Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2207 svör fundust
Hvaða höfuðborg er fámennust í heiminum?
Þegar leitað er að minnstu höfuðborg heims á netinu, fær maður ýmis misjafnlega marktæk svör. Meðal annars rakst undirritaður á eina síða þar sem fullyrt var að það væri Reykjavík! Annars staðar er því ýmist haldið fram að Þórshöfn í Færeyjum eða Nuuk á Grænlandi sé minnsta höfuðborgin, en þessi lönd tilheyra D...
Framan á löggubílum stendur 'Lögregla' en það snýr öfugt. Hver er ástæðan fyrir því?
Ástæðan kemur í ljós þegar lögreglan fer að elta þig og þú horfir í spegilinn á bílnum þínum: Þá snýr textinn rétt! Þetta á raunar ekki eingöngu við um suma lögreglubíla, heldur líka til dæmis sjúkrabíla. Þeir sem láta mála þetta svona á bílana telja mikilvægara að við getum lesið textann í speglinum en þegar v...
Hver var fyrsta spurningin sem þið fenguð? Og hver var fyrsta spurningin sem þið svöruðuð?
Forseti Íslands opnaði Vísindavefinn 29. janúar árið 2000. Þá voru á vefnum 11 svör eða svo við spurningum sem ritstjórn hafði valið og samið svör við. Þetta var gert til þess að gestir gætu strax áttað sig á því hvers konar spurningar við hefðum í huga og hvernig svörin yrðu. Eftirtaldar spurningar voru meðal þei...
Hvað er tákn með tali?
Tákn með tali er tjáskiptaaðferð sem notuð er til málörvunar og tjáskipta fyrir heyrandi fólk (aðallega börn) með málþroskaröskun. Tákn með tali byggir á líkamstjáningu og notkun tákna sem eru bæði náttúruleg og tilbúin. Táknin eru ávallt notuð samhliða tali og líkjast sum þeirra táknum úr táknmáli heyrnarlausr...
Er hægt að búa til segulstál sem er kúlulaga og annað skautið snýr inn á við?
Það er ekki ljóst hvort spyrjandinn á við gegnheila kúlu eða hola að innan. Málefni segulmagnaðra efna eru verulega flókin, en sum meginatriði varðandi segla eru þó einföld. Meðal annars er ekki hægt að nota þá til að knýja eilífðarvélar því að þeir hlíta lögmálum aflfræðinnar, svo sem þriðja lögmáli Newtons um át...
Fyrir hvað stendur J. í Homer J. Simpson?
Samkvæmt viðtali við skapara Simpsons-teiknimyndanna, Matt Groening, stendur J-ið fyrir millinafnið Jay. Þetta kemur fram í þættinum „D'oh-in' in the Wind“ í 10. seríu þáttanna (og ber númerið AABF02) þar sem Homer grefur upp hippafortíð móður sinnar. Brandarinn felst í því að á ensku heitir stafurinn „j“ einfaldl...
Mér er sagt að börn sem ganga mikið á tánum séu kölluð táfetar og það þýði eitthvað sérstakt. Hvað þýðir það?
Orðið táfeti (e. digitigrade) er úr dýrafræði og er haft um dýr sem ganga á tánum, andstætt við ilfeta (e. plantigrade) sem ganga á allri ilinni. Dæmi um táfeta er hesturinn sem gengur á einni tá á hverjum fæti. Klaufdýr eins og sauðkindur og kýr ganga á tveimur tám en leifar af tveimur öðrum tám sjást aftan á...
Hvert er ferlið við faðernispróf?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Ég er að velta því fyrir mér hvernig faðernispróf fer fram, hvað það kostar og hvað það hefur í för með sér. Ferlið sem fylgir faðernisprófi hefst oft á meðgöngu þar sem hin verðandi móðir getur fyllt út umsókn þess efnis að hún vilji að tekið verði blóð úr naflastreng barnsi...
Hver er munurinn á innkaupsverði (heimsmarkaðsverði) bensíns og dísilolíu?
Strangt til tekið er vart hægt að tala um heimsmarkaðsverð á bensíni eða dísilolíu því að heildsöluverð á slíkum vörum er nokkuð mismunandi eftir löndum og jafnvel innan sama landsins. Skýringin á þessu liggur væntanlega einkum í mismunandi flutningskostnaði. Þá flækir líka málið að til eru mismunandi gæðaflokkar ...
Hvað er talið að margir muni deyja af völdum fuglaflensunnar?
Það er ómögulegt að segja til um hversu margir muni deyja af völdum fluglaflensunnar. Gera verður greinarmun á fuglaflensu og heimsfaraldri inflúensu. Fuglaflensa er sjúkdómur í fuglum og berst á milli fugla. Smit yfir í menn er sjaldgæft og þá helst ef um er að ræða mjög nána snertingu við saur eða aðra líkamsve...
Hvernig eru stjörnur og reikistjörnur á litinn?
Hér er svarað eftirfarandi spurningum: Hvernig eru stjörnur á litinn? (Þórhildur) Hvernig eru reikistjörnur á litinn? (Stella Rut) Þegar maður horfir upp í himinninn á stjörnubjartri nóttu lægi ef til vill beint við að álykta að stjörnur séu hvítar á litinn; þannig koma þær allavega okkur flestum fyrir sjón...
Er hægt að endurforrita heilann í miðaldra körlum?
Já, í ákveðnum skilningi er það vissulega hægt. Heilinn er ekki óbreytanlegur heldur mótast bæði gerð hans og virkni sökum þroska taugakerfisins og einstaklingsreynslu. Að læra af reynslunni felur í raun í sér að breyta því hvernig heilinn virkar, að endurforrita hann ef maður vill taka þannig til orða. Miðaldra k...
Hvað hugsa mállausir? Hugsa þeir í orðum, myndum eða á annan hátt?
Sá sem er mállaus getur samkvæmt skilgreiningu ekki talað eða tjáð sig í orðum. Það gefur því að skilja að afskaplega erfitt er að rannsaka hvernig mállausir hugsa, þar sem ekki er hægt að spyrja þá að neinu ráði út í hugarstarf þeirra. Því kemur líklega lítið á óvart að ekki fundust neinar rannsóknir sem geta gef...
Hvaðan kemur nafnið Guttormur?
Ýmsar heimildir eru til um nafnið Guttorm. Í bókinni Nöfn Íslendinga eftir Guðrúnu Kvaran og Sigurð Jónsson, segir að nafnið Guttormur komi fyrir í Landnámu, Egilssögu og fornbréfum. Í Landnámu kemur nafnið fyrir í 18. kafla. Þar segir frá því að synir Guttorms Sigurðssonar eru drepnir og í Egils sögu er minnst...
Er hægt að æla galli?
Já, það er hægt að æla galli. Uppköst verða vegna öfugra bylgjuhreyfinga í meltingarveginum sem skila innihaldi hans aftur út um munninn eins og fjallað er um í svari sama höfundar við spurningunni Hvað gerist í maganum þegar manni verður flökurt og þarf að æla? Þessar öfugu bylgjuhreyfingar geta verið allt frá sm...