Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1575 svör fundust
Hvað hefur vísindamaðurinn Herdís Sveinsdóttir rannsakað?
Herdís Sveinsdóttir er prófessor í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands og forstöðumaður fræðasviðs hjúkrunar aðgerðasjúklinga við skurðlækningasvið Landspítala. Herdís hefur komið að fjölda rannsókna um efni tengd hjúkrun og heilbrigði en meginviðfangsefni hennar hafa snúið að heilbrigði kvenna, sjúklingum sem fara...
Hvað hefur vísindamaðurinn Finnur Friðriksson rannsakað?
Finnur Friðriksson er dósent við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Rannsóknir hans snúa aðallega að félagslegum málvísindum, einkum málbreytingum, viðhorfum til máls og málbreytinga og málnotkun unglinga. Finnur hefur einnig rannsakað stöðu íslenskunnar sem námsgreinar og kennslutungu í skólakerfinu og viðhorf ne...
Ég er að draga 300 kg rör, hversu mikla þyngd dreg ég í raun og veru?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hæ. Ég er að reyna að finna út hvað ég er í raun að draga mikla þyngd en hef ekki rétta formúlu, ég er að draga 4 metra langt rör sem er 300 kg að þyngd og er með grófa möl undir. Getið þið hjálpað mér? Erfitt er að svara spurningunni með nákvæmu svari þar sem ýmsar nau...
Hvaða rannsóknir hefur Unnur Dís Skaptadóttir stundað?
Unnur Dís Skaptadóttir er prófessor í mannfræði við Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa síðustu áratugi einkum beinst að fólksflutningum og að reynslu ólíkra hópa innflytjenda á Íslandi, einkum frá Póllandi og Filippseyjum. Rannsóknirnar hafa fjallað um vinnutengda fl...
Hvað hefur vísindamaðurinn Árún Kristín Sigurðardóttir rannsakað?
Árún Kristín Sigurðardóttir er prófessor í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri og klínískur sérfræðingur við deild mennta, vísinda og gæða á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Árún hefur komið að fjölda rannsókna þar sem viðfangsefnið tengist hjúkrun og kennslu hjúkrunarfræðinema. Meginviðfangsefni rannsókna hennar teng...
Er hægt að fara í pílukast í geimnum?
Stutta svarið við spurningunni er: Já, en pílukast í geimnum er samt annars konar en á jörðinni þar sem pílan er nánast í algjöru í þyngdarleysi í geimnum. Geimstöðvar sem hringsóla um jörðina ferðast á gríðarlegum hraða. Til dæmis er Alþjóðlega geimstöðin (International Space Station, ISS) á 7,66 km/s hraða se...
Hvað eru apalhraun og hversu stór verða þau?
Apalhraun (e. a'a lava) eru algengt form basalthrauna, en þau eru einkennistegund ísúrra hrauna með kísilinnihald (SiO2) á bilinu 52-58%.[1] Venjulega eru apalhraun minni um sig en hellu- eða klumpahraun. Flatarmál þeirra er oft á bilinu 10-50 ferkílómetrar, lengd frá 5-30 kílómetrar og dæmigerð þykkt frá 4-20 met...
Hver er munurinn á skreið og harðfiski?
Bæði harðfiskur og skreið er fiskur sem búið er að þurrka. Á árum áður voru hugtökin harðfiskur eða hertur fiskur notuð um allan þurrkaðan fisk, þar meðtalda skreið. Nú er hins vegar merkingarmunur á þessu tvennu. Þegar rætt er um skreið nú á tímum er átt við hausaðan, slægðan og þurrkaðan bolfisk. Algengast er...
Hvers konar ríma er Tímaríma?
Árið 1783 kom út í Hrappsey hin óvenjulega Tímaríma Jóns Sigurðssonar Dalaskálds (1685-1720) en hún var áður prentuð í Kaupmannahöfn 1772. Rímur voru almennt kveðnar til skemmtunar og ein helsta dægradvöl þjóðarinnar í aldanna rás. Tímaríma er engin undantekning frá því en hún er um leið gagnrýnin og sver sig í æt...
Hvað er nýplatonismi Plótinosar?
Áður hefur verið fjallað sérstaklega um Plótinos í svari við spurningunni Hver var Plótinos og hvert var framlag hans til heimspekinnar? Við bendum lesendum á að kynna sér það svar einnig. Útlínurnar í heimspekikerfi Plótinosar Orðið „nýplatonismi“ er uppfinning fræðimanna á 18. öld. Plótinos og sporgöngumenn ...
Hvers vegna sýnast sól og máni stærri lágt á himni?
Hér er einnig svarað spurningunum:Hvers vegna er tunglið stærra við sjóndeildarhringinn en hátt á lofti? (Ragnar Sverrisson)Ég hef tekið eftir því að tunglið sýnist mun stærra þegar það er við sjóndeildarhring en þegar það er í hvirfilstöðu. Eru þetta sjónhverfingar eða er firð tunglsins svo mismunandi að fjarlægð...
Fyrir hverja og hvaða fjármagn gildir sú ákvörðun, þegar Seðlabanki Íslands tekur ákvörðun um vexti?
Seðlabanki Íslands framfylgir stefnu sinni í peningamálum einkum með því að hafa áhrif á vexti á því sem kallað er peningamarkaður. Nú skiptir mestu máli hvaða ávöxtunarkröfu bankinn gerir í svokölluðum endurhverfum viðskiptum við lánastofnanir, það er banka og sparisjóði. Með endurhverfum viðskiptum er átt við að...
Var Betlehemstjarnan raunverulega til?
Betlehemstjarnan er dularfullt tákn og hún hefur valdið stjörnufræðingum, sagnfræðingum og guðfræðingum miklum heilabrotum í tæp tvö árþúsund. Í þessu svari ætlum við skoða fjóra möguleika:Stjarnan var einstakt tilvik, hún hafði aldrei sést áður og hefur ekki sést síðan. Guð lét hana birtast til að opinbera fæð...
Er löggæslufólki óheimilt að neita að framfylgja skipunum sem brjóta gegn siðferðisvitund þeirra eða þeir telja mögulega ólögmætar?
Spurningin lýtur að því hvort löggæslufólki sé óheimilt að framfylgja skipunum af tveimur ólíkum ástæðum, það er annars vegar þegar það telur að skipun brjóti gegn siðferðisvitund sinni og hins vegar þegar það telur að hún sé mögulega ólögmæt. Fyrst verður vikið að síðari ástæðunni og mestu púðri eytt í hana en sv...
Af hverju er bókum yfirleitt raðað samkvæmt nafni höfundar en ekki bókar?
Fyrirspurnin um hvers vegna bókum sé yfirleitt raðað samkvæmt nafni höfundar en ekki bókar kemur frá ungum lesanda sem greinilega hefur ræktað með sér bókfræðilegan áhuga og veltir vöngum yfir tilverunni. Þótt fyrirspurnin sjálf kunni að virðast einföld er þó ekki hægt að svara henni með einni setningu. Til þe...