Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4405 svör fundust
Af hverju eru salerni oftast úr postulíni?
Hér er einnig svarað spurningunni:Hver fann upp postulínið og úr hverju er það?Postulín er ekki ýkja gömul uppfinning en talið er að það hafi fyrst verið framleitt í Kína á valdatíma Tangættarinnar (618-907). Líklegt þykir að það hafi fengið á sig það form sem þekktast er á Vesturlöndum meðan hin mongólska Yuanætt...
Er búið að finna tíundu reikistjörnuna?
Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var ekki til nein formleg skilgreining á reikistjörnum. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu, og Sedna fellur ekki undir hana. Þann 15. mars 2004 tilkynntu þrír stjörnufræðingar við Caltech- og...
Hvað er frumeindaklukka?
Frumeindaklukkur (e. atomic clock) eru nákvæmustu tímamælingatæki sem smíðuð hafa verið. Slíkar klukkur meta lengd einnar sekúndu út frá náttúrulegum sveiflutíma ákveðinna frumeinda. Flestallar klukkur hafa innbyggt einhvers konar kerfi sem hefur náttúrlegan sveiflutíma. Þessi sveiflutími er síðan notaður til ...
Hvaða tilgangi þjónar skjaldarmerkið og fyrir hvað stendur hvert fyrirbæri á því?
Margar spurningar hafa borist Vísindavefnum um uppruna og merkingu skjaldarmerkisins og þá sérstaklega um landvættirnar fjórar. Tilgangur skjaldarmerkja er eins og nafnið gefur til kynna, að vera merki fyrir ákveðinn hóp, ætt, samfélag eða ríki. Á riddaratímanum urðu þau til að mynda vinsæl sem merking á her...
Hvað er Kyoto-bókunin?
Kyoto-bókunin er bókun við rammasamning Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, sem samþykkt var í japönsku borginni Kyoto í lok árs 1997. Markmið rammasamningsins er að koma í veg fyrir hættulega röskun á loftslagskerfinu af mannavöldum, og tryggja þannig að matvælaframleiðslu í heiminum verði ekki stefnt í h...
Hvenær byrja börn að ljúga?
Til þess að hægt sé að segja að barn sé að skrökva verður að ganga út frá því sem vísu að það geri greinarmun á því sem er satt og ekki satt. Sömuleiðis þarf barnið að gera sér grein fyrir því hvað aðrir vita. Á síðustu 20 árum hefur þetta efni orðið sérstaklega vinsælt í tengslum við nýtt rannsóknarsvið sálfr...
Hvernig geta fuglar flogið?
Þetta er góð og umhugsunarverð spurning sem varðar ýmsar greinar vísinda, til dæmis bæði eðlisfræði og líffræði. Hér verður reynt eftir föngum að fjalla um nokkrar hliðar hennar. Fleygir fuglar hafa vængi og fiður úr sérstöku efni sem er mjög létt í sér, hrindir frá sér vatni og veldur litlum núningi við loftið...
Hversu mikið myndi það bæta lífsgæði fólks í þróunarlöndum ef maður tæki frá 10 krónur á dag?
Spyrjandi bætir við: „Hvar er mesta þörfin á aðstoð?“ Fátæktarstuðull er mismunandi eftir löndum en yfirleitt er talað um að fólk með afkomu undir meðallaunum í hverju landi sé fátækt (e. relative poverty). Samkvæmt útreikningum Sameinuðu þjóðanna er talið að 1,2 milljarður manna þurfi að lifa á innan við einum...
Gætuð þið sagt mér frá Abraham Maslow og kenningu hans um þarfapíramídann?
Abraham Maslow (1908-1970) var einn af upphafsmönnum mannúðarsálfræðinnar (e. humanistic psychology). Eins og svo margir aðrir mannúðarsálfræðingar taldi Maslow að sálfræðin væri á villigötum. Honum fannst greinin einblína á vandamál fólks þegar réttara væri að hún beindist fyrst og fremst að því sem væri fólki e...
Ef einhver strákur er leiðinlegur, hvað á ég þá að gera?
Sálfræði hefur leitt til þekkingar sem hægt er að nýta til að reyna að leysa það vandamál sem þú spyrð um. B.F. Skinner var upphafsmaður ákveðnar tilraunahefðar sem kallast atferlisgreining. Sú tilraunahefð hefur leitt til skilgreiningar á námslögmálum eða atferlislögmálum sem hafa gagnast við að leysa ýmis vandam...
Hvaða heimildir eru til um Tyrkjaránið?
Tyrkjaránið er minnisstæður atburður sem átti sér stað sumarið 1627. Ránsmannaflokkar frá Norður-Afríku gerðu strandhögg í Grindavík, á Austfjörðum og í Vestmannaeyjum, drápu um 50 manns en tóku hátt í 400 manns herfangi sem þeir seldu á þrælamörkuðum í heimahöfnum sínum. Um 50 manns voru keyptir aftur heim með la...
Hvers konar dýr eru tapírar?
Tapírar tilheyra ættbálki staktæðra hófdýra (Perissodactyla) líkt og hestar og nashyrningar. Til eru fjórar tegundir tapíra sem allar tilheyra sömu ættkvíslinni, Tapirus. Tapírar eru á stærð við asna, samanreknir, kubbslegir, með stutta rófu og vega á bilinu 150 – 300 kg. Augljósasta einkenni þeirra er þó stut...
Hvað getið þið sagt mér um flóðsvín?
Lengi vel áttu fræðimenn erfitt með að trúa því að flóðsvín (Hydrochoerus hydrochaeris) væru nagdýr, enda eru þau um 60 cm á herðakamb og vega um 50 kg. Fyrst í stað vildu þeir flokka þau í sömu ætt og fíla en eftir ítarlegar samanburðarrannsóknir virtust þau líkjast villinaggrísum í Suður-Ameríku og þess vegna se...
Syrgja börn?
Þegar fjölskyldumeðlimur fellur frá bregðast börn við á ólíkari hátt heldur en fullorðnir. Börn á forskólaaldri halda að dauðinn sé tímabundinn og afturkræfur og þessi trú styrkist af því að horfa á teiknimyndafígúrur sem lenda í ótrúlegustu hlutum en rísa upp jafnharðan. Hugmyndir fimm til níu ára barna eru líkar...
Hvað er Münchausensjúkdómur og hversu algengur er hann?
Svokallaður Münchausensjúkdómur eða Münchausenheilkenni lýsir sér þannig að sjúklingur þykist vera alvarlega veikur án þess að það þjóni neinum augljósum tilgangi öðrum en þeim að vera lagður inn á spítala og rannsakaður í bak og fyrir. Heilkennið er nefnt eftir Münchausen barón (1720-1797) sem vann sér það helst ...