Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2472 svör fundust

category-iconDagatal vísindamanna

Hver er Linda Darling-Hammond og hvert er hennar framlag til menntavísinda?

Linda Darling-Hammond fæddist 21. desember árið 1951 í Cleveland, Ohio. Hún lauk B.A.-gráðu með láði við Yale-háskóla árið 1973 og Ed.D.-gráðu með ágætiseinkunn við Temple-háskóla árið 1978. Sérsvið hennar var menntun ungs fólks í stórborgum (e. urban education). Darling-Hammond hóf feril sinn sem kennari, en sner...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvenær komu klukkur til Íslands og hvernig vissu menn hvað tímanum leið áður en þær komu til sögunnar?

Sjálfvirkar stundaklukkur, það er klukkur sem miða við mínútur og klukkustundir, litu dagsins ljós suður í Evrópu á 14. öld og voru helst í stórum dómkirkjum. Þær voru ekki framleiddar til einkanota fyrr en um 1500. Klukkur voru sjaldgæfar hér á landi framan af en þó er talið að slíkur gripur hafi verið í eigu Hó...

category-iconLæknisfræði

Hvað ár byrjuðu forvarnir gegn tóbaksnotkun á Íslandi?

Ein elsta og frægasta viðvörun við tóbaksnoktun á Íslandi er kvæði séra Hallgríms Péturssonar (1614-1674) „Tóbak róm ræmir …“1 og umvandanir séra Stefáns Ólafssonar í Vallarnesi (um 1619 – 29. ágúst 1688) sem segir í upphafi Tóbaksádeilu sinnar um 1640 „Læðst hefur inn í landið hrak, lýðir kalla það tóbak.“ Fá...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Ef við byggjum í fjórvíðum heimi hvað þyrftum við þá mörg augu til að sjá í fjórvídd?

Svarið er að tvö augu nægja fjórvíðu rúmi og raunar rúmi af hvaða vídd sem er til að skynja allar víddir rúmsins í einu. Fyrst er gott að einfalda dæmið eins mikið og komast má upp með, það er að segja að skoða auga í tvívíðu rúmi. Á myndinni hér fyrir neðan sést hvernig auga býr til mynd út frá stefnu hluta. S...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort á að mata krókinn eða maka krókinn?

Orðasambandið að mata krókinn ‛hagnast, einkum fjárhagslega, draga til sín, misnota aðstöðu’ þekkist frá fyrri hluta 19. aldar. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr kvæði eftir Benedikt Gröndal eldri í ljóðabók sem gefin var út 1833:ad hann brudli med óforstandi, ellegar vilji mata krók.Samb...

category-iconLæknisfræði

Hvað gerist þegar maður sprautar nefúða í nefið á sér?

Nefholið er klætt slímhúð. Slímið eða horið gegnir mikilvægu hreinsi- og varnarstarfi og okkur nauðsynlegt. Þegar fólk kvefast sýkist slímhúðin og bólgnar. Þá verður slímmyndun mun meiri en vanalega. Afleiðingin er aukið nefrennsli og stundum nefstífla. Hægt er að lesa meira um nefslím í svari Hannesar Petersen v...

category-iconBókmenntir og listir

Hvernig skráir maður sjónvarpsefni í heimildaskrá?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvernig vísar maður í sjónvarpsefni í heimildum? Ég er að skrifa grein og er að vísa í þáttaröðina Rætur, sem var sýnd á RÚV. Á nokkrum vefsíðum er að finna leiðbeiningar um það hvernig eigi að vísa til sjónvarpsefnis í heimildum. Í fljótu bragði virðast slíkar uppl...

category-iconHagfræði

Hvers vegna veikist krónan við útstreymi gjaldeyris?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvers vegna veikist krónan við útstreymi gjaldeyris (aflandskróna)? Í svari Þórólfs Matthíassonar við spurningunni: Hvers vegna styrkist krónan við innflæði gjaldeyris og aukningu gjaldeyrisforða Seðlabankans? kemur eftirfarandi fram: Gjaldeyrir kemur inn í landi...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvar er hægt að finna hákarla?

Það er hægt að finna hákarla víða í heimshöfunum enda er útbreiðsla þeirra allt frá hlýjum sjónum við miðbaug, norður í heimskautshaf og suður í suðurhöf. Ennfremur eiga hákarlar það til að þvælast upp eftir stórfljótum víða um heim og sumar tegundir halda jafnvel til í ferskvötnum, svo sem nautháfurinn (Carcharhi...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað gerist í vistkerfinu ef mikil fjölgun eða fækkun verður hjá einni tegund?

Orið vistkerfi er notað um hóp af lífverum og umhverfi þeirra sem afmörkuð heild. Ef ein tegund nær að fjölga sér óvenju mikið við náttúrlegar aðstæður þá hafa yfirleitt einhverjir grunnþættir sem snerta hana einnig breyst. Dæmi um þetta er mikil fjölgun snjógæsa undanfarin ár, en hún er rakin til breytinga á ...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er sorg?

Hugtakið sorg er skilgreint sem viðbrögð við missi. Venjulega er átt við missi ástvinar en annar missir getur einnig valdið sorg. Sorgin og sorgarferlið er tilfinningaleg tenging og úrvinnsla á því sem gerðist. Að syrgja tekur tíma og orku en hefur þann tilgang að viðurkenna missinn, aðlagast og endurskilgreina ti...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Fjall í Kolgrafarfirði á Snæfellsnesi er ýmist nefnt Gunnólfsfell, Gunnúlfsfell, eða Gunnungsfell. Getið þið skorið úr um rétt nafn?

Þessi nöfn koma ekki fram í miðaldaritum, en talið er að fjall sem nefnt er Kolssonafjall í Landnámabók geti átt við þetta fjall (Íslenzk fornrit I:120-121). Elstu tiltækar heimildir um nöfnin eru sóknalýsingar Hins íslenska bókmenntafélags um Setbergssókn, önnur frá 1840 eftir sr. Einar Sæmundsson, hin frá 18...

category-iconFélagsvísindi

Hver er munurinn á lögum og reglum?

Í stuttu máli er munurinn á lögum og reglum samkvæmt íslenskri stjórnskipan sá að Alþingi setur lög en stjórnvöld setja reglur. Þessi hugtök hljóma að mörgu leyti keimlík en nokkur munur á lögum og reglum í lögfræðilegum skilningi. Lög eru sett af lýðræðislega kjörnum fulltrúum á þingi samkvæmt ákveðnu ferli: ...

category-iconFélagsvísindi

Hvað þýðir orðið lobbíismi sem stjórnmálamenn nota?

Lobbíismi eða hagsmunagæsla er iðja sem lobbíistar eða hagsmunaverðir stunda. Finna má orðið lobbíisti í íslenskri orðabók: (niðrandi) maður sem starfar við að greiða hag fyrirtækis, samtaka o.s.frv. við stjórnvöld og stjórnmálamenn.Orðið virðist hafa fremur neikvæðan blæ í íslensku enda er opinber hagsmunagæsla ...

category-iconFélagsvísindi

Má annar en líffaðir barns, sem er fætt utan hjónabands, viðurkenna barnið sem sitt eigið ef líffaðir neitar faðerni eða er látinn við fæðingu?

Já, það er ekkert sem kemur í veg fyrir að annar en líffaðir viðurkenni faðerni barns ef móðir lýsir því yfir að viðkomandi maður sé faðir barnsins og hann samþykkir að gangast við faðerninu í viðurvist fulltrúa sýslumanns. Ef móðir er ekki í hjúskap eða skráðri sambúð þegar barn fæðist þarf að feðra barnið sé...

Fleiri niðurstöður