Landselur © Jón Baldur ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er merkingin í orðatiltækinu 'að tefla við páfann'?

Orðasambandið að tefla við páfann merkir ‘að ganga örna sinna, kúka’. Elst dæmi um það í ritmálssafni Orðabókarinnar er frá miðri 19. öld í bréfi frá Jónasi Hallgrímssyni. Af sama tagi eru orðasamböndin að heimsækja páfann, að tala við páfann og að gjalda páfanum skatt og eru þau öll yngri. Einnig er talað um að t...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort er réttara að skrifa 'oft og tíðum' eða 'oft á tíðum'?

Sambandið oft og tíðum er gamalt í málinu. Þótt ekki virðast dæmi um það í fornum textum íslenskum þekkist það í Norsku fornbréfasafni (sbr. fornmálsorðabók Johans Fritzners) sem bendir til það það geti vel hafa þekkst á Íslandi. Elstu dæmi Orðabókar Háskólans um oft og tíðum eru frá upphafi 17. aldar en dæmi frá ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju lifa innikettir lengur en útikettir?

Það er rétt að lífslíkur innikatta eru hærri en hjá köttum sem geta valsað frjálsir um úti við. Þetta á sér mjög einfalda skýringu. Fleiri hættur steðja að köttum utandyra heldur en inni á heimilinu. Ein algengasta dánarorsök katta sem lifa innan bæjarmarka er til dæmis að verða fyrir bíl. Innikettir eru hins vega...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað er það í jörðinni sem hefur aðdráttarafl í rauninni? Værum við ekki útdauð ef aðdráttaraflið væri ekki því að aðdráttarafl jarðar heldur okkur hjá sér og það heldur líka súrefninu?!

Ef aðdráttarafl eða þyngdarkraftur væri ekki til og hefði aldrei verið til þá værum við ekki heldur til. Sólir og reikistjörnur væru ekki til því að þær hafa myndast með því að rykský í geimnum hafa dregist sama fyrir áhrif þyngdarinnar. Ef við hugsum okkur að þyngdarkrafturinn mundi allt í einu hætta að verka ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hversu mörg dauðsföll hafa átt sér stað við sjómennsku á Íslandi?

Rannsóknarnefnd sjóslysa starfar samkvæmt lögum nr. 68/2000 með síðari breytingum. Nefndinni er ætlað að kanna orsakir allra sjóslysa er íslensk skip farast en einnig skal nefndin rannsaka öll slys þar sem manntjón verður, svo og önnur þau sjóslys sem hún telur ríkar ástæður til að rannsaka. Rannsóknarnefnd sjó...

category-iconHugvísindi

Hvað er afstrakt?

Hugtakið afstrakt eða abstrakt merkir það sem er óhlutstætt og reynir ekki að líkja eftir veruleikanum. Það er dregið af latneska orðinu abstrahere sem þýðir 'draga frá.' Afstrakt er oftast notað um myndlist sem leitast ekki við að endurgera hinn sýnilega veruleika. Saga afstraktlistar er yfirleitt talin hefjas...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða lofttegundir valda gróðurhúsaáhrifum?

Skipta má lofttegundum sem valda gróðurhúsaáhrifum í tvo flokka: náttúrulegar og manngerðar. Í fyrri flokknum eru koltvíildi eða koltvísýringur (CO2), metan (CH4) og tví-nituroxíð (N2O). Af þessum efnum er langmest af koltvíildi. Manngerðar lofttegundir sem valda gróðurhúsaáhrifum eru meðal annars vetnisflúorkolef...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Ef það er raunhæfur möguleiki að bora stóra holu í gegnum jörðina, hvað mundi þá gerast ef við stökkvum ofan í holuna, komum við út hinum megin á hvolfi eða fljúgum við óendanlega út í geim?

Til þess að svara þessari spurningu skulum við ímynda okkur að við getum með einföldum hætti borað gat í gegnum jörðina. Við skulum einnig ímynda okkur að í gatinu sé þægilegt hitastig og að innri hiti jarðar hafi engin áhrif á neitt sem fer í gegnum gatið. Spyrjandi vill síðan fá að vita hvað gerist ef við stökkv...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju fá strákar ekki eins brjóst og stelpur?

Fram að kynþroskaskeiðinu eru brjóst stelpna og stráka eins. Fyrir áhrif kvenkynhormóna í upphafi kynþroskaskeiðsins stækka brjóst stelpna en ekki stráka. Það er sem sagt skortur á kvenkynhormónum hjá drengjum sem kemur í veg fyrir að brjóst þeirra stækki. Brjóst karla hafa mjólkurkirtla eins og brjóst kvenna. ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju eru hár mismunandi á litinn?

Í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni: Hvaða munur er á ljósu og dökku hári? kemur eftirfarandi fram: Hárlitur stafar af litarefninu melaníni sem er myndað af litfrumum í merg hársekks. Eftir myndun færist melanínið í hárrótina, það er að segja þann hluta hárs sem er undir húðþekju og síðan upp í hárs...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað er langt á milli jarðar og sólar?

Braut jarðar umhverfis sólina er ekki nákvæmlega hringlaga. Jörðin gengur eftir sporbaug, ofurlítið ílöngum ferli sem líkist hring. Vegna þessa er fjarlægðin til sólu ekki alltaf sú sama, þótt ekki muni miklu. Mesta fjarlægð jarðar frá sólu eru 152,1 milljón kílómetrar sem er um þremur hundraðshlutum meira en m...

category-iconStærðfræði

Hvaða tölur koma á eftir milljón og milljarði?

Milljón er sem kunnugt er þúsund þúsundir og milljarður er þúsund milljónir. Næsta tala sem hefur sérstakt heiti í þessum stiga er billjónin sem er milljón milljónir. Síðan kemur trilljónin sem er milljón billjónir og kvadrilljón sem er milljón trilljónir. Þá kemur kvintilljón, sextilljón og svo framvegis. Forskey...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Ef allir í heiminum stæðu hver ofan á öðrum, hvað myndi gerast?

Í heiminum búa um sex milljarðar manna. Meðalmassi mannkyns er líklega um 20-40 kíló (vegna fjölda barna). Þá er heildarmassi alls mannkyns um 200 milljarðar kílógramma eða 200 milljón tonn. Þetta er þó ekki nema brotabrot (um það bil 0,00000000001%) af massa jarðar þannig að þetta myndi ekki hafa nein áhrif á jör...

category-iconHeimspeki

Getur verið að háskólamenn líti svo á að það sem þeir ekki viti nóg um tali þeir ekki um og það sem þeir vita ekkert um sé ekki til?

Akademísk hugsun er frjáls en öguð. Starf fræði- og vísindamanna, innan háskóla og annars staðar, snýst um að leita þeirrar þekkingar eða skapa þá þekkingu sem ekki er til fyrir. Þetta líta þeir sjálfir og aðrir á sem skyldu fræðimanna. Til að þekkingin sé raunveruleg en ekki staðlausir stafir hafa fræðimenn...

Fleiri niðurstöður