Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1539 svör fundust

category-iconLandafræði

Hvenær var ákveðið að Greenwich-tíminn skyldi vera staðaltími á Íslandi og með hvaða rökum?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:Þegar horft er á veraldarkortið með tímabeltunum merktum inn á, þá virðist í fljótu bragði rökrétt miðað við legu Íslands, að landið ætti í raun að vera einni klst. á eftir GMT. Væri fróðlegt að vita hvenær og hverjir ákváðu að GMT skuli vera tíminn á Íslandi og hver rökin ...

category-iconNæringarfræði

Hvað borðuðu Íslendingar árið 1918?

Þrátt fyrir allar þær þrengingar sem dundu yfir þjóðina þetta örlagaríka ár 1918, voru helstu undirstöður í fæði Íslendinga enn að mestu óbreyttar, það er súrmatur, fiskur, mjólkurmatur, rúgbrauð og smjör. Grautur og súr blóðmör eða lifrarpylsa hefur því líklega verið fyrsta máltíð dagsins hjá mörgum, rétt eins og...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver voru algengustu nöfn karla og kvenna árið 1918?

Árið 1918 voru nöfnin Jón og Guðrún algengustu eiginnöfn á Íslandi, rétt eins og verið hafði öldum saman. Þessi nöfn báru höfuð og herðar yfir önnur nöfn í fyrsta manntalinu sem gert var á Íslandi árið 1703. Enn í dag eru þetta algengustu nöfn Íslendinga þótt yfirburðir þeirra séu ekki eins afgerandi og fyrr á tím...

category-iconLæknisfræði

Hvers konar veira veldur COVID-19 og hvað er vitað um hana?

Í lok desember 2019 bárust fregnir af alvarlegum lungnasýkingum í Wuhan-borg í Kína, þá af óþekktum orsökum. Í kjölfarið var staðfest að um áður óþekkt kórónaveiruafbrigði er að ræða. Veiran var fyrst nefnt 2019-nCoV en vegna mikils skyldleika við SARS veiruna hefur hún nú hlotið nafnið SARS-CoV-2 og sjúkdómurinn ...

category-iconLæknisfræði

Er til eitthvað sem nefnist kínversk læknisfræði og eru aðferðir hennar enn í notkun?

Kínversk læknisfræði er svo sannarlega til og hún er enn mikið ástunduð, jafnt innan sem utan Kína. Almennt er raunar vísað til hennar sem „hefðbundinnar kínverskrar læknisfræði“ (kínv. chuantong zhongguo yixue 傳統中國醫學, e. traditional Chinese medicine, oft stytt sem TCM), e...

category-iconStjórnmálafræði

Af hverju hófst Persaflóastríðið fyrra?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað varð til þess að Persaflóastríðið fyrra hófst (1980–1988)? Persaflóastríðið 1980–1988 var afleiðing mikillar spennu á milli Írans og Íraks sem hægt er að rekja til ársins 1969. Þá féll Íran frá samkomulagi ríkjanna sem hafði staðið frá 1937, um fljótið Shatt al-Ar...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða textar eru í Flateyjarbók og hvenær var hún skrifuð?

Hér er einnig að finna svar við spurningunni: Hver er stærst íslenskra skinnbóka og hvar er hún geymd? Flateyjarbók er stærst íslenskra miðaldahandrita og telur 225 blöð alls, fallega skrifuð og lýst (myndskreytt). Í gerð bókarinnar tóku þátt tveir skrifarar, prestarnir Jón Þórðarson og Magnús Þórhallsson s...

category-iconSálfræði

Hvað er dáleiðsla?

Dáleiðsla kallar fram vitundarástand sem unnt er að nýta í lækningaskyni til að bæta almenna líðan og efla ákveðna þætti í fari fólks. Hún er til dæmis nýtt til þess að taka á svefnörðugleikum, erfiðum höfuðverkjum og til að efla einbeitni fólks í námi eða íþróttum. Hvaða áhrif hefur dáleiðsla? Mjög algengt...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvers vegna er ekki hægt að stöðva öldrun í fólki?

Spurning Atla var því sem næst eins og hér er tilgreint en spurning Hannesar og Margrétar var þessi: Hvað veldur því að líkaminn hrörnar, er ekki hægt að gera neitt til að breyta því? Hvers vegna getum við ekki lifað endalaust?Sami höfundur hefur áður svarað spurningunni Af hverju eldumst við? hér á Vísindavefnum....

category-iconHeimspeki

Hvernig er best að skilgreina hið vonda?

Spurningin er viðamikil. Við leiðum hugann frá atriðum sem eru fólgin í orðalagi þó að vert sé að taka eftir þeim. Sér í lagi hljótum við að benda á að hér er beðið um bestu skilgreiningu en nokkrar eru sannarlega mögulegar og hvorki ljóst hvað mundi gera einhverja þeirra besta – er það sú nothæfasta eða sú rétta?...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Braut Plútós sker braut Úranusar og Neptúnusar. Gætu þessar reikistjörnur þá ekki rekist hver á aðra?

Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvernig hljóðar annað lögmál Newtons?

Lögmál Newtons eru kennd við enska eðlis- og stærðfræðinginn Sir Isaac Newton (1642-1727). Þessi lögmál eru þrjú og öll aflfræði Newtons eða hefðbundin aflfræði er reist á þeim ásamt þyngdarlögmálinu. Fjallað er um hin lögmálin í öðrum svörum hér á Vísindavefnum. Annað lögmál Newtons hljóðar svo í þýðingu á han...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Af hverju haldast hlutir eins og atóm og sameindir saman í heilu lagi?

Í þessu samhengi ber fyrst að nefna rafstöðukrafta. Flestir hafa séð hvað gerist ef blöðru er nuddað upp við hár manns. Þá er hægt að festa blöðruna upp í loft og hárin sem blöðrunni var nuddað upp að standa upp í loft og hvert út frá öðru. Núningurinn hefur þá framkallað krafta sem láta hárin fjarlægjast hvert an...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hversu djúpt sykki hinn fífldjarfi sem styngi sér í vatn fram af 100 metra háum kletti?

Þessi spurning er ein af þeim sem er ekki hægt að “svara” með því að nefna einhverja ákveðna tölu, því að spyrjandi tilgreinir ekki nægar upplýsingar til þess. Kannski er líka bættur skaðinn því að útreikningar og svar í einstöku dæmi hafa ekki mikið vísindagildi, en að vísu ef til vill nokkurt fræðslugildi. Hitt ...

category-iconHeimspeki

Er rangt að eiga peninga þegar vitað er að fólk sveltur í kringum okkur?

Upphaflega var spurt um tvennt: Hver eru mörk græðginnar, hvenær hefur maður nóg? Vitað er að fólk sveltur í kringum okkur, er þá rangt að eiga peninga? Hér er einungis svarað seinni spurningunni. Fyrst skulum við huga að því hvað það þýði að segja um athöfn að hún sé röng, eða aðgerðarleysi að það sé ran...

Fleiri niðurstöður